Höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar verða á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. september 2024 22:02 Sigrún Ágústsdóttir, nýr forstjóri Náttúruverndarstofu á kynningunni á Hvolsvelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil tilhlökkun og ánægja er á Hvolsvelli með þá staðreynd að höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar, Náttúruverndarstofnunar verði á staðnum og skapi þannig nokkur ný störf. Nýja stofnunin tekur til starfa um næstu áramót. Starfsfólk á skrifstofu Rangárþings eystra, ásamt öðrum góðum gestum kom saman í ráðhúsinu á Hvolsvelli í morgun, ásamt Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra þar sem hann kynnti nýju stofnunina, sem mun taka formlega til starfa um næstu áramót. Alls munu um 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni vítt og breitt um landið en höfuðstöðvarnar verða í sama húsnæði og skrifstofur Rangárþings eystra við Austurveg 4 á Hvolsvelli. Guðlaugur Þór að kynna nýju stofnunina á fundinum á Hvolsvelli í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að færa störfin þar sem verkefnin eru og við erum að færa hér höfuðstöðvarnar á þennan góða stað og það verður ekkert aftur snúið, þetta er dagurinn, sem það er klárað,” segir Guðlaugur Þór. Samhliða nýju stofnunni á Hvolsvelli var tilkynnt um nýjan forstjóra hennar en það er Sigrúnu Ágústsdóttir, sem hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020. Það var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar. Mikil ánægja er hjá íbúum og öðrum með þá ákvörðun að höfuðstöðvarnar verði á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru verkefni, sem dreifast um allt land eins og ráðherrann nefndi þar, sem verkefnin eru. Þetta eru jöklaþjóðgarðarnir tveir, hin ógnarstóri og glæsilegi Vatnajökulsþjóðgarður hér til austurs og Snæfellsjökulsþjóðgarður til vesturs en friðlýst svæði eru um 130 á Íslandi, vissuð þið það,” sagði Sigrún meðal annars í ávarpi sínu. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur talað fyrir störfum án staðsetningar og flutningi ríkisstofnana út á land, árum saman og nú er þessi nýja stofnun orðin að veruleika í sveitarfélaginu. „Við erum búin að tala um það í áraraðir og tala fyrir þessu að færa ríkisstofnanir út á land og festa störf úti á landi. Þannig að við erum alsæl með þetta og hlökkum til að fá Náttúruverndarstofnun hingað til okkar,” segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er alsæll með nýju stofnunina, sem opnar á Hvolsvelli formlega um næstu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er alsæll með bæði daginn og ákvörðunina, þetta er góð ákvörðun fyrir Ísland og ég hlakka til að vinna með þessu góða fólki, sem er í þessari nýju sameinuðu stofnun,” bætir Guðlaugur Þór við. Og þetta í lokin frá nýjum forstjóra Náttúruverndarstofnunar, Sigrúnu Ágústsdóttur. „Gætum vel að íslenskri náttúru og leyfum henni að þróast fallega inn í framtíðina.” Gestur Pétursson, sem er nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Byggðamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Starfsfólk á skrifstofu Rangárþings eystra, ásamt öðrum góðum gestum kom saman í ráðhúsinu á Hvolsvelli í morgun, ásamt Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra þar sem hann kynnti nýju stofnunina, sem mun taka formlega til starfa um næstu áramót. Alls munu um 75 starfsmenn vinna hjá stofnuninni vítt og breitt um landið en höfuðstöðvarnar verða í sama húsnæði og skrifstofur Rangárþings eystra við Austurveg 4 á Hvolsvelli. Guðlaugur Þór að kynna nýju stofnunina á fundinum á Hvolsvelli í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að færa störfin þar sem verkefnin eru og við erum að færa hér höfuðstöðvarnar á þennan góða stað og það verður ekkert aftur snúið, þetta er dagurinn, sem það er klárað,” segir Guðlaugur Þór. Samhliða nýju stofnunni á Hvolsvelli var tilkynnt um nýjan forstjóra hennar en það er Sigrúnu Ágústsdóttir, sem hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2020. Það var líka sagt frá því að Gestur Pétursson yrði nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar. Mikil ánægja er hjá íbúum og öðrum með þá ákvörðun að höfuðstöðvarnar verði á Hvolsvelli.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta eru verkefni, sem dreifast um allt land eins og ráðherrann nefndi þar, sem verkefnin eru. Þetta eru jöklaþjóðgarðarnir tveir, hin ógnarstóri og glæsilegi Vatnajökulsþjóðgarður hér til austurs og Snæfellsjökulsþjóðgarður til vesturs en friðlýst svæði eru um 130 á Íslandi, vissuð þið það,” sagði Sigrún meðal annars í ávarpi sínu. Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur talað fyrir störfum án staðsetningar og flutningi ríkisstofnana út á land, árum saman og nú er þessi nýja stofnun orðin að veruleika í sveitarfélaginu. „Við erum búin að tala um það í áraraðir og tala fyrir þessu að færa ríkisstofnanir út á land og festa störf úti á landi. Þannig að við erum alsæl með þetta og hlökkum til að fá Náttúruverndarstofnun hingað til okkar,” segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra. Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er alsæll með nýju stofnunina, sem opnar á Hvolsvelli formlega um næstu áramót.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er alsæll með bæði daginn og ákvörðunina, þetta er góð ákvörðun fyrir Ísland og ég hlakka til að vinna með þessu góða fólki, sem er í þessari nýju sameinuðu stofnun,” bætir Guðlaugur Þór við. Og þetta í lokin frá nýjum forstjóra Náttúruverndarstofnunar, Sigrúnu Ágústsdóttur. „Gætum vel að íslenskri náttúru og leyfum henni að þróast fallega inn í framtíðina.” Gestur Pétursson, sem er nýr forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Stjórnsýsla Byggðamál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent