Að grafa undan trúverðugleika ákæruvaldsins Almar Þ. Möller skrifar 13. september 2024 10:54 Í gær birti Róbert Spanó grein á visir.is þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni um að hafna beiðni ríkissaksóknara um að víkja vararíkissaksóknara frá störfum. Í greininni fjallar hann eingöngu um þann hluta málsins sem snýr að tjáningarfrelsi vararíkissaksóknara enda var niðurstaða dómsmálaráðherra á því byggð. Síðar sama dag tók ríkissaksóknari undir sjónarmið Róberts og taldi niðurstöðu ráðherra órökrétta. Vararíkissaksóknari er embættismaður skipaður af ráðherra. Að lögum getur ráðherra einn veitt vararíkissaksóknara lausn. Í tilviki eins og því sem hér um ræðir getur ráðherra ekki veitt lausn án undanfarandi áminningar. Áminningin er þar með hluti af lausnarferlinu sem er í höndum ráðherra. Við meðferð málsins hjá dómsmálaráðuneytinu var aflað tveggja lögfræðiálita. Í öðru þeirra segir: Að öllu virtu telur LEX að uppi sé verulegur vafi á því hvort annar en ráðherra geti áminnt embættismann sem skipaður er af ráðherra, nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Skal hér einnig höfð hliðsjón af lögmætisreglunni, þeirri grundvallarreglu að stjórnsýslan er bundin af lögum, en í henni felst að stjórnvöld geta almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgarana, nema hafa til þess heimild í lögum. Jafnframt verður að ganga skýrt frá því í lögum, hvaða kvaðir eru á borgarana lagðar. Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla. Álit LEX er ítarlegt og vel rökstutt. Það skal upplýst að í hinu álitinu var komist að öndverðri niðurstöðu. Forsendur þar eru að mínu mati hæpnar. Sama dag og grein Róberts var birt sagði dómsmálaráðherra í viðtali við RÚV: Ég fékk til dæmis álit frá tveimur virtum lögfræðistofum. Og þau álit voru ekki samhljóma um hvort að vararíkissaksóknari hafi farið út fyrir þessi mörk tjáningarfrelsis sem embættismaður. Annað álitið taldi líkur á að hann hafi farið yfir mörkin á meðan hitt taldi svo ekki vera Síðan segir Guðrún: Þegar ég skoða málið heildstætt og hef í huga að þessi ummæli eru látin falla í sérstökum aðstæðum þar sem vararíkissaksóknari var brotaþoli þá finnst mér liggja í hlutarins eðli að ég get ekki tekið íþyngjandi ákvörðun ef ég get ekki treyst því að hún sé réttmæt. Aðfinnsluvert er, með tilliti til þeirrar meðalhófsreglu sem ráðherra vísar til, að hún hafi ekki hafnað erindi ríkissaksóknara á grundvelli valdþurrðar þegar niðurstaða álitsgerðar LEX lá fyrir. Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú. Öllum ber að fara að lögum. Að ríkissaksóknari taki sér vald, sem hún hefur ekki að réttum lögum, til þess að veita vararíkissaksóknara áminningu er meira en aðfinnsluvert. Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Höfundur er lögmaður sem gætti hagsmuna vararíkissaksóknara í málinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Lögmennska Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær birti Róbert Spanó grein á visir.is þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins með ákvörðun sinni um að hafna beiðni ríkissaksóknara um að víkja vararíkissaksóknara frá störfum. Í greininni fjallar hann eingöngu um þann hluta málsins sem snýr að tjáningarfrelsi vararíkissaksóknara enda var niðurstaða dómsmálaráðherra á því byggð. Síðar sama dag tók ríkissaksóknari undir sjónarmið Róberts og taldi niðurstöðu ráðherra órökrétta. Vararíkissaksóknari er embættismaður skipaður af ráðherra. Að lögum getur ráðherra einn veitt vararíkissaksóknara lausn. Í tilviki eins og því sem hér um ræðir getur ráðherra ekki veitt lausn án undanfarandi áminningar. Áminningin er þar með hluti af lausnarferlinu sem er í höndum ráðherra. Við meðferð málsins hjá dómsmálaráðuneytinu var aflað tveggja lögfræðiálita. Í öðru þeirra segir: Að öllu virtu telur LEX að uppi sé verulegur vafi á því hvort annar en ráðherra geti áminnt embættismann sem skipaður er af ráðherra, nema fyrir því standi skýr lagaheimild. Skal hér einnig höfð hliðsjón af lögmætisreglunni, þeirri grundvallarreglu að stjórnsýslan er bundin af lögum, en í henni felst að stjórnvöld geta almennt ekki tekið ákvarðanir sem eru íþyngjandi fyrir borgarana, nema hafa til þess heimild í lögum. Jafnframt verður að ganga skýrt frá því í lögum, hvaða kvaðir eru á borgarana lagðar. Með hliðsjón af því að ákvörðun um áminningu er íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun eru allar líkur á því að öll óvissa um valdbærni yrði túlkuð þeim embættismanni sem áminning beinist gegn í hag ef lögmæti áminningar kæmi til kasta dómstóla. Álit LEX er ítarlegt og vel rökstutt. Það skal upplýst að í hinu álitinu var komist að öndverðri niðurstöðu. Forsendur þar eru að mínu mati hæpnar. Sama dag og grein Róberts var birt sagði dómsmálaráðherra í viðtali við RÚV: Ég fékk til dæmis álit frá tveimur virtum lögfræðistofum. Og þau álit voru ekki samhljóma um hvort að vararíkissaksóknari hafi farið út fyrir þessi mörk tjáningarfrelsis sem embættismaður. Annað álitið taldi líkur á að hann hafi farið yfir mörkin á meðan hitt taldi svo ekki vera Síðan segir Guðrún: Þegar ég skoða málið heildstætt og hef í huga að þessi ummæli eru látin falla í sérstökum aðstæðum þar sem vararíkissaksóknari var brotaþoli þá finnst mér liggja í hlutarins eðli að ég get ekki tekið íþyngjandi ákvörðun ef ég get ekki treyst því að hún sé réttmæt. Aðfinnsluvert er, með tilliti til þeirrar meðalhófsreglu sem ráðherra vísar til, að hún hafi ekki hafnað erindi ríkissaksóknara á grundvelli valdþurrðar þegar niðurstaða álitsgerðar LEX lá fyrir. Ráðherra gat ekki samkvæmt sínum eigin orðum treyst því að áminningin frá 2022 hafi verið lögmæt. Líklegt má telja að ráðherra hafi kosið að byggja ákvörðun sína ekki á valdþurrð ríkissaksóknara þar sem undirmenn hennar í ráðuneytinu höfðu með furðulegum hætti átt aðkomu að áminningunni árið 2022. Sennilega hefur hún viljað forða ráðuneytinu frá álitshnekki nú. Öllum ber að fara að lögum. Að ríkissaksóknari taki sér vald, sem hún hefur ekki að réttum lögum, til þess að veita vararíkissaksóknara áminningu er meira en aðfinnsluvert. Með því hefur hún grafið undan trúverðugleika ákæruvaldsins í landinu. Höfundur er lögmaður sem gætti hagsmuna vararíkissaksóknara í málinu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun