„Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. september 2024 20:31 Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Vísir/Ívar Boðaðar vaxtahækkanir á verðtryggðum húsnæðislánum geta kostað heimilin tugi þúsunda aukalega á mánuði. Þetta endurspeglar vaxtaumhverfið á Íslandi í dag og hefur slæm áhrif á heimilin, segir dósent í viðskiptafræði. Þá gerir það illt verra að ekki standi til að endurnýja almenna heimild til að ráðstafa séreignasparnaði inn á húsnæðislán. Arion banki og Íslandsbanki boðuðu breytingar á vöxtum í vikunni, sem meðal annars fela í sér hækkun verðtryggðra vaxta húsnæðislána. Í tilfelli Arion banka hækka breytilegir vextir um 0,6 prósentustig, sem nemur 15 prósent hækkun vaxta, og fastir verðtryggðir vextir hækka um 0,5 prósentustig sem nemur 12 prósent hækkun. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um 12% hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hækkanirnar hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, enda héldust stýrivextir óbreyttir við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabanka. Efnahagslegar skýringar liggja þó að baki. „Það er kannski svolítil kaldhæðni að þegar verðbólga er að hjaðna, þá eykst bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta og það er þá þetta verðbólguálag. Og það eru bara ruðningsáhrif, þetta fer út í fjármagnskerfið þessi mismunur sem gerir það af verkum að raunvextir þeir eru að hækka mikið fyrir íslensk heimili og á fyrirtæki. Séreignarsparnaður gæti nýst til niðurgreiðslu vaxtakostnaðar Þetta endurspegli vaxtaumhverfið á Íslandi í dag. „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna í mat og aðrar nauðsynjavörur. Og það má kannski bæta því við að nú þegar það stendur til að afnema möguleika á séreignasparnaði til þess að greiða inn á lánið, þá er þetta enn erfiðara fyrir fjölskyldur,“ segir Már, sem teldi vænlegra að ganga lengra í að heimila notkun séreignasparnaðar til að mæta auknum vaxtakostnaði. „Það væri kannski betra að auka möguleika fólks til þess að nýta séreignina til þess að greiða niður vaxtakostnað, ekki bara að leggja inn á höfuðstól heldur líka vaxtakostnað,“ segir Már. Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Efnahagsmál Íslandsbanki Arion banki Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Arion banki og Íslandsbanki boðuðu breytingar á vöxtum í vikunni, sem meðal annars fela í sér hækkun verðtryggðra vaxta húsnæðislána. Í tilfelli Arion banka hækka breytilegir vextir um 0,6 prósentustig, sem nemur 15 prósent hækkun vaxta, og fastir verðtryggðir vextir hækka um 0,5 prósentustig sem nemur 12 prósent hækkun. Í tilfelli Íslandsbanka hækka breytilegir vextir um 0,5 prósentustig, sem er um 12% hækkun og fastir vextir hækka um 0,4 prósentustig, sem er hækkun um 9,5 prósent. „Tökum sem dæmi, fjölskylda sem skuldar 50 milljónir í verðtryggðu láni. Nú eykst vaxtakostnaður um 0,6 prósent sem gerir um 300 þúsund á ári. Það samsvarar 25 þúsund króna auka hækkun á vaxtakostnaði. Sem að þýðir væntanlega, svona um það bil hjá flestum að eftir skatta, til þess að fjármagna það, þá þarf fjölskylda að þéna um 35-40 þúsund krónur á mánuði til þess að standa straum af þessum aukna vaxtakostnaði,“ segir Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hækkanirnar hafa vakið nokkuð hörð viðbrögð, enda héldust stýrivextir óbreyttir við síðustu vaxtaákvörðun Seðlabanka. Efnahagslegar skýringar liggja þó að baki. „Það er kannski svolítil kaldhæðni að þegar verðbólga er að hjaðna, þá eykst bilið á milli verðbólgu og stýrivaxta og það er þá þetta verðbólguálag. Og það eru bara ruðningsáhrif, þetta fer út í fjármagnskerfið þessi mismunur sem gerir það af verkum að raunvextir þeir eru að hækka mikið fyrir íslensk heimili og á fyrirtæki. Séreignarsparnaður gæti nýst til niðurgreiðslu vaxtakostnaðar Þetta endurspegli vaxtaumhverfið á Íslandi í dag. „Þetta hefur slæm áhrif á heimilin sem hafa augljóslega minna á milli handanna í mat og aðrar nauðsynjavörur. Og það má kannski bæta því við að nú þegar það stendur til að afnema möguleika á séreignasparnaði til þess að greiða inn á lánið, þá er þetta enn erfiðara fyrir fjölskyldur,“ segir Már, sem teldi vænlegra að ganga lengra í að heimila notkun séreignasparnaðar til að mæta auknum vaxtakostnaði. „Það væri kannski betra að auka möguleika fólks til þess að nýta séreignina til þess að greiða niður vaxtakostnað, ekki bara að leggja inn á höfuðstól heldur líka vaxtakostnað,“ segir Már.
Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Seðlabankinn Efnahagsmál Íslandsbanki Arion banki Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent