Herða eftirlit og banna síma vegna gegndarlausra skemmdarverka Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2024 15:05 Hér hafa ljós verið tekin niður, nýir nemendaskápar verið skemmdir og stóll eyðilagður. Auk þess hafa verið gerðar skemmdir á veggjum og borðum. Aðsendar Svo mikil skemmdarverk hafa verið unnin síðustu daga á húsnæði grunnskólans á Kirkjubæjarklaustri að stjórnendur skólans hafa þurft að læsa salernum og skylda alla nemendur út í frímínútum. Þá er algjört símabann í skólanum. Unnið er að því að koma upp myndavélum innan og utan skólans. Búið er að tilkynna skemmdarverkin til lögreglu og til félagsmálayfirvalda í sveitarfélaginu. „Það er vegna þess að það eru nemendur hjá okkur sem geta ekki farið eftir reglum,“ segir Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri í Kirkjubæjarskóla. Nemendur hafi skrúfað niður ljós og sem dæmi hafi slegið út í öllum skólanum í vikunni. Þetta sé gert til að tryggja öryggi nemenda. „Nemandi var að fikta í innstungu og þess vegna neyðumst við til að grípa til þessara úrræða,“ segir Valgeir Jens. Þá hafi nemendur skemmt veggi, nýja nemendaskápa, borð, stóla og búnað á salernum. Póstur var sendur á foreldra barna í skólanum í vikunni þar sem þeim var tilkynnt að nemendur mættu ekki vera með síma í skólanum og að nemendur fengju ekki að fara inn í húsnæði skólans á morgnana fyrr en kennari er mættur og gæti hleypt þeim inn. Þá kemur einnig fram í póstinum að enginn nemandi fái að ganga um skólann eftirlitslaus og að til að fara á salernið verði að fá lykil hjá kennara. Í póstinum kemur einnig fram að nemendur yngstu deildar og miðstigs séu með sameiginlegan inngang og unglingar með annan inngang. Alls eru 46 nemendur í skólanum og húsnæði skólans stórt. Á myndinni má sjá ónýtan sápuskammtara og að ljós hefur verið tekið niður á einum stað.Aðsend Fram kemur í póstinum að ef nemendur brjóta ítrekað á reglum skólans verði þeim vikið úr skólanum tímabundið. Þá segir einnig að ef nemendur koma með síma í skólann verði hringt í foreldra eða forráðamenn og þau beðin að sækja börnin sín og símann. Valgeir Jens segir að skólanum hafi borist ein athugasemd frá foreldrum og að skemmdarverkin hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Það er ekkert sem ég get tjáð mig um.“ Ekki nægilega vel mönnuð Hann segir þessi skemmdarverk hafa verið viðvarandi í skólanum um árabil. Hann hafi viljað byrja skólaárið án hertra reglna en að hann geti ekki annað en brugðist við núna. „Á fimmtán dögum er búið að skemma ansi mikið þannig við neyðumst til þess að grípa í þetta örþrifaráð. Við erum ekki nægilega vel mönnuð til að geta sinnt eftirlitshlutverki.“ Veggur í skólanum var skemmdur.Aðsend Hann áréttar að um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. Það sé verið að vinna að því að koma upp myndavélum fyrir utan og innan skólans. Eftir það verði hægt að slaka á einhverjum þessara reglna. Valgeir segir það algengt við skóla á höfuðborgarsvæðinu að það séu myndavélar. Þar séu til dæmis rúðubrot frekar algeng og ef eitthvað komi upp innan skólans sé gott að geta verið með myndbandsupptöku af því. „Það er verið að vinna í því að koma upp myndavélum og þegar það er búið, þá breytist þetta. Þá getum við alltaf vísað í að ákveðinn einstaklingur hafi gert eitthvað.“ Skaftárhreppur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
„Það er vegna þess að það eru nemendur hjá okkur sem geta ekki farið eftir reglum,“ segir Valgeir Jens Guðmundsson skólastjóri í Kirkjubæjarskóla. Nemendur hafi skrúfað niður ljós og sem dæmi hafi slegið út í öllum skólanum í vikunni. Þetta sé gert til að tryggja öryggi nemenda. „Nemandi var að fikta í innstungu og þess vegna neyðumst við til að grípa til þessara úrræða,“ segir Valgeir Jens. Þá hafi nemendur skemmt veggi, nýja nemendaskápa, borð, stóla og búnað á salernum. Póstur var sendur á foreldra barna í skólanum í vikunni þar sem þeim var tilkynnt að nemendur mættu ekki vera með síma í skólanum og að nemendur fengju ekki að fara inn í húsnæði skólans á morgnana fyrr en kennari er mættur og gæti hleypt þeim inn. Þá kemur einnig fram í póstinum að enginn nemandi fái að ganga um skólann eftirlitslaus og að til að fara á salernið verði að fá lykil hjá kennara. Í póstinum kemur einnig fram að nemendur yngstu deildar og miðstigs séu með sameiginlegan inngang og unglingar með annan inngang. Alls eru 46 nemendur í skólanum og húsnæði skólans stórt. Á myndinni má sjá ónýtan sápuskammtara og að ljós hefur verið tekið niður á einum stað.Aðsend Fram kemur í póstinum að ef nemendur brjóta ítrekað á reglum skólans verði þeim vikið úr skólanum tímabundið. Þá segir einnig að ef nemendur koma með síma í skólann verði hringt í foreldra eða forráðamenn og þau beðin að sækja börnin sín og símann. Valgeir Jens segir að skólanum hafi borist ein athugasemd frá foreldrum og að skemmdarverkin hafi verið tilkynnt til lögreglu. „Það er ekkert sem ég get tjáð mig um.“ Ekki nægilega vel mönnuð Hann segir þessi skemmdarverk hafa verið viðvarandi í skólanum um árabil. Hann hafi viljað byrja skólaárið án hertra reglna en að hann geti ekki annað en brugðist við núna. „Á fimmtán dögum er búið að skemma ansi mikið þannig við neyðumst til þess að grípa í þetta örþrifaráð. Við erum ekki nægilega vel mönnuð til að geta sinnt eftirlitshlutverki.“ Veggur í skólanum var skemmdur.Aðsend Hann áréttar að um sé að ræða tímabundna ráðstöfun. Það sé verið að vinna að því að koma upp myndavélum fyrir utan og innan skólans. Eftir það verði hægt að slaka á einhverjum þessara reglna. Valgeir segir það algengt við skóla á höfuðborgarsvæðinu að það séu myndavélar. Þar séu til dæmis rúðubrot frekar algeng og ef eitthvað komi upp innan skólans sé gott að geta verið með myndbandsupptöku af því. „Það er verið að vinna í því að koma upp myndavélum og þegar það er búið, þá breytist þetta. Þá getum við alltaf vísað í að ákveðinn einstaklingur hafi gert eitthvað.“
Skaftárhreppur Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira