Kona réðst að sjö ára dreng við Smáraskóla Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2024 13:45 Katrín S. Kristjana Hjartardóttir er móðir drengsins sem varð fyrir árásinni eftir hádegið í gær. Skólastjóri Smáraskóla segist ekkert geta tjáð sig um málið. Sjö ára strákur varð fyrir aðkasti konu á leið sinni í frístund úr Smáraskóla í gær. Myndbandsupptökur staðfesta frásögn piltsins. Foreldrar stráksins finna að því að málið hafi ekki verið tilkynnt strax til lögreglu. Sonur Katrínar Kristjönu Hjartardóttur var spenntur fyrir gærdeginum. Hann hjólaði sjálfur í skólann að morgni og mikil spenna enda sjö ára afmælisdagurinn sjálfur á morgun. Katrín lýsir því að hann hafi verið á leiðinni frá skólalóðinni yfir í frístund með vini sínum í gær. Mikill erill hafi verið á svæðinu en Sjávarútvegssýningin stendur yfir í Fífunni við hlið Smáraskóla. Fjölmargar frásagnir hafa verið af börnum sem lýsa því að hafa orðið fyrir aðkasti á höfuðborgarsvæðinu á árinu. Atvikið við Smáraskóla náðist á upptöku öryggismyndavélar. Kallaður heimskur og aumingi „Það sést á myndavélinni að þessi kona kemur úr undirgöngum við skólalóðina, kemur hlaupandi og fer beint í hann,“ segir Katrín og vísar svo í lýsingu sonarins. „Hann vissi ekkert hver þetta var eða hvaðan hún var að koma,“ segir Katrín. Konan hafi reynt að hrækja á strákinn, reynt að taka takkasíma hans og sagt marga ljóta hluti við hann. „Kallar hann heimskan og aumingja,“ segir Katrín. Sá tæplega sjö ára hafi reynt að koma sér undan á hjólinu sem átti aðeins að vera hans farartæki í og úr skóla. Ekki til að nýtast á flótta. „Hún ræðst á hann og hrindir honum. Hann dettur í jörðina og fer að skæla greyið. Hún hreytir einhverju í hann, að hann eigi bara að fara heim til sín að væla.“ Svo hafi bíll allt í einu birst og konan farið upp í bílinn. Málið ekki tilkynnt til lögreglu Sonurinn hafi strax farið til kennara og látið vita af því sem gerðist. Ekkert hafi verið gert. Foreldrarnir hafi verið hugsi yfir þessum viðbrögðum og héldu sjálf á fund lögreglu í morgun. Í framhaldinu var kallað eftir myndefni úr öryggismyndavél á svæðinu. Katrín segir upptökuna staðfesta frásögn sonarins. „Viðbragðið frá skólanum hefði mátt vera betra,“ segir Katrín. Skólastjóra Smáraskóla hafi vissulega blöskrað en lögregla hafi bent á að mikilvægt hefði verið að tilkynna hvað gerðist um leið. Í þeim tilgangi að fylgja málinu strax eftir. Katrín segir líðan sonarins eftir atvikum. Hann sé fótboltastrákur svo hann sé öllu vanur þegar komi að því að detta auk þess sem hann hafi verið með hjálm. Það sé andlega hliðin sem þau þurfi að passa upp á. Í ljósi afmælisdagsins á morgun ætli þau að reyna að gleyma þessu en þau séu meðvituð um að fara þurfi vel yfir málið með syninum. Leyfa afmælishelginni að líða „Skólinn bauð honum að fara til skólasálfræðingsins. Við ætlum að sjá hvernig helginni líður,“ segir Katrín. Bekkjarfélagar hans hafi sjálfir komið heim til sín í gærkvöldi og sagt frá því sem gerst hafði. Margir foreldrar hefðu ekki trúað krökkunum svo Katrín sagði frá því sem gerst hafði í spjallhópi foreldranna. Svo ákváðu þau að segja frá þessu á Facebook í dag eftir að hafa sofið á þeirri ákvörðun. „Við vildum fá fund með skólanum fyrst og tala við lögreglu,“ segir Katrín. Hún hafi sjálf ekki gert sér strax grein fyrir því hve alvarlegt málið væri. Skólastjóri Smáraskóla hafi bent þeim á að skólalóðir á Íslandi eru almennt opnar og því ekki hægt að útiloka komu óboðinna gesta þangað. Hún segist ekki sannfærð um að lausnin sé að loka skólalóðum en finnst málið umhugsunarvert. Viðkomandi glími að líkindum við geðrænan vanda og fólk í geðrofi geti ráfað inn á skólalóðir eins og aðra staði. Hún setur þetta í samhengi við að almennt þurfi að hlúa betur að börnum hér á landi. Vísar hún til nýlegra tíðinda úr samfélaginu þar sem börn ýmist hafa orðið fyrir ofbeldi, valið ofbeldi eða bíða mánuðum eða árum saman á biðlistum. „Það þarf að leggja niður pólitísk vopn og gera betur fyrir börn. Þarna er barn sjálft að fara frá skóla í frístund, sjö ára barn sem hefur engan þroska til að koma sér sjálft frá skóla í frístund. Mönnunarvandinn er mikill í frístund sem er bara orðið geymsluúrræði. Það er hræðilegt hvað börn eru orðin sjálfala eftir skóla.“ Skólastjóri tjáir sig ekki um málið Ljóst sé að Smáraskóli þurfi í það minnsta að uppfæra sína ferla. Þá nefnir Katrín aftur þann mikla eril á svæðinu í gær vegna Sjávarútvegssýningarinnar sem hófst á miðvikudag og lýkur í dag. „Af hverju er verið að halda svona sýningu í húsnæði við skólalóð? Það er fullt af öðrum íþróttahöllum sem eru ekki á skólalóð,“ segir Katrín. Foreldrar hafi fengið sinn skerf af tölvupóstum vegna ónæðis sökum sýningarinnar sem fylgir mikil bílaumferð um svæðið. „Íþróttaæfingum er frestað og við minnt á að passa börnin. Þetta er allt í lagi um helgar en ekki á virkum dögum á miðri skólalóð. Það bíður bara hættunni heim.“ Fréttastofa leitaði viðbragða Barkar Vígþórssonar, skólastjóra í Smáraskóla. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra barna. Heimir Ríkharðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi, staðfestir að málið sé á borði lögreglu og fái sinn farveg þar. Grunnskólar Kópavogur Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira
Sonur Katrínar Kristjönu Hjartardóttur var spenntur fyrir gærdeginum. Hann hjólaði sjálfur í skólann að morgni og mikil spenna enda sjö ára afmælisdagurinn sjálfur á morgun. Katrín lýsir því að hann hafi verið á leiðinni frá skólalóðinni yfir í frístund með vini sínum í gær. Mikill erill hafi verið á svæðinu en Sjávarútvegssýningin stendur yfir í Fífunni við hlið Smáraskóla. Fjölmargar frásagnir hafa verið af börnum sem lýsa því að hafa orðið fyrir aðkasti á höfuðborgarsvæðinu á árinu. Atvikið við Smáraskóla náðist á upptöku öryggismyndavélar. Kallaður heimskur og aumingi „Það sést á myndavélinni að þessi kona kemur úr undirgöngum við skólalóðina, kemur hlaupandi og fer beint í hann,“ segir Katrín og vísar svo í lýsingu sonarins. „Hann vissi ekkert hver þetta var eða hvaðan hún var að koma,“ segir Katrín. Konan hafi reynt að hrækja á strákinn, reynt að taka takkasíma hans og sagt marga ljóta hluti við hann. „Kallar hann heimskan og aumingja,“ segir Katrín. Sá tæplega sjö ára hafi reynt að koma sér undan á hjólinu sem átti aðeins að vera hans farartæki í og úr skóla. Ekki til að nýtast á flótta. „Hún ræðst á hann og hrindir honum. Hann dettur í jörðina og fer að skæla greyið. Hún hreytir einhverju í hann, að hann eigi bara að fara heim til sín að væla.“ Svo hafi bíll allt í einu birst og konan farið upp í bílinn. Málið ekki tilkynnt til lögreglu Sonurinn hafi strax farið til kennara og látið vita af því sem gerðist. Ekkert hafi verið gert. Foreldrarnir hafi verið hugsi yfir þessum viðbrögðum og héldu sjálf á fund lögreglu í morgun. Í framhaldinu var kallað eftir myndefni úr öryggismyndavél á svæðinu. Katrín segir upptökuna staðfesta frásögn sonarins. „Viðbragðið frá skólanum hefði mátt vera betra,“ segir Katrín. Skólastjóra Smáraskóla hafi vissulega blöskrað en lögregla hafi bent á að mikilvægt hefði verið að tilkynna hvað gerðist um leið. Í þeim tilgangi að fylgja málinu strax eftir. Katrín segir líðan sonarins eftir atvikum. Hann sé fótboltastrákur svo hann sé öllu vanur þegar komi að því að detta auk þess sem hann hafi verið með hjálm. Það sé andlega hliðin sem þau þurfi að passa upp á. Í ljósi afmælisdagsins á morgun ætli þau að reyna að gleyma þessu en þau séu meðvituð um að fara þurfi vel yfir málið með syninum. Leyfa afmælishelginni að líða „Skólinn bauð honum að fara til skólasálfræðingsins. Við ætlum að sjá hvernig helginni líður,“ segir Katrín. Bekkjarfélagar hans hafi sjálfir komið heim til sín í gærkvöldi og sagt frá því sem gerst hafði. Margir foreldrar hefðu ekki trúað krökkunum svo Katrín sagði frá því sem gerst hafði í spjallhópi foreldranna. Svo ákváðu þau að segja frá þessu á Facebook í dag eftir að hafa sofið á þeirri ákvörðun. „Við vildum fá fund með skólanum fyrst og tala við lögreglu,“ segir Katrín. Hún hafi sjálf ekki gert sér strax grein fyrir því hve alvarlegt málið væri. Skólastjóri Smáraskóla hafi bent þeim á að skólalóðir á Íslandi eru almennt opnar og því ekki hægt að útiloka komu óboðinna gesta þangað. Hún segist ekki sannfærð um að lausnin sé að loka skólalóðum en finnst málið umhugsunarvert. Viðkomandi glími að líkindum við geðrænan vanda og fólk í geðrofi geti ráfað inn á skólalóðir eins og aðra staði. Hún setur þetta í samhengi við að almennt þurfi að hlúa betur að börnum hér á landi. Vísar hún til nýlegra tíðinda úr samfélaginu þar sem börn ýmist hafa orðið fyrir ofbeldi, valið ofbeldi eða bíða mánuðum eða árum saman á biðlistum. „Það þarf að leggja niður pólitísk vopn og gera betur fyrir börn. Þarna er barn sjálft að fara frá skóla í frístund, sjö ára barn sem hefur engan þroska til að koma sér sjálft frá skóla í frístund. Mönnunarvandinn er mikill í frístund sem er bara orðið geymsluúrræði. Það er hræðilegt hvað börn eru orðin sjálfala eftir skóla.“ Skólastjóri tjáir sig ekki um málið Ljóst sé að Smáraskóli þurfi í það minnsta að uppfæra sína ferla. Þá nefnir Katrín aftur þann mikla eril á svæðinu í gær vegna Sjávarútvegssýningarinnar sem hófst á miðvikudag og lýkur í dag. „Af hverju er verið að halda svona sýningu í húsnæði við skólalóð? Það er fullt af öðrum íþróttahöllum sem eru ekki á skólalóð,“ segir Katrín. Foreldrar hafi fengið sinn skerf af tölvupóstum vegna ónæðis sökum sýningarinnar sem fylgir mikil bílaumferð um svæðið. „Íþróttaæfingum er frestað og við minnt á að passa börnin. Þetta er allt í lagi um helgar en ekki á virkum dögum á miðri skólalóð. Það bíður bara hættunni heim.“ Fréttastofa leitaði viðbragða Barkar Vígþórssonar, skólastjóra í Smáraskóla. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um málefni einstakra barna. Heimir Ríkharðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi, staðfestir að málið sé á borði lögreglu og fái sinn farveg þar.
Grunnskólar Kópavogur Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Sjá meira