Það var snemma ljóst að PSG væri sterkara liðið en Gazzaniga stóð vaktina vel í marki Girona og stefndi í markalaust jafntefli. Það reyndist ekki raunin þar sem Gazzaniga missti fyrirgjöf Nuno Mendes í gegnum klof sitt og þaðan í netið.
Fyrirgjöfin hafði örlitla viðkomu í varnarmanni Girona á leið sinni í hendur Gazzaniga en á einhvern hátt tókst markverðinum að verpa eggi og missa boltann klaufalega milli fóta sér. Lokatölur í París 1-0 og heimamenn byrja tímabilið í Meistaradeildinni á naumum sigri.
Paris leave it late 🔴🔵#UCL pic.twitter.com/aHvUMsFyMC
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 18, 2024
Önnur úrslit kvöldsins
- Bologna 0-0 Shakhtar Donetsk
- Sparta Prag 3-0 Salzburg
- Celtic 5-1 Slovan Bratislava
- Club Brugge 0-3 Borussia Dortmund
Jamie Gittens on the ultimate stage ⚫️🟡#UCL pic.twitter.com/RRo2EKBqW9
— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 18, 2024