Viðskiptaþvinganir gegn Ísrael Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 20. september 2024 09:03 Eftir heilt ár af linnulausum og grimmilegum hernaði Ísraels gagnvart Palestínumönnum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá lengur. Brýnt er að ríki heims taki sig saman um aðgerðir sem setja raunverulegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld. Stórt skref í þá átt var stigið á miðvikudag þegar Ísland var í hópi 124 ríkja sem samþykkti ályktun um Palestínu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem þess er krafist að Ísrael endi ólöglegt hernám sitt á Gaza. Í ályktuninni var einnig hvatt til þess að ríki beiti refsiaðgerðum gegn Ísrael og raunar öllum sem styðja viðveru Ísraels á Gaza auk þess að stöðva vopnaflutning og vopnasölu til Ísraels. Markmið alþjóðlegra þvingunaraðgerða er að viðhalda friði og öryggi og/eða tryggja virðingu fyrir mannfrelsi og mannréttindum. Ályktun allsherjarþingsins er ekki lagalega bindandi en svo breiður stuðningur við hana endurspeglar álit alþjóðarsamfélagsins. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að niðurstaða þingsins væri vendipunktur í baráttu Palestínumanna fyrir frelsi og réttlæti, skýr skilaboð alþjóðasamfélagsins um að hernám Ísraela verði að líða undir lok. Ísland framfylgir nú þegar þvingunaraðgerðum gagnvart 30 ríkjum, auk hryðjuverkasamtaka. Hérlendis eru þvingunaraðgerðir ákveðnar í samvinnu við alþjóðastofnanir, ríkjahópa eða samstarfsþjóðir samkvæmt lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Síðastliðin ár hef ég árlega lagt fram tillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að grípa til nauðsynlegra ráðstafana annars vegar til að merkja uppruna vara sem framleiddar eru á hernumdum svæðum Palestínu með viðeigandi hætti og hins vegar til að gera Palestínumönnum kleift að nýta sér kosti fríverslunarsamnings EFTA og Palestínu. Sú tillaga er að sjálfsögðu enn góðra gjalda verð en í ljósi þeirra stanslausu voðaverka sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að síðast tæpa árið er full ástæða til að ganga lengra. Í síðustu viku lagði ég því fram þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórn Íslands er falið að beita sér fyrir því að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael vegna framgöngu Ísraelshers í Palestínu. Viðskipti milli Íslands og Ísraels eru óveruleg og einhliða viðskiptaþvinganir af Íslands hálfu hefðu einungis táknræn áhrif hérlendis en lítil sem engin áhrif á viðskiptahagsmuni Ísraels. Öðru máli gegnir ef helstu samstarfsríki, að frumkvæði Íslands, tækju sig saman um slíkar aðgerðir, hvort sem væri Norðurlandaþjóðirnar saman eða ríki Evrópska efnahagssvæðisins. Árið 2011 viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Svíþjóð hefur sömuleiðis viðurkennt sjálfstæði Palestínu og nýlega hafa Noregur, Írland og Spánn einnig bæst í hópinn. Það er löngu tímabært að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael. Það mætti hugsa sér að slíkt yrði t.d. gert í samráði og samtali við þess lönd. Afstaða Íslands í fyrrnefndri ályktun Allsherjarþingsins og því sem kemur þar fram gefur til kynna að ekkert sé því til fyrirstöðu að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu mína. Ef 124 ríki gátu komið sér saman um að samþykkja þessa ályktun, þar á meðal Ísland, hlýtur Alþingi að geta komist að sömu niðurstöðu. Þjóðarmorðinu á Gaza verður að linna og við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða. Alþjóðlegar viðskiptaþvinganir geta gegnt veigamiklu hlutverki í því. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri græn Utanríkismál Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Eftir heilt ár af linnulausum og grimmilegum hernaði Ísraels gagnvart Palestínumönnum getur alþjóðasamfélagið ekki setið hjá lengur. Brýnt er að ríki heims taki sig saman um aðgerðir sem setja raunverulegan þrýsting á ísraelsk stjórnvöld. Stórt skref í þá átt var stigið á miðvikudag þegar Ísland var í hópi 124 ríkja sem samþykkti ályktun um Palestínu á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem þess er krafist að Ísrael endi ólöglegt hernám sitt á Gaza. Í ályktuninni var einnig hvatt til þess að ríki beiti refsiaðgerðum gegn Ísrael og raunar öllum sem styðja viðveru Ísraels á Gaza auk þess að stöðva vopnaflutning og vopnasölu til Ísraels. Markmið alþjóðlegra þvingunaraðgerða er að viðhalda friði og öryggi og/eða tryggja virðingu fyrir mannfrelsi og mannréttindum. Ályktun allsherjarþingsins er ekki lagalega bindandi en svo breiður stuðningur við hana endurspeglar álit alþjóðarsamfélagsins. Riyad Mansour, sendiherra Palestínu hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að niðurstaða þingsins væri vendipunktur í baráttu Palestínumanna fyrir frelsi og réttlæti, skýr skilaboð alþjóðasamfélagsins um að hernám Ísraela verði að líða undir lok. Ísland framfylgir nú þegar þvingunaraðgerðum gagnvart 30 ríkjum, auk hryðjuverkasamtaka. Hérlendis eru þvingunaraðgerðir ákveðnar í samvinnu við alþjóðastofnanir, ríkjahópa eða samstarfsþjóðir samkvæmt lögum um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Síðastliðin ár hef ég árlega lagt fram tillögu þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að grípa til nauðsynlegra ráðstafana annars vegar til að merkja uppruna vara sem framleiddar eru á hernumdum svæðum Palestínu með viðeigandi hætti og hins vegar til að gera Palestínumönnum kleift að nýta sér kosti fríverslunarsamnings EFTA og Palestínu. Sú tillaga er að sjálfsögðu enn góðra gjalda verð en í ljósi þeirra stanslausu voðaverka sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að síðast tæpa árið er full ástæða til að ganga lengra. Í síðustu viku lagði ég því fram þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórn Íslands er falið að beita sér fyrir því að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael vegna framgöngu Ísraelshers í Palestínu. Viðskipti milli Íslands og Ísraels eru óveruleg og einhliða viðskiptaþvinganir af Íslands hálfu hefðu einungis táknræn áhrif hérlendis en lítil sem engin áhrif á viðskiptahagsmuni Ísraels. Öðru máli gegnir ef helstu samstarfsríki, að frumkvæði Íslands, tækju sig saman um slíkar aðgerðir, hvort sem væri Norðurlandaþjóðirnar saman eða ríki Evrópska efnahagssvæðisins. Árið 2011 viðurkenndi Ísland Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki. Svíþjóð hefur sömuleiðis viðurkennt sjálfstæði Palestínu og nýlega hafa Noregur, Írland og Spánn einnig bæst í hópinn. Það er löngu tímabært að alþjóðlegum viðskiptaþvingunum verði komið á gagnvart Ísrael. Það mætti hugsa sér að slíkt yrði t.d. gert í samráði og samtali við þess lönd. Afstaða Íslands í fyrrnefndri ályktun Allsherjarþingsins og því sem kemur þar fram gefur til kynna að ekkert sé því til fyrirstöðu að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu mína. Ef 124 ríki gátu komið sér saman um að samþykkja þessa ályktun, þar á meðal Ísland, hlýtur Alþingi að geta komist að sömu niðurstöðu. Þjóðarmorðinu á Gaza verður að linna og við getum lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að svo megi verða. Alþjóðlegar viðskiptaþvinganir geta gegnt veigamiklu hlutverki í því. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun