Sjúklingurinn þurfi að vera með í allri ákvörðunartöku Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. september 2024 14:03 Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítala. Vísir/Sigurjón Talskona sjúklinga á Landspítala segir of algengt að umkvörtunum og ábendingum sjúklinga sé ekki nógu vel tekið í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisstarfsfólk þurfi að venja sig á að hlusta á skjólstæðinga sína og leyfa þeim að taka þátt í allri ákvörðunartöku um meðferð. Málþing um öryggi sjúklinga var haldið í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær. Meðal þeirra sem fluttu þar erindi var Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítala. Hún tók við embættinu í júní eftir ákall um að slíkt embætti væri full staða við spítalann. Þyrftum að vera fleiri „Ég vona að þetta sé vísir að einhverju stærra. Við myndum helst vilja hafa þjónustumiðstöð á Landspítala sem sinnti ábendingum og kvörtunum sjúklinga. Þá er mikilvægt að hafa í huga að mitt hlutverk er að vera talskona sjúklinga á Landspítala og ég starfa sem slík. Til framtíðar er væntanlega gott að það sé til staðar einhvers konar umboðsmaður sjúklinga sem starfar ekki inn á stofnuninni og er algjörleg hlutlaus gagnvart henni,“ segir Marta. Heilbrigðisstarfsfólk verði að hlusta Hún segist þegar hafa fengið talsvert af erindum til sín frá sjúklingum. „Það er alltaf verið að tala um það sama. Það er mikið álag, mikil bið. Fólk er oft orðið mjög þreytt og það er oft erfitt að vera sjúklingur þegar þú ert mjög lasin og það er mikið í gangi. Þá er erfitt að vera sífellt að berjast fyrir máli sínu,“ segir hún. Marta segir að hlutverk hennar sé að koma ábendingum og umkvörtunum sjúklinga á framfæri við heilbrigðisstarfsfólk. „Oft þegar sjúklingar segja eitthvað eða eru að tala um lyfin sín þá er þeim ekki tekið nægilega vel. Það er stór áskorun hjá öllu heilbrigðisstarfsfólki. Við verðum að fara úr þessu valdahlutverki sem við erum þjálfuð að vera í. Þar sem starfsmaðurinn er er að segja fólki til og hvað það eigi að gera. Heilbrigðisstarfsfólk á fyrst og fremst að hlusta opinskátt á sjúklinginn og hafa hann með í allri ákvörðunartöku og meðferð,“ segir hún. Marta telur að ábendingum sínum um bætt vinnubrögð á spítalanum verði vel tekið. „Ég vona að mér verði tekið vel. Mér hefur verið tekið vel hingað til. Við erum öll á leið í sömu átt. Á Landspítala stefnum við öll í sömu átt. Við ætlum að hlusta meira á sjúklinga og það er stefnan sem er verið að fara í og við fylgjum þeirri stefnu,“ segir Marta að lokum. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. 28. mars 2024 13:32 Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. 7. mars 2024 05:45 Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. 27. mars 2024 18:34 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Málþing um öryggi sjúklinga var haldið í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í gær. Meðal þeirra sem fluttu þar erindi var Marta Jóns Hjördísardóttir, talskona sjúklinga á Landspítala. Hún tók við embættinu í júní eftir ákall um að slíkt embætti væri full staða við spítalann. Þyrftum að vera fleiri „Ég vona að þetta sé vísir að einhverju stærra. Við myndum helst vilja hafa þjónustumiðstöð á Landspítala sem sinnti ábendingum og kvörtunum sjúklinga. Þá er mikilvægt að hafa í huga að mitt hlutverk er að vera talskona sjúklinga á Landspítala og ég starfa sem slík. Til framtíðar er væntanlega gott að það sé til staðar einhvers konar umboðsmaður sjúklinga sem starfar ekki inn á stofnuninni og er algjörleg hlutlaus gagnvart henni,“ segir Marta. Heilbrigðisstarfsfólk verði að hlusta Hún segist þegar hafa fengið talsvert af erindum til sín frá sjúklingum. „Það er alltaf verið að tala um það sama. Það er mikið álag, mikil bið. Fólk er oft orðið mjög þreytt og það er oft erfitt að vera sjúklingur þegar þú ert mjög lasin og það er mikið í gangi. Þá er erfitt að vera sífellt að berjast fyrir máli sínu,“ segir hún. Marta segir að hlutverk hennar sé að koma ábendingum og umkvörtunum sjúklinga á framfæri við heilbrigðisstarfsfólk. „Oft þegar sjúklingar segja eitthvað eða eru að tala um lyfin sín þá er þeim ekki tekið nægilega vel. Það er stór áskorun hjá öllu heilbrigðisstarfsfólki. Við verðum að fara úr þessu valdahlutverki sem við erum þjálfuð að vera í. Þar sem starfsmaðurinn er er að segja fólki til og hvað það eigi að gera. Heilbrigðisstarfsfólk á fyrst og fremst að hlusta opinskátt á sjúklinginn og hafa hann með í allri ákvörðunartöku og meðferð,“ segir hún. Marta telur að ábendingum sínum um bætt vinnubrögð á spítalanum verði vel tekið. „Ég vona að mér verði tekið vel. Mér hefur verið tekið vel hingað til. Við erum öll á leið í sömu átt. Á Landspítala stefnum við öll í sömu átt. Við ætlum að hlusta meira á sjúklinga og það er stefnan sem er verið að fara í og við fylgjum þeirri stefnu,“ segir Marta að lokum.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. 28. mars 2024 13:32 Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. 7. mars 2024 05:45 Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. 27. mars 2024 18:34 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. 28. mars 2024 13:32
Sjúklingasamtök fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga Sjúklingasamtök og samtök heilbrigðisstarfsmanna fagna frumvarpi um Umboðsmann sjúklinga. Þau segja ekki vanþörf á því að sjúklingar á Íslandi geti leitað til utanaðkomandi aðila þegar þeir lenda á vegg í kerfinu og lýsa dæmum í umsögnum. 7. mars 2024 05:45
Tilkynnt um hátt í hundrað alvarleg atvik þar sem dauðsföll urðu Hátt í hundrað tilkynningar hafa borist til Landlæknis um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu þar sem dauðsföll hafa orðið síðustu ár. Tilkynningum um alvarleg atvik fjölgaði um fimmtung á síðasta ári borið saman við árið á undan samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. 27. mars 2024 18:34