Alþingismerkið hafi aldrei verið heilagt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. september 2024 12:06 Goddur segir nýja merkið mjög vel heppnað. vísir/bjarni Prófessor í grafískri hönnun segir nýtt merki Alþingis mjög vel heppnað. Eðlilegt sé að merki taki breytingum og í hans huga hafi Alþingismerkið aldrei verið heilagt. „Hryðjuverk“ segir einn á samfélagsmiðlinum X um nýtt merki Alþingis sem leit dagsins ljós í vikunni. Merkið var einnig til umræðu í þessum pólitíska hópi á Facebook þar sem einn segir óþolandi stíl að fletja út öll einkenni og annar hótar að mótmæla breytingunni á Austurvelli. Merkið sem hannað er af Strik studio leysir af hólmi merki sem Þröstur Magnússon hannaði sumarið 1994. „Þetta er í mínum huga mjög vel heppnað,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor í grafískri hönnun. Sérstaklega vegna þess að hann telur nýja merkið meira auðkennismerki en það gamla. „Það er einfaldara, grafískara og sést miklu betur úr fjarlægð og hægt að nota það miklu smærra en hitt. Og svo er þetta mjög vel gert. Þegar maður ber merkin saman þá hefur þakið verið allt of stórt á gamla, það er lækkað þarna. Það eru fullt af smáatriðum sem voru algjör óþarfi sem er búið að hreinsa út. Öll smáatriðin í glugganum og svona.“ Lagt var upp með að merkið henti betur fjölbreyttri notkun samtímans, eins og það er orðað á vef Alþingis. Goddur segir eðlilegt að merki taki breytingum í takt við tíðaranda, ef það eigi við. „Sum lógó eru alveg heilög. Þú breytir þeim ekki, þú getur endurteiknað þau upp. Eins og til dæmis skjaldarmerkið og svona en ég hef aldrei séð litið á það að Alþingismerkið hafi verið eitthvað heilagt merki, það er langt langt því frá.“ Alþingi Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. 19. september 2024 11:24 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
„Hryðjuverk“ segir einn á samfélagsmiðlinum X um nýtt merki Alþingis sem leit dagsins ljós í vikunni. Merkið var einnig til umræðu í þessum pólitíska hópi á Facebook þar sem einn segir óþolandi stíl að fletja út öll einkenni og annar hótar að mótmæla breytingunni á Austurvelli. Merkið sem hannað er af Strik studio leysir af hólmi merki sem Þröstur Magnússon hannaði sumarið 1994. „Þetta er í mínum huga mjög vel heppnað,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor í grafískri hönnun. Sérstaklega vegna þess að hann telur nýja merkið meira auðkennismerki en það gamla. „Það er einfaldara, grafískara og sést miklu betur úr fjarlægð og hægt að nota það miklu smærra en hitt. Og svo er þetta mjög vel gert. Þegar maður ber merkin saman þá hefur þakið verið allt of stórt á gamla, það er lækkað þarna. Það eru fullt af smáatriðum sem voru algjör óþarfi sem er búið að hreinsa út. Öll smáatriðin í glugganum og svona.“ Lagt var upp með að merkið henti betur fjölbreyttri notkun samtímans, eins og það er orðað á vef Alþingis. Goddur segir eðlilegt að merki taki breytingum í takt við tíðaranda, ef það eigi við. „Sum lógó eru alveg heilög. Þú breytir þeim ekki, þú getur endurteiknað þau upp. Eins og til dæmis skjaldarmerkið og svona en ég hef aldrei séð litið á það að Alþingismerkið hafi verið eitthvað heilagt merki, það er langt langt því frá.“
Alþingi Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. 19. september 2024 11:24 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. 19. september 2024 11:24