Telja Ísland með „hættuleg viðhorf“ gagnvart Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2024 15:59 Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, samþykkti listann yfir 47 ríki sem Rússar hafa vanþóknun á. Vísir/EPA Ísland er í hópi 47 ríkja sem rússnesk stjórnvöld telja hafa „hættuleg viðhorf“ sem stangist á við andleg og siðferðisleg gildi Rússlands. Flest Evrópuríki rata á listann auk Bandaríkjanna og Japans. Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, lagði blessun sína yfir listann í síðustu viku samkvæmt rússnesku ríkisfréttastofunni TASS. Ríkin á listanum „framfylgja stefnu sem kemur á skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndafræðiviðhorfum sem ganga gegn hefðbundum rússneskum andlegum og siðferðislegum gildum“ að mati stjórnvalda í Kreml. Ríkin eiga það flest sameiginlegt að styðja Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Einu Evrópusambandslöndin sem rötuðu ekki á listann voru Ungverjaland og Slóvakía en þau hafa ekki fellt sig við stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu. Tyrkland slapp einnig við listann. Rússnesk stjórnvöld halda fleiri óvinalista af þessu tagi. Ísland er fyrir á lista sem var fyrst gefinn út í mars 2022, rétt eftir innrásina í Úkraínu, en þau 46 ríki sem eru á honum sæta viðskiptatakmörkunum í Rússland. Þau viðskiptin hefðu raunar verið takmörkuð fyrir vegna vestrænna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Listinn yfir ríkin 47 sem Rússar telja hafa hættuleg viðhorf, þar á meðal Ísland.TASS Gamalt kaldastríðsbragð Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir listann í fullu samræmi við þá hneigð rússneskra embættismanna að saka vestræn ríki um að ala á hugmyndafræðilegri sundrung í heiminum til þess að einangra Rússland á sama tíma og þeir beiti sjálfir gömlum kaldastríðsbrögðum þar sem heiminum er skipt upp í andstæða póla. Útgáfa listans kemur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín á dögunum um stuðning við erlenda ríkisborgara sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjugildum“ í heimalöndum sínum og gerir þeim auðveldara um vik að flytja til Rússlands. Rússland Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, lagði blessun sína yfir listann í síðustu viku samkvæmt rússnesku ríkisfréttastofunni TASS. Ríkin á listanum „framfylgja stefnu sem kemur á skaðlegum nýfrjálshyggjuhugmyndafræðiviðhorfum sem ganga gegn hefðbundum rússneskum andlegum og siðferðislegum gildum“ að mati stjórnvalda í Kreml. Ríkin eiga það flest sameiginlegt að styðja Úkraínu í vörn landsins gegn innrás Rússa. Einu Evrópusambandslöndin sem rötuðu ekki á listann voru Ungverjaland og Slóvakía en þau hafa ekki fellt sig við stefnu sambandsins gagnvart Úkraínu. Tyrkland slapp einnig við listann. Rússnesk stjórnvöld halda fleiri óvinalista af þessu tagi. Ísland er fyrir á lista sem var fyrst gefinn út í mars 2022, rétt eftir innrásina í Úkraínu, en þau 46 ríki sem eru á honum sæta viðskiptatakmörkunum í Rússland. Þau viðskiptin hefðu raunar verið takmörkuð fyrir vegna vestrænna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar. Listinn yfir ríkin 47 sem Rússar telja hafa hættuleg viðhorf, þar á meðal Ísland.TASS Gamalt kaldastríðsbragð Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir listann í fullu samræmi við þá hneigð rússneskra embættismanna að saka vestræn ríki um að ala á hugmyndafræðilegri sundrung í heiminum til þess að einangra Rússland á sama tíma og þeir beiti sjálfir gömlum kaldastríðsbrögðum þar sem heiminum er skipt upp í andstæða póla. Útgáfa listans kemur í kjölfar forsetatilskipunar Vladímírs Pútín á dögunum um stuðning við erlenda ríkisborgara sem hafna „skaðlegum nýfrjálshyggjugildum“ í heimalöndum sínum og gerir þeim auðveldara um vik að flytja til Rússlands.
Rússland Utanríkismál Innrás Rússa í Úkraínu Trúmál Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?