Akureyrarbær greiðir götu kvennaathvarfs á Akureyri eins og kostur er Ásthildur Sturludóttir skrifar 19. september 2024 07:31 Frá því undirbúningur að opnun kvennaathvarfs á Akureyri hófst sumarið 2020 hefur Akureyrarbær greitt götu þess eftir mætti, enda er okkur fyllilega ljóst mikilvægi þess góða starfs sem Samtök um kvennaathvarf vinna. Það var því mikið fagnaðarefni og stórt framfaraskref fyrir íbúa Norður- og Austurlands þegar kvennaathvarf á Akureyri var opnað og frá upphafi hefur Akureyrarbær stutt við starfsemina með ráðum og dáð, nú síðast með 1,5 milljóna króna styrk fyrir árið 2024. Okkur er mikið í mun að starfsemi samtakanna nái góðri fótfestu á landsbyggðinni líkt og á höfuðborgarsvæðinu. Þörfin er því miður brýn. Nú stendur kvennaathvarf á Akureyri hins vegar frammi fyrir alvarlegum húsnæðisvanda frá og með næstu áramótum. Leitað hefur verið til Akureyrarbæjar um húsnæði til leigu en því miður hefur sveitarfélagið ekki yfir að ráða óráðstöfuðu húsnæði sem gæti hentað starfseminni. Samtök um kvennaathvarf eiga húsnæði til eigin nota á höfuðborgarsvæðinu og hafa nú á prjónunum að byggja betri húsakost syðra. Það væri öllum til heilla að kvennaathvarf á Akureyri kæmist af leigumarkaði og gæti eignast þak yfir höfuðið á Akureyri líka. Akureyrarbær mun í einu og öllu greiða götu samtakanna til að svo geti orðið og til þess að samfella geti haldist í hinu mikla framlagi þeirra til að stuðla að velferð kvenna sem búa við óboðlegar aðstæður og eiga undir högg að sækja. Við viljum sannarlega allt til þess vinna að kvennaathvarf verði á Akureyri til frambúðar. Þörfin er því miður brýn. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Frá því undirbúningur að opnun kvennaathvarfs á Akureyri hófst sumarið 2020 hefur Akureyrarbær greitt götu þess eftir mætti, enda er okkur fyllilega ljóst mikilvægi þess góða starfs sem Samtök um kvennaathvarf vinna. Það var því mikið fagnaðarefni og stórt framfaraskref fyrir íbúa Norður- og Austurlands þegar kvennaathvarf á Akureyri var opnað og frá upphafi hefur Akureyrarbær stutt við starfsemina með ráðum og dáð, nú síðast með 1,5 milljóna króna styrk fyrir árið 2024. Okkur er mikið í mun að starfsemi samtakanna nái góðri fótfestu á landsbyggðinni líkt og á höfuðborgarsvæðinu. Þörfin er því miður brýn. Nú stendur kvennaathvarf á Akureyri hins vegar frammi fyrir alvarlegum húsnæðisvanda frá og með næstu áramótum. Leitað hefur verið til Akureyrarbæjar um húsnæði til leigu en því miður hefur sveitarfélagið ekki yfir að ráða óráðstöfuðu húsnæði sem gæti hentað starfseminni. Samtök um kvennaathvarf eiga húsnæði til eigin nota á höfuðborgarsvæðinu og hafa nú á prjónunum að byggja betri húsakost syðra. Það væri öllum til heilla að kvennaathvarf á Akureyri kæmist af leigumarkaði og gæti eignast þak yfir höfuðið á Akureyri líka. Akureyrarbær mun í einu og öllu greiða götu samtakanna til að svo geti orðið og til þess að samfella geti haldist í hinu mikla framlagi þeirra til að stuðla að velferð kvenna sem búa við óboðlegar aðstæður og eiga undir högg að sækja. Við viljum sannarlega allt til þess vinna að kvennaathvarf verði á Akureyri til frambúðar. Þörfin er því miður brýn. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar