Ákvörðunin um brottflutning Yazan stendur Árni Sæberg skrifar 16. september 2024 16:10 Guðrún Hafsteinsdóttir frestaði brottflutningi Yazans en hann stendur þó enn til. Vísir Dómsmálaráðherra segir að ákvörðun um brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu hans standi, þrátt fyrir að henni hafi verið frestað að beiðni félags- og vinnumarkaðsráðherra. Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Fjölskylda Yazans kom hingað til Íslands fyrir ári frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Guðmundur Ingi óskaði eftir frestun Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir hefði fyrirskipað að hætt yrði við brottflutning fjölskyldunnar í nótt og að Yazan hefði verið ekið á Landspítalann. Síðar var greint frá því að ráðherrar Vinstri grænna hefðu farið fram á að mál Yazans yrði tekið fyrir í ríkisstjórn áður en fjölskyldan yrði flutt af landi brott. Hefur ráðherra lagaheimild til frestunar? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ákvað að spyrja Guðrúnu nánar út í þessa ákvörðun hennar, sem hann sagði óvænta, þegar opið var fyrir fyrirspurnir á þingfundi í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra sig hafa lagaheimild til að taka slíka ákvörðun með þessum hætti og hefur ráðherrann hæstvirtur að eigin mati möguleika á að skipta sér af rannsókn mála, niðurstöðum dómstóla eða vinnu lögreglu og svo framvegis?“ Frestun breyti ekki ákvörðuninni Guðrún svaraði á þann hátt að snemma í morgun hafi heimferðadeild Ríkislögreglustjóra það verkefni að fylgja palestínskri fjölskyldu til Spánar, þar sem verndarumsókn hennar eigi réttilega heima. „Áður en lagt var af stað frá Keflavíkurflugvelli barst mér beiðni frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að þessari framkvæmd yrði frestað vegna þess að hann óskaði eftir að fá að ræða þetta tiltekna mál í ríkisstjórn. Ég ákvað að verða við þeirri beiðni og lagði þess vegna fyrir Ríkislögreglustjóra að fresta för um sinn. Það breytir því þó ekki að ákvörðun um brottflutning stendur en framkvæmdinni á þessum brottflutningi hefur verið frestað.“ Mál Yazans Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Hætt var við brottflutning Yazan Tamimi frá Íslandi í nótt. Skipunin um að hætta við kom frá dómsmálaráðherra, að sögn Marínar Þórsdóttur verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra. 16. september 2024 09:50 Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. 16. september 2024 08:22 „Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ 16. september 2024 06:39 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Yazan, sem er ellefu ára og glímir við taugahrörnunarsjúkdóminn Duchenne, var vakinn af lögreglu í nótt og fluttur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti honum til Spánar ásamt fjölskyldu. Fjölskylda Yazans kom hingað til Íslands fyrir ári frá Palestínu með millilendingu á Spáni. Kærunefnd útlendingamála vísaði máli þeirra frá og hefur brottvísun þeirra verið yfirvofandi undanfarnar vikur. Guðmundur Ingi óskaði eftir frestun Greint var frá því í dag að Guðrún Hafsteinsdóttir hefði fyrirskipað að hætt yrði við brottflutning fjölskyldunnar í nótt og að Yazan hefði verið ekið á Landspítalann. Síðar var greint frá því að ráðherrar Vinstri grænna hefðu farið fram á að mál Yazans yrði tekið fyrir í ríkisstjórn áður en fjölskyldan yrði flutt af landi brott. Hefur ráðherra lagaheimild til frestunar? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ákvað að spyrja Guðrúnu nánar út í þessa ákvörðun hennar, sem hann sagði óvænta, þegar opið var fyrir fyrirspurnir á þingfundi í dag. „Telur hæstvirtur ráðherra sig hafa lagaheimild til að taka slíka ákvörðun með þessum hætti og hefur ráðherrann hæstvirtur að eigin mati möguleika á að skipta sér af rannsókn mála, niðurstöðum dómstóla eða vinnu lögreglu og svo framvegis?“ Frestun breyti ekki ákvörðuninni Guðrún svaraði á þann hátt að snemma í morgun hafi heimferðadeild Ríkislögreglustjóra það verkefni að fylgja palestínskri fjölskyldu til Spánar, þar sem verndarumsókn hennar eigi réttilega heima. „Áður en lagt var af stað frá Keflavíkurflugvelli barst mér beiðni frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að þessari framkvæmd yrði frestað vegna þess að hann óskaði eftir að fá að ræða þetta tiltekna mál í ríkisstjórn. Ég ákvað að verða við þeirri beiðni og lagði þess vegna fyrir Ríkislögreglustjóra að fresta för um sinn. Það breytir því þó ekki að ákvörðun um brottflutning stendur en framkvæmdinni á þessum brottflutningi hefur verið frestað.“
Mál Yazans Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Hætt var við brottflutning Yazan Tamimi frá Íslandi í nótt. Skipunin um að hætta við kom frá dómsmálaráðherra, að sögn Marínar Þórsdóttur verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra. 16. september 2024 09:50 Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. 16. september 2024 08:22 „Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ 16. september 2024 06:39 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Sjá meira
Skipun um að hætta við brottflutning Yazan kom frá dómsmálaráðherra Hætt var við brottflutning Yazan Tamimi frá Íslandi í nótt. Skipunin um að hætta við kom frá dómsmálaráðherra, að sögn Marínar Þórsdóttur verkefnisstjóra hjá heimferða- og fylgdadeild Ríkislögreglustjóra. 16. september 2024 09:50
Yazan á leiðinni aftur á Landspítalann Yazan Tamimi, ellefu ára fjölfatlaður drengur frá Palestínu, var ekki fluttur af landi brott til Spánar í morgunsárið eins og til stóð. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Yazan á leiðinni aftur á Barnaspítala Hringsins. 16. september 2024 08:22
„Ég óttast að það taki ekkert við á Spáni“ „Lögregla telur það ekki vera sitt vandamál og íslensk stjórnvöld, þrátt fyrir ítrekaða hvatingu og beiðnir, hafa ekki viljað óska eftir tryggingum eða loforðum frá spænskum stjórnvöldum um hvað taki við á Spáni.Þannig að ég óttast að það taki ekkert við á Spáni.“ 16. september 2024 06:39