Þegar hveitið er dýrara en brauðið Benedikt Gíslason skrifar 13. september 2024 15:00 Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. Það fjármagn sem við fáum að láni til að miðla áfram kemur fyrst og fremst til okkar í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu okkar, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu kaupendur, og erlendis. Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka. Það er dýrt þegar verðbólga lækkar en stýrivextir ekki Ef við skoðum fyrst skuldabréfamarkaðinn þá eru nú uppi nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafa væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar eru um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiða til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, okkar helstu fjármögnunarleiðar þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hefur hækkað umtalsvert. Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána. Vegna þessara ólíku væntinga gera fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um 5% vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar. Hæstu innlánavextir í hinum vestræna heimi? Stýrivextir Seðlabankans hafa nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef við horfum til innlána þá eru vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinna hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafa boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti – fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafa eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag er Arion að borga hátt í 8% vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegna mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem við veitum, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Tímabundið ástand sem þarf að bregðast við Markmið mitt með þessum greinarstúf er að benda á að bankar verða að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans eru vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og við höfum þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfa til okkar og neikvæður viðsnúningur í starfsemi okkar gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi okkar að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum okkar. Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið. Höfundur er bankastjóri Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arion banki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Bankar starfa ekki í tómarúmi. Þeir mótast um margt af því umhverfi sem þeir starfa í. Bankar eiga ekki þá fjármuni sem þeir lána nema að litlu leyti. Meginhlutverk okkar sem störfum í bönkunum er í raun að miðla fjármunum annarra, þ.e. taka við sparifé og miðla því áfram til þeirra sem vilja eða þurfa lánsfé til að fjárfesta; hvort sem það er til einstaklinga sem fjárfesta í íbúðarhúsnæði eða fyrirtækja sem vilja efla starfsemi sína. Miklu skiptir að við förum vel með þá fjármuni sem fólk, fyrirtæki og fjárfestar treysta okkur fyrir. Það fjármagn sem við fáum að láni til að miðla áfram kemur fyrst og fremst til okkar í formi innlána og í gegnum skuldabréfaútgáfu okkar, bæði hér á landi, þar sem lífeyrissjóðir eru stærstu kaupendur, og erlendis. Og af þessum lánum borgum við vexti. Munurinn á þeim vöxtum, sem við borgum og þeim vöxtum sem við leggjum á okkar útlán, kallast vaxtamunur og er megintekjustoð banka. Það er dýrt þegar verðbólga lækkar en stýrivextir ekki Ef við skoðum fyrst skuldabréfamarkaðinn þá eru nú uppi nokkuð óvenjulegar aðstæður þar sem væntingar til verðbólgu annars vegar og vaxta hins vegar eru ólíkar. Síðastliðinn mánuð hafa væntingar markaðarins til verðbólgu til skemmri tíma verið á þann veg að hún muni lækka en nær engar væntingar eru um að stýrivextir lækki í bráð. Þessar ólíku væntingar til vaxta og verðbólgu leiða til þess að kostnaður bankanna við útgáfu verðtryggðra skuldabréfa til skamms tíma, okkar helstu fjármögnunarleiðar þegar kemur að verðtryggðum íbúðalánum, hefur hækkað umtalsvert. Það er einfaldlega svo að þegar stýrivextir lækka ekki í takt við lækkandi verðbólgu þá hækka verðtryggðir vextir. Þess vegna þurftum við nýverið að hækka vexti verðtryggðra lána. Vegna þessara ólíku væntinga gera fjárfestar skuldabréfa í dag kröfu um 5% vexti ofan á verðbætur fyrir það lánsfé sem þeir veita bönkunum í gegnum skuldabréfamarkaðinn; lánsfé sem bankarnir nota til að veita verðtryggð íbúðalán með breytilegum vöxtum. Þannig væri í dag hægt að taka íbúðalán hjá banka og nota það til að kaupa skuldabréf útgefið af sama banka, nú eða ríkisskuldabréf, og hagnast yfir 1% á ári. Ef við tökum dæmi til einföldunar þá væri þetta eins og ef bakari seldi brauðið ódýrar en hveitið sem þarf til að búa það til, sem auðvitað gengur ekki til lengdar. Hæstu innlánavextir í hinum vestræna heimi? Stýrivextir Seðlabankans hafa nokkuð afgerandi áhrif á vexti óverðtryggðra innlána og útlána. Ef við horfum til innlána þá eru vextir þeirra líklega með því hæsta sem gerist í heiminum í dag, vegna hárra stýrivaxta og harðrar samkeppni á innlánamarkaði. Nýir aðilar á bankamarkaði, sem ekki sinna hinu hefðbundna hlutverki banka sem milliliðir heldur leggja innlánin að mestu inn hjá Seðlabankanum, hafa boðið kjör sem slaga hátt upp í stýrivexti – fjármagnseigendum til góða. Hefðbundnari bankar hafa eðlilega þurft að verja sína mikilvægustu fjármögnunarleið og því fylgt fast á eftir og boðið viðskiptavinum sínum hærri vexti á innlán. Í dag er Arion að borga hátt í 8% vexti fyrir óbundin óverðtryggð innlán sem gegna mikilvægu hlutverki í fjármögnun þeirra íbúðalána sem við veitum, bæði verðtryggðra og óverðtryggðra. Tímabundið ástand sem þarf að bregðast við Markmið mitt með þessum greinarstúf er að benda á að bankar verða að bregðast við breytingum í umhverfinu. Vegna aðgerða Seðlabankans eru vextir hér á landi háir og fjármögnun dýr og við höfum þurft að bregðast við því. Eftirlitsaðilar, lánshæfismatsfyrirtæki og fjármögnunaraðilar horfa til okkar og neikvæður viðsnúningur í starfsemi okkar gæti fljótt haft neikvæð áhrif á aðgengi okkar að lánsfé og keyrt upp fjármögnunarkostnað sem á endanum myndi bitna harðast á viðskiptavinum okkar. Ég vonast til þess að væntingar um þróun verðbólgu og vaxta verði samstiga á næstunni og að vaxtastig hér á landi lækki því þá skapast forsendur til að lækka vexti íbúðalána aftur. Þegar það gerist munum við, eins og í dag, verðleggja brauðið í samræmi við hveitið. Höfundur er bankastjóri Arion banka.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun