Alzheimer - mennska og mildi Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 21. september 2024 08:00 Hinn 21. september er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Við vitum öll, að heimurinn glímir við margskonar áskoranir og þær verða eingöngu tæklaðar með mennsku og mildi að leiðarljósi og það sama gildir um áskoranir okkar í hinu daglega lífi. Við hjá Alheimersamtökunum reynum að nýta okkur þessi sömu leiðarljós, mennsku og mildi, í þjónustu okkar við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra. Við vitum, að sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að hollt mataræði, líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna leggjum við mikla áherslu á við skjólstæðinga okkar og aðstandendur þeirra, að til þess að efla lífsgæði á þeirri vegferð sem framundan er, þá er afar brýnt að hafa í alltaf í huga: að halda daglegri rútínu er mikilvægt og skapar öryggi að hollt mataræði skiptir miklu máli að alls kyns hreyfing er af hinu góða að félagsleg tengsl eru undirstaða vellíðunar að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og við vitum að þessir þættir geta hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar Við vitum líka, að líðan skjólstæðinga okkar er margs konar, þeir geta verið áhyggjufullir, óöruggir og kvíðnir því einföldustu athafnir daglegs lífs eru þeim stundum um megn því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera, þeir eru einfaldlega að missa færni til þess. Þá skiptir máli að við hin sýnum mennsku og mildi þegar við tölum saman og leiðbeinum í þessum erfiðu aðstæðum. Við skulum hafa í huga að í einstaklingi með heilabilun búa áfram tilfinningar og aðgát skal höfð í nærveru sálar. En við skulum líka hafa í huga að hugsanlega skynjar einstaklingur með heilabilun að fólkið hans hefur enn meiri áhyggjur en hann sjálfur, það finni líka fyrir kvíða, óöryggi og pínu örvæntingu og slík skynjun getur brotist út með ýmsum hætti en þá reynir á okkur hin að muna að sýna mennsku og mildi í öllum samskiptum. Við skulum alltaf hafa í huga að það er ekki bara svartnætti framundan þó sjúkdómurinn sé grimmur, það er líka von og það er margt sem við getum gert. Við getum til dæmis stuðlað að því að einstaklingur með heilabilun skynji væntumþykju og virðingu í sinn garð og að sjállfsvirðingu og sjálfsálitið sé haldið við. Það er okkar innleg og við getum vonandi jafnframt bætt líðan viðkomandi. Við vitum, að á þessari vegferð eru skrefin mörg og misjöfn en það er frumskylda samfélagsins að sjá til þess að þjónusta sé fyrir hendi í þessum sjúkdómi sem öðrum. Það á ekki að færa ábyrgðina yfir á aðstandendur og þeirra sé að sjá um einstaklinga sem greinast með heilabilun. Heilbrigðis- og félagslegakerfið þurfa að byggja brýr sín á milli til að auka þjónustuúræði og leita allra leiða til að efla lífsgæði þessara einstaklinga. Það mun ekki standa á Alzheimersamtökunum að taka þátt í þeirri vegferð. Að lokum minni ég alla á ráðstefnu okkar „Taktu málin í þínar hendur“ sem hefst klukkann 12:30 á Hótel Reykjavík Grand og einnig á frábæra fyrirlestra sem verða í Seiglunni 23. og 24. september en nálgast má frekari upplýsingar á alzheimer.is. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hinn 21. september er Alþjóðlegur dagur Alzheimer og mig langar að minna okkur öll á þau sem gleyma, þau sem eru greind með Alzheimer eða aðra tegund heilabilunar og hvað við hin getum gert til að efla lífsgæði þeirra. Við vitum öll, að heimurinn glímir við margskonar áskoranir og þær verða eingöngu tæklaðar með mennsku og mildi að leiðarljósi og það sama gildir um áskoranir okkar í hinu daglega lífi. Við hjá Alheimersamtökunum reynum að nýta okkur þessi sömu leiðarljós, mennsku og mildi, í þjónustu okkar við skjólstæðinga og aðstandendur þeirra. Við vitum, að sýnt hefur verið fram á í rannsóknum að hollt mataræði, líkamleg, félagsleg og andleg heilsa skiptir verulegu máli og þess vegna leggjum við mikla áherslu á við skjólstæðinga okkar og aðstandendur þeirra, að til þess að efla lífsgæði á þeirri vegferð sem framundan er, þá er afar brýnt að hafa í alltaf í huga: að halda daglegri rútínu er mikilvægt og skapar öryggi að hollt mataræði skiptir miklu máli að alls kyns hreyfing er af hinu góða að félagsleg tengsl eru undirstaða vellíðunar að reyna á heilann með ýmsum þrautum kemur öllum til góða og við vitum að þessir þættir geta hamlað framgangi Alzheimer/heilabilunar Við vitum líka, að líðan skjólstæðinga okkar er margs konar, þeir geta verið áhyggjufullir, óöruggir og kvíðnir því einföldustu athafnir daglegs lífs eru þeim stundum um megn því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera, þeir eru einfaldlega að missa færni til þess. Þá skiptir máli að við hin sýnum mennsku og mildi þegar við tölum saman og leiðbeinum í þessum erfiðu aðstæðum. Við skulum hafa í huga að í einstaklingi með heilabilun búa áfram tilfinningar og aðgát skal höfð í nærveru sálar. En við skulum líka hafa í huga að hugsanlega skynjar einstaklingur með heilabilun að fólkið hans hefur enn meiri áhyggjur en hann sjálfur, það finni líka fyrir kvíða, óöryggi og pínu örvæntingu og slík skynjun getur brotist út með ýmsum hætti en þá reynir á okkur hin að muna að sýna mennsku og mildi í öllum samskiptum. Við skulum alltaf hafa í huga að það er ekki bara svartnætti framundan þó sjúkdómurinn sé grimmur, það er líka von og það er margt sem við getum gert. Við getum til dæmis stuðlað að því að einstaklingur með heilabilun skynji væntumþykju og virðingu í sinn garð og að sjállfsvirðingu og sjálfsálitið sé haldið við. Það er okkar innleg og við getum vonandi jafnframt bætt líðan viðkomandi. Við vitum, að á þessari vegferð eru skrefin mörg og misjöfn en það er frumskylda samfélagsins að sjá til þess að þjónusta sé fyrir hendi í þessum sjúkdómi sem öðrum. Það á ekki að færa ábyrgðina yfir á aðstandendur og þeirra sé að sjá um einstaklinga sem greinast með heilabilun. Heilbrigðis- og félagslegakerfið þurfa að byggja brýr sín á milli til að auka þjónustuúræði og leita allra leiða til að efla lífsgæði þessara einstaklinga. Það mun ekki standa á Alzheimersamtökunum að taka þátt í þeirri vegferð. Að lokum minni ég alla á ráðstefnu okkar „Taktu málin í þínar hendur“ sem hefst klukkann 12:30 á Hótel Reykjavík Grand og einnig á frábæra fyrirlestra sem verða í Seiglunni 23. og 24. september en nálgast má frekari upplýsingar á alzheimer.is. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna.
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson Skoðun