Vill laða að lágverðsverslun á Krókinn Jakob Bjarnar skrifar 23. september 2024 15:05 Álfhildur sver og sárt við leggur að tillaga hennar sé ekki árás á gamlar og góðar stofnanir á Króknum svo sem Kaupfélagið og Hlíðarkaup. Íbúarnir vilji lægra vöruverð, en það þarf að brjóta eggin í þá ommilettu. aðsend Álfhildur Leifsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, hefur stuggað við kaupmönnum á Sauðárkróki, með tillögu um að sveitarstjórnin laði að lágverðsverslun á svæðið með ókeypis lóð á nýju athafnasvæði í bænum. Álfhildur vill ekki kannast við að allt sé í háaloft vegna tillögunnar sem hún lagði fram í skipulagsnefnd nýverið. Þar var tillagan samþykkt og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórninni. „Neineinei, þetta eru bara heilbrigð skoðanaskipti,“ segir Álfhildur og hlær. Hún er fulltrúi Vinstri grænna í sveitarstjórn en starfar sem grunnskólakennari. Hún bætir því við að vissulega sé um spennandi atburðarás að ræða. Tillagan gengur út á sveitarstjórnin muni nýta sér 8. grein um vilyrði þegar úthlutun verður á nýju athafnasvæði á Sauðárkróki og höfða sérstaklega til lágverðsverslana. En engin slík finnist milli Borgarness og Akureyrar. Með slíkri verslun fá „íbúar aðgang að fjölbreyttu úrvali af vörum á lægra verði sem getur aukið lífsgæði og sparað bæði tíma og fjármagn. Auk þess myndi slík verslun auka samkeppni á milli verslana á svæðinu sem oft leiðir til lækkunar á verðlagi,“ segir meðal annars í tillögunni. Árás á gamla góða Kaupfélagið og Hlíðarkaup En ekki eru allir hrifnir og telja þarna vegið að gömlum og grónum stofnunum á Króknum. Gunnar Einarsson tekur til máls í Facebookhópnum Skín við sólu, þar sem málefni sveitarinnar eru til umræðu: „Það er ótrúlegt að sjá vinnubrögð skipulagsnefndar að ætla að „lokka lágvöruverslun með matvöru í bæinn með gjafalóð“. Viðkomandi vita ekki að það eru tvær lágvöruverslanir nú þegar í bænum, Kaupfélagið og Hlíðarkaup.“ Loftmynd af hluta Sauðárkróks. Álfhildur vill laða að lágvöruverðsverslanir á nýtt kaup- og athafnasvæði bæjarins en sitt sýnist hverjum um hvort það megi ekki heita mismunun.vísir/egill Gunnar segist búa á höfuðborgarsvæðinu og fylgist hann að sögn vel með vöruverði í Hlíðarkaupum miðað við Bónus og Krónuna á höfuðborgarsvæðinu: „Það átta sig kannski ekki allir á Kaupfélagið og Hlíðarkaup reka samfélagsþjónustu fyrir sveitarfélagið sem fáir hafa getu og áhuga fyrir að fara út í. Það er dapurlegt að skipulagsnefnd skuli launa áratuga þjónustu þessara fyrirtækja við bæjarbúa með þessum hætti.“ En Álfhildur telur sig ekki hafa potað í neitt geitungabú, þetta sé fyrsta skrefið en þetta eigi eftir að fara í gegnum sveitarstjórnina þar sem Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eru í meirihluta. Fulltrúi Framsóknar sat hjá þegar greidd voru atkvæði um tillögu Álfhildar, sem situr í minnihluta sem fulltrúi VG, en Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði með. Íbúarnir vilja lægra vöruverð Álfhildur segir ekki liggja fyrir neina umsókna, ekki frá Krónunni, Bónus, Prís né Nettó. Málið sé ekki komið á það stig. Þó hún sjái það hugsanlega fyrir sér í náinni framtíð, að slíkar verslanir muni bítast um reitinn. En er þetta ekki mismunun? Álfhildur telur svo ekki vera. „Mögulega í einhverjum sveitarfélögum en það er 8. greinin, sem við gáfum okkur sjálf, sem gefur þetta vilyrði. Ég hef borið það undir lögmenn og þeir segja að þetta megi. Er það mismunun að ódýrara sé að byggja á Hofsósi en á Sauðarkróki? En þannig er það. Ég held að fólk horfi ekki á það sem mismunun.“ Álfhildur segir einstaklega gott að búa í sveitarfélaginu en þetta sé helst það sem íbúar kalli eftir, lægra vöruverði. Og hún vill undirstrika að hún sé ekki með þessu að ráðast gegn þeim verslunum sem fyrir eru. „Við erum með Skagfirðingabúð sem fólk gerir sér hreinlega leið til að heimsækja og svo Hlíðarkaup, sem hefur ofboðslega góða opnunartíma og góða þjónustu. Við höfum það gott en samt sem áður situr vöruverð í fólki. Krafan er um samkeppni. Og við verðum að fá fólkið okkar heim aftur.“ Skagafjörður Verslun Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Matvöruverslun Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Álfhildur vill ekki kannast við að allt sé í háaloft vegna tillögunnar sem hún lagði fram í skipulagsnefnd nýverið. Þar var tillagan samþykkt og vísað til afgreiðslu í sveitarstjórninni. „Neineinei, þetta eru bara heilbrigð skoðanaskipti,“ segir Álfhildur og hlær. Hún er fulltrúi Vinstri grænna í sveitarstjórn en starfar sem grunnskólakennari. Hún bætir því við að vissulega sé um spennandi atburðarás að ræða. Tillagan gengur út á sveitarstjórnin muni nýta sér 8. grein um vilyrði þegar úthlutun verður á nýju athafnasvæði á Sauðárkróki og höfða sérstaklega til lágverðsverslana. En engin slík finnist milli Borgarness og Akureyrar. Með slíkri verslun fá „íbúar aðgang að fjölbreyttu úrvali af vörum á lægra verði sem getur aukið lífsgæði og sparað bæði tíma og fjármagn. Auk þess myndi slík verslun auka samkeppni á milli verslana á svæðinu sem oft leiðir til lækkunar á verðlagi,“ segir meðal annars í tillögunni. Árás á gamla góða Kaupfélagið og Hlíðarkaup En ekki eru allir hrifnir og telja þarna vegið að gömlum og grónum stofnunum á Króknum. Gunnar Einarsson tekur til máls í Facebookhópnum Skín við sólu, þar sem málefni sveitarinnar eru til umræðu: „Það er ótrúlegt að sjá vinnubrögð skipulagsnefndar að ætla að „lokka lágvöruverslun með matvöru í bæinn með gjafalóð“. Viðkomandi vita ekki að það eru tvær lágvöruverslanir nú þegar í bænum, Kaupfélagið og Hlíðarkaup.“ Loftmynd af hluta Sauðárkróks. Álfhildur vill laða að lágvöruverðsverslanir á nýtt kaup- og athafnasvæði bæjarins en sitt sýnist hverjum um hvort það megi ekki heita mismunun.vísir/egill Gunnar segist búa á höfuðborgarsvæðinu og fylgist hann að sögn vel með vöruverði í Hlíðarkaupum miðað við Bónus og Krónuna á höfuðborgarsvæðinu: „Það átta sig kannski ekki allir á Kaupfélagið og Hlíðarkaup reka samfélagsþjónustu fyrir sveitarfélagið sem fáir hafa getu og áhuga fyrir að fara út í. Það er dapurlegt að skipulagsnefnd skuli launa áratuga þjónustu þessara fyrirtækja við bæjarbúa með þessum hætti.“ En Álfhildur telur sig ekki hafa potað í neitt geitungabú, þetta sé fyrsta skrefið en þetta eigi eftir að fara í gegnum sveitarstjórnina þar sem Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur eru í meirihluta. Fulltrúi Framsóknar sat hjá þegar greidd voru atkvæði um tillögu Álfhildar, sem situr í minnihluta sem fulltrúi VG, en Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði með. Íbúarnir vilja lægra vöruverð Álfhildur segir ekki liggja fyrir neina umsókna, ekki frá Krónunni, Bónus, Prís né Nettó. Málið sé ekki komið á það stig. Þó hún sjái það hugsanlega fyrir sér í náinni framtíð, að slíkar verslanir muni bítast um reitinn. En er þetta ekki mismunun? Álfhildur telur svo ekki vera. „Mögulega í einhverjum sveitarfélögum en það er 8. greinin, sem við gáfum okkur sjálf, sem gefur þetta vilyrði. Ég hef borið það undir lögmenn og þeir segja að þetta megi. Er það mismunun að ódýrara sé að byggja á Hofsósi en á Sauðarkróki? En þannig er það. Ég held að fólk horfi ekki á það sem mismunun.“ Álfhildur segir einstaklega gott að búa í sveitarfélaginu en þetta sé helst það sem íbúar kalli eftir, lægra vöruverði. Og hún vill undirstrika að hún sé ekki með þessu að ráðast gegn þeim verslunum sem fyrir eru. „Við erum með Skagfirðingabúð sem fólk gerir sér hreinlega leið til að heimsækja og svo Hlíðarkaup, sem hefur ofboðslega góða opnunartíma og góða þjónustu. Við höfum það gott en samt sem áður situr vöruverð í fólki. Krafan er um samkeppni. Og við verðum að fá fólkið okkar heim aftur.“
Skagafjörður Verslun Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Matvöruverslun Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira