Tvímenningarnir, sem eru nítján og tuttugu og eins árs voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í lok síðasta mánaðar. Héraðsdómur framlengdi það til 17. október í dag, að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Atvikin áttu sé stað á þremur stöðum í Hafnafirði: við verslunarmiðstöðina Fjörð, á Víðistaðatúni og við Hraunvallaskóla. Mennirnir eru sakaðir um að hafa beitt börn eða ungmenni ofbeldi og hótað þeim til þess að neyða þau til þess að millifæra á sig fé.
Sævar Guðmundsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Hafnarfirði, sagði Vísi í síðasta mánuði að mennirnir hafi leikið sama leik annas staðar á höfuðborgarsvæðinu áður. Þeir voru handteknir eftir þrjú rán í Hafnarfirði á einni viku í seinni hluta ágúst.