Lögreglan lagði hald á rúmlega kíló af kókaíni þegar það kom til landsins með póstsendingu, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði mennina tvo í vikulangt gæsluvarðhald í vikunni í þágu rannsóknarinnar. Henni er sagt miða vel og öðrum mannanna hafi verið sleppt fyrr í dag.