Afnemum launamisrétti Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 18. september 2024 11:03 Hvenær byrjaðir þú að vinna launalaust í dag, kona góð? Þessi spurning á að vera fjarstæðukennd í samtímanum en verður því miður raunverulegt álitamál þangað til launamun kynjanna hefur verið útrýmt. Við sem samfélag hyglum enn hinu karllæga, feðraveldið lifir góðu lífi og framlag kvenna til samfélagsins er gjaldfellt. Vanmat á kvennastörfum er ein helsta ástæða kynbundins launamunar. Alþjóðlegur jafnlaunadagur í dag Ísland tók frumkvæði að því að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna lýsti daginn í dag, 18. september, alþjóðlegan jafnlaunadag. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmiðið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga. Í ár stendur sendiráð Íslands í París fyrir viðburði þar sem sjónum verður beint að launamun í íþróttum, sem er viðeigandi nú þegar Ólympíuleikum er nýlokið í París. Launamunur kynja verður að heyra sögunni til Við Íslendingar þurfum að líta okkur nær. Sjálfsmynd okkar byggir á því að Ísland sé jafnréttisparadís, og við mælumst efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna. En, það segir ekki alla söguna. Enn fyrirfinnst launamunur þó gripið hafi verið til margvíslegra aðgerða undanfarin ár og umtalsverður árangur þegar náðst. Góður árangur hefur náðst með jafnlaunavottun sem nær til fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn eða fleiri á ársgrundvelli. Markmiðið með jafnlaunavottun er að tryggja sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Nú hafa 616 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun og nær vottunin því til meginþorra vinnumarkaðarins eða ríflega 83% starfsfólks sem lögin ná til. Jafnlaunavottun fjallar þó aðeins um mat starfa og laun innan hverrar stofnunar eða fyrirtækis fyrir sig en tryggir ekki að virði starfa sé metið þvert á vinnustaði samfélagsins. Nauðsynlegt er að beita víðtækari nálgun. Ólík störf geta verið jafn verðmæt þó gamaldags gildismat um hvað einkenni hefðbundin kvennastörf byrgi okkur sýn. Virðismatskerfi: Ný nálgun á afnám launamisréttis kynjanna Í kjarasamningum sem náðust á almennum vinnumarkaði í vor er ein af aðgerðum stjórnvalda að innleiða í áföngum virðismatskerfi sem felur í sér breiðari nálgun á mati á virði starfa en áður hefur verið notuð hjá ríkinu. Aðgerðahópur sem mun stýra vinnunni var skipaður í síðustu viku. Ég sem ráðherra jafnréttismála og vinnumarkaðsmála bind miklar vonir við að virðismatskerfi sé það tæki sem við þurfum til að geta markvisst haldið áfram að afnema launamun kynjanna. Og, útrýma þeim mun. Launamisrétti er eitt af því sem stendur okkur helst fyrir þrifum í að ná raunverulegu jafnrétti kynjanna. Jöfn laun snúast um svo miklu meira en bara launaseðilinn. Launamunur leiðir til minna fjárhagslegs sjálfstæðis og skertra lífeyrisréttinda í ellinni sem jaðarsetur konur og gerir þær háðar mökum um afkomu sína. Afnám launamisréttis er einn stærsti þátturinn í jafnréttisbaráttunni. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Kjaramál Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Hvenær byrjaðir þú að vinna launalaust í dag, kona góð? Þessi spurning á að vera fjarstæðukennd í samtímanum en verður því miður raunverulegt álitamál þangað til launamun kynjanna hefur verið útrýmt. Við sem samfélag hyglum enn hinu karllæga, feðraveldið lifir góðu lífi og framlag kvenna til samfélagsins er gjaldfellt. Vanmat á kvennastörfum er ein helsta ástæða kynbundins launamunar. Alþjóðlegur jafnlaunadagur í dag Ísland tók frumkvæði að því að mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna lýsti daginn í dag, 18. september, alþjóðlegan jafnlaunadag. Markmiðið með deginum er að vekja athygli á launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmiðið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga. Í ár stendur sendiráð Íslands í París fyrir viðburði þar sem sjónum verður beint að launamun í íþróttum, sem er viðeigandi nú þegar Ólympíuleikum er nýlokið í París. Launamunur kynja verður að heyra sögunni til Við Íslendingar þurfum að líta okkur nær. Sjálfsmynd okkar byggir á því að Ísland sé jafnréttisparadís, og við mælumst efst á lista Alþjóðaefnahagsráðsins yfir jafnrétti kynjanna. En, það segir ekki alla söguna. Enn fyrirfinnst launamunur þó gripið hafi verið til margvíslegra aðgerða undanfarin ár og umtalsverður árangur þegar náðst. Góður árangur hefur náðst með jafnlaunavottun sem nær til fyrirtækja og stofnana með 25 starfsmenn eða fleiri á ársgrundvelli. Markmiðið með jafnlaunavottun er að tryggja sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Nú hafa 616 fyrirtæki og stofnanir öðlast jafnlaunavottun og nær vottunin því til meginþorra vinnumarkaðarins eða ríflega 83% starfsfólks sem lögin ná til. Jafnlaunavottun fjallar þó aðeins um mat starfa og laun innan hverrar stofnunar eða fyrirtækis fyrir sig en tryggir ekki að virði starfa sé metið þvert á vinnustaði samfélagsins. Nauðsynlegt er að beita víðtækari nálgun. Ólík störf geta verið jafn verðmæt þó gamaldags gildismat um hvað einkenni hefðbundin kvennastörf byrgi okkur sýn. Virðismatskerfi: Ný nálgun á afnám launamisréttis kynjanna Í kjarasamningum sem náðust á almennum vinnumarkaði í vor er ein af aðgerðum stjórnvalda að innleiða í áföngum virðismatskerfi sem felur í sér breiðari nálgun á mati á virði starfa en áður hefur verið notuð hjá ríkinu. Aðgerðahópur sem mun stýra vinnunni var skipaður í síðustu viku. Ég sem ráðherra jafnréttismála og vinnumarkaðsmála bind miklar vonir við að virðismatskerfi sé það tæki sem við þurfum til að geta markvisst haldið áfram að afnema launamun kynjanna. Og, útrýma þeim mun. Launamisrétti er eitt af því sem stendur okkur helst fyrir þrifum í að ná raunverulegu jafnrétti kynjanna. Jöfn laun snúast um svo miklu meira en bara launaseðilinn. Launamunur leiðir til minna fjárhagslegs sjálfstæðis og skertra lífeyrisréttinda í ellinni sem jaðarsetur konur og gerir þær háðar mökum um afkomu sína. Afnám launamisréttis er einn stærsti þátturinn í jafnréttisbaráttunni. Höfundur er formaður VG og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun