UEFA sé að missa þolinmæðina gagnvart Íslandi Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2024 08:00 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Einar Eftir langt ferli liggur nú fyrir að Evrópuleikir Víkings fara fram hér á landi í vetur. Fara þarf í vissar aðgerðir áður en að Evrópuboltinn fer að rúlla. Heimavöllur Víkinga í Sambandsdeildinni átti að liggja fyrir þónokkru fyrr en í gær. Það dróst á langinn vegna viðræðna við UEFA og ljóst var að undanþágur þyrfti til ef leikir færu fram hér á landi. Kópavogsvöllur varð að endingu lendingin en síðustu vikur hafa tekið á. „Þetta er búin að vera dálítil þrautaganga og UEFA hafa verið fastir á sinni reglugerð. Með dyggri aðstoð Knattspyrnusambandsins náðu þeir að snúa þeim, í þetta skiptið. En mér skilst að þetta sé í allra, allra síðasta skiptið sem þeir gera svona undanþágu fyrir íslenskan fótbolta,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. En hvað hefur hann eiginlega fengið marga tölvupósta síðustu tvær vikur? „Þeir eru ansi margir. Það er sama hvar maður kemur, þá eru allir að spyrja um þetta. Maður finnur það bara, að áhugamenn vilja hafa þetta hér heima og þeir fá þetta hér heima.“ Þurfa að fara í framkvæmdir í Kópavogi Það eru aftur á móti undanþágur sem fylgja því að halda leikina hér og eins og Haraldur nefndi er Ísland komið á allra síðasta séns hjá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA. Leikirnir munu fara fram á óhefðbundnum tíma, fyrri tveir klukkan 14:30 og sá síðasti 13:00, vegna birtuskilyrða. Víkingar sluppu þó við tugmilljóna króna framkvæmd við að leigja ljós á Kópavogsvöll, sem hefði verið snúin aðgerð. Það þarf þó að fara í einhverjar framkvæmdir á Kópavogsvelli fyrir fyrsta leik, til að komast nær kröfum UEFA, til að mynda er varða fjölmiðlaaðstöðu og sjónvarpsútsendingar. „Það er ekkert sem er óyfirstíganlegt. Sumt af því er gott sem tilbúið, skilst mér. Það er bara vinna,“ segir Haraldur. En hvernig skiptist kostnaður af slíkum framkvæmdum? „Það hefur ekkert verið tekið á því. Ég hef ekkert áhyggjur af því í sjálfu sér,“ Fyrst og fremst geti Víkingar nú farið að hlakka til. „Núna bara tekur spennan við og við ætlum að gera eins vel úr þessu og hægt er. Vonandi fáum við sem flesta þó þetta sé svona leiktími. Ég hef trú á því, það verður mikil stemning í kringum okkur. Ég lofa því,“ segir Haraldur. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en fleira kom fram í viðtalinu við Harald sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gekk á ýmsu á skrifstofunni Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn UEFA KSÍ Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira
Heimavöllur Víkinga í Sambandsdeildinni átti að liggja fyrir þónokkru fyrr en í gær. Það dróst á langinn vegna viðræðna við UEFA og ljóst var að undanþágur þyrfti til ef leikir færu fram hér á landi. Kópavogsvöllur varð að endingu lendingin en síðustu vikur hafa tekið á. „Þetta er búin að vera dálítil þrautaganga og UEFA hafa verið fastir á sinni reglugerð. Með dyggri aðstoð Knattspyrnusambandsins náðu þeir að snúa þeim, í þetta skiptið. En mér skilst að þetta sé í allra, allra síðasta skiptið sem þeir gera svona undanþágu fyrir íslenskan fótbolta,“ segir Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. En hvað hefur hann eiginlega fengið marga tölvupósta síðustu tvær vikur? „Þeir eru ansi margir. Það er sama hvar maður kemur, þá eru allir að spyrja um þetta. Maður finnur það bara, að áhugamenn vilja hafa þetta hér heima og þeir fá þetta hér heima.“ Þurfa að fara í framkvæmdir í Kópavogi Það eru aftur á móti undanþágur sem fylgja því að halda leikina hér og eins og Haraldur nefndi er Ísland komið á allra síðasta séns hjá evrópska knattspyrnusambandinu, UEFA. Leikirnir munu fara fram á óhefðbundnum tíma, fyrri tveir klukkan 14:30 og sá síðasti 13:00, vegna birtuskilyrða. Víkingar sluppu þó við tugmilljóna króna framkvæmd við að leigja ljós á Kópavogsvöll, sem hefði verið snúin aðgerð. Það þarf þó að fara í einhverjar framkvæmdir á Kópavogsvelli fyrir fyrsta leik, til að komast nær kröfum UEFA, til að mynda er varða fjölmiðlaaðstöðu og sjónvarpsútsendingar. „Það er ekkert sem er óyfirstíganlegt. Sumt af því er gott sem tilbúið, skilst mér. Það er bara vinna,“ segir Haraldur. En hvernig skiptist kostnaður af slíkum framkvæmdum? „Það hefur ekkert verið tekið á því. Ég hef ekkert áhyggjur af því í sjálfu sér,“ Fyrst og fremst geti Víkingar nú farið að hlakka til. „Núna bara tekur spennan við og við ætlum að gera eins vel úr þessu og hægt er. Vonandi fáum við sem flesta þó þetta sé svona leiktími. Ég hef trú á því, það verður mikil stemning í kringum okkur. Ég lofa því,“ segir Haraldur. Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá að ofan en fleira kom fram í viðtalinu við Harald sem má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Gekk á ýmsu á skrifstofunni
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn UEFA KSÍ Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Körfubolti Fleiri fréttir Glórulaus tækling Gylfa Þórs Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Sjá meira