Senda vopnaða menn á svæðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2024 14:59 Vopnaðir lögreglumenn voru sendir á staðinn með bolvíska björgunarbátnum Kobba Láka. Þá eru sérþjálfaðir menn á vegum Landhelgisgæslunnar á leið á vettvang með þyrlu. Landsbjörg Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. Þetta segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Tilkynningin barst rétt fyrir klukkan tvö frá einstaklingi sem er þarna í sumarhúsi. Við teljum upplýsingarnar réttar, en við höfum ekki náð aftur í viðkomandi. En reiknum með því að þetta sé rétt þar til annað kemur í ljós“ segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu sé viðkomandi einn í húsinu. Senda vopnaða menn á sjó og í lofti Tveir lögreglumenn frá Ísafirði hafa verið sendir á svæðið með bolvískum björgunarbáti, auk þess sem sérþjálfaðir menn eru á leið á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þeir eru, líkt og lögreglumennirnir, vopnaðir og við öllu búnir að sögn Helga. Hann segir ekki ljóst á þessari stundu hvort sá sem tilkynnti um dýrið, né aðrir, séu í bráðri hættu. „Við getum ekki svarað því. Vonandi ekki.“ Umhverfisstofnun gert viðvart Helgi segir alltaf haft samband við Umhverfisstofnun þegar grunur kvikni um að hvítabirnir hafi gengið á land. „Hvort þeir geti gert ráðstafanir til að bjarga viðkomandi dýri. Í þessu tilfelli er það ekki hægt.“ Lögregla sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins klukkan 14:13: Tilkynning um hvítabjörn. Nú fyrir skömmu síðan fékk lögreglan tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Lögreglan á Vestfjörðum hefur, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, kallað út þyrlu LHG ásamt því að björgunarbáturinn Kobbi Láka er nú þegar farinn af stað með tvo lögreglumenn frá Ísafirði. Ætlunin er að tryggja öryggi þess fólks sem kann að vera á svæðinu. Fólk sem er á svæðinu er hvatt til þess að halda sig innandyra og hafa varann á sér þar til lögreglan gefur út frekari tilkynningar. Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu um framvindu málsins. Ísafjarðarbær Dýr Hornstrandir Landhelgisgæslan Lögreglumál Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Þetta segir Helgi Jensson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við fréttastofu. „Tilkynningin barst rétt fyrir klukkan tvö frá einstaklingi sem er þarna í sumarhúsi. Við teljum upplýsingarnar réttar, en við höfum ekki náð aftur í viðkomandi. En reiknum með því að þetta sé rétt þar til annað kemur í ljós“ segir Helgi. Samkvæmt upplýsingum lögreglu sé viðkomandi einn í húsinu. Senda vopnaða menn á sjó og í lofti Tveir lögreglumenn frá Ísafirði hafa verið sendir á svæðið með bolvískum björgunarbáti, auk þess sem sérþjálfaðir menn eru á leið á vettvang með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þeir eru, líkt og lögreglumennirnir, vopnaðir og við öllu búnir að sögn Helga. Hann segir ekki ljóst á þessari stundu hvort sá sem tilkynnti um dýrið, né aðrir, séu í bráðri hættu. „Við getum ekki svarað því. Vonandi ekki.“ Umhverfisstofnun gert viðvart Helgi segir alltaf haft samband við Umhverfisstofnun þegar grunur kvikni um að hvítabirnir hafi gengið á land. „Hvort þeir geti gert ráðstafanir til að bjarga viðkomandi dýri. Í þessu tilfelli er það ekki hægt.“ Lögregla sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu vegna málsins klukkan 14:13: Tilkynning um hvítabjörn. Nú fyrir skömmu síðan fékk lögreglan tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Lögreglan á Vestfjörðum hefur, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, kallað út þyrlu LHG ásamt því að björgunarbáturinn Kobbi Láka er nú þegar farinn af stað með tvo lögreglumenn frá Ísafirði. Ætlunin er að tryggja öryggi þess fólks sem kann að vera á svæðinu. Fólk sem er á svæðinu er hvatt til þess að halda sig innandyra og hafa varann á sér þar til lögreglan gefur út frekari tilkynningar. Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu um framvindu málsins.
Tilkynning um hvítabjörn. Nú fyrir skömmu síðan fékk lögreglan tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. Lögreglan á Vestfjörðum hefur, að höfðu samráði við Umhverfisstofnun, kallað út þyrlu LHG ásamt því að björgunarbáturinn Kobbi Láka er nú þegar farinn af stað með tvo lögreglumenn frá Ísafirði. Ætlunin er að tryggja öryggi þess fólks sem kann að vera á svæðinu. Fólk sem er á svæðinu er hvatt til þess að halda sig innandyra og hafa varann á sér þar til lögreglan gefur út frekari tilkynningar. Lögreglan mun senda frá sér tilkynningu um framvindu málsins.
Ísafjarðarbær Dýr Hornstrandir Landhelgisgæslan Lögreglumál Björgunarsveitir Ísbirnir Tengdar fréttir Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Sjá meira
Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26