Bóf-ar(ion)? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar 20. september 2024 11:02 Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana. Fyrir skömmu ákvað Arionbanki að hækka vexti á verðtryggðum lánum og gaf út tilkynningu sem skrifuð var á „bankísku“ - tungumáli sem venjulegt fólk skilur ekki (sennilega gert viljandi): „Breytingar á vöxtum verðtryggðra útlána eru meðal annars til komnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar.“ Þetta gæti allt eins verið á latínu! Síðan á eftir þessu kemur frekari romsa til að réttlæta hækkun upp á hálft prósentustig eða meira, sem er ekkert smá. Þessi hækkun þýðir auðvitað verulega hækkun afborgana fyrir lántakendur og því minni ráðstöfunartekjur þeirra og minni kaupmátt. Þetta er gert á sama tíma og samfélagið er rembast við að ná tökum á einu mesta verðbólguskeiði sem dunið hefur yfir landið (og er þó af nægu að taka). Í hvaða samfélagi búa þessir bankamenn? Tilgangurinn með öllu þessu er auðvitað að auka enn á hagnað bankanna, sem var þó gríðarlegur fyrir, árið 2023 var hann 83 milljarðar króna, sem var aukning um næstum 25% milli ára; takið eftir:áttatíu og þrjú þúsund milljónir (83.000.000.000). Já, bankarnir eru bókstaflega að springa úr peningum, enda bankastjórar þeirra með milljónir króna í laun á mánuði, Benedikt Gíslason, hjá Arion þar hæstur með tæpar 6 milljónir króna í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 70 milljónir í árslaun. Enginn einstaklingur sem getur titlað sig ,,bankastjóri“ er með tekjur á mánuði undir þremur milljónum, flestir þeirra eru nær fjórum milljónum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Einn þeirra hafði fengið 90% launahækkun á milli áranna 2022-23 samkvæmt Viðskiptablaðinu. Hjá almennu launafólki nema hækkanir í samningum yfirleitt nokkrum prósentum. Þetta er í raun eins og samsæri gegn almennu launafólki og almennum skuldurum og sýnir auðvitað þörfina á samfélagsbanka, þar sem unnið út frá hagsmunum almennings, en ekki hagsmunum gráðugra eigenda. Það þarf banka þar sem ,,rányrkja“ virðist ekki vera meginstefið í starfseminni. Íslandsbanki hermdi síðan eftir Arion og hækkaði einnig sína vexti. Taka skal fram að ríkið á stærsta hlutann í Íslandsbanka eða 42,5%, sem gerir þetta enn sérkennilegra. Þessi vaxtahækkun er blaut tuska framan í almenning og þær tilraunir samfélagsins að ná hér niður vöxtum og verðbólgu og sagt er að nú verði ,,allir verði að leggjast á eitt.“ En bara sumir. Og þeir sem verða mest fyrir þessu eru auðvitað viðkvæmustu hópar samfélgsins, láglaunafólk, barnafjölskyldur og slíkir hópar. Jónas Kristjánsson (1940-2018) fyrrum ritstjóri DV, skrifaði oft um það að bófar stjórnuðu hér á landi. Í pistli á frábæru bloggi sem hann hélt úti, jonas.is, skrifaði hann árið 2013: ,,Nýju bankarnir eru enn reknir af sams konar bófum og ráku gömlu bankana“ og heldur svo áfram þar sem hann segir að bankastjórar níðist á almenningi eins og þeir mögulega geti. Það er nákvæmlega þetta sem manni dettur í hug þegar jafn sérkennilegar ákvarðanir eru teknar og þessi vaxtahækkun er. Hvar eru tengsl þessa fólks við þann raunveruleika sem þjóðin býr við? Í hvaða fílabeinsturni starfa menn sem taka jafn fáránlegar ákvarðanir, á jafn fáránlegum tímapunkti og raun ber vitni? Hvar er eiginlega samstaðan með vaxta og verðbólgupíndri þjóð? Höfundur er stjórnmálafræðingur og skuldsettur Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Arion banki Fjármálafyrirtæki Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Stundum virðist vera sem svo að ákveðnir aðilar séu bara alls ekki í neinu sambandi við það sem er að gerast út í samfélaginu. Þá er ég auðvitað að tala um bankana. Fyrir skömmu ákvað Arionbanki að hækka vexti á verðtryggðum lánum og gaf út tilkynningu sem skrifuð var á „bankísku“ - tungumáli sem venjulegt fólk skilur ekki (sennilega gert viljandi): „Breytingar á vöxtum verðtryggðra útlána eru meðal annars til komnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar.“ Þetta gæti allt eins verið á latínu! Síðan á eftir þessu kemur frekari romsa til að réttlæta hækkun upp á hálft prósentustig eða meira, sem er ekkert smá. Þessi hækkun þýðir auðvitað verulega hækkun afborgana fyrir lántakendur og því minni ráðstöfunartekjur þeirra og minni kaupmátt. Þetta er gert á sama tíma og samfélagið er rembast við að ná tökum á einu mesta verðbólguskeiði sem dunið hefur yfir landið (og er þó af nægu að taka). Í hvaða samfélagi búa þessir bankamenn? Tilgangurinn með öllu þessu er auðvitað að auka enn á hagnað bankanna, sem var þó gríðarlegur fyrir, árið 2023 var hann 83 milljarðar króna, sem var aukning um næstum 25% milli ára; takið eftir:áttatíu og þrjú þúsund milljónir (83.000.000.000). Já, bankarnir eru bókstaflega að springa úr peningum, enda bankastjórar þeirra með milljónir króna í laun á mánuði, Benedikt Gíslason, hjá Arion þar hæstur með tæpar 6 milljónir króna í mánaðarlaun. Það gerir rúmlega 70 milljónir í árslaun. Enginn einstaklingur sem getur titlað sig ,,bankastjóri“ er með tekjur á mánuði undir þremur milljónum, flestir þeirra eru nær fjórum milljónum, samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Einn þeirra hafði fengið 90% launahækkun á milli áranna 2022-23 samkvæmt Viðskiptablaðinu. Hjá almennu launafólki nema hækkanir í samningum yfirleitt nokkrum prósentum. Þetta er í raun eins og samsæri gegn almennu launafólki og almennum skuldurum og sýnir auðvitað þörfina á samfélagsbanka, þar sem unnið út frá hagsmunum almennings, en ekki hagsmunum gráðugra eigenda. Það þarf banka þar sem ,,rányrkja“ virðist ekki vera meginstefið í starfseminni. Íslandsbanki hermdi síðan eftir Arion og hækkaði einnig sína vexti. Taka skal fram að ríkið á stærsta hlutann í Íslandsbanka eða 42,5%, sem gerir þetta enn sérkennilegra. Þessi vaxtahækkun er blaut tuska framan í almenning og þær tilraunir samfélagsins að ná hér niður vöxtum og verðbólgu og sagt er að nú verði ,,allir verði að leggjast á eitt.“ En bara sumir. Og þeir sem verða mest fyrir þessu eru auðvitað viðkvæmustu hópar samfélgsins, láglaunafólk, barnafjölskyldur og slíkir hópar. Jónas Kristjánsson (1940-2018) fyrrum ritstjóri DV, skrifaði oft um það að bófar stjórnuðu hér á landi. Í pistli á frábæru bloggi sem hann hélt úti, jonas.is, skrifaði hann árið 2013: ,,Nýju bankarnir eru enn reknir af sams konar bófum og ráku gömlu bankana“ og heldur svo áfram þar sem hann segir að bankastjórar níðist á almenningi eins og þeir mögulega geti. Það er nákvæmlega þetta sem manni dettur í hug þegar jafn sérkennilegar ákvarðanir eru teknar og þessi vaxtahækkun er. Hvar eru tengsl þessa fólks við þann raunveruleika sem þjóðin býr við? Í hvaða fílabeinsturni starfa menn sem taka jafn fáránlegar ákvarðanir, á jafn fáránlegum tímapunkti og raun ber vitni? Hvar er eiginlega samstaðan með vaxta og verðbólgupíndri þjóð? Höfundur er stjórnmálafræðingur og skuldsettur Íslendingur.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar