Hafnar frekari kappræðum við Harris Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 20:49 Trump þótti ekki standa sig vel í fyrstu kappræðum sínum við Harris á aðfararnótt miðvikudags. Nú lítur út fyrir að það verði einu kappræður þeirra. AP/John Locher Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags. „ÞAÐ VERÐA ENGAR ÞRIÐJU KAPPRÆÐUR,“ básúnaði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social í dag. Hann atti kappi við Joe Biden í örlagaríkum kappræðum fyrr í sumar. Þref hefur staðið yfir milli framboðanna tveggja um frekari kappræður á öðrum sjónvarpsstöðvum og Harris sjálf hefur kallað eftir því. Eftir að Trump blés fleiri kappræður út af borðinu sagði Harris á fundi með stuðningsmönnum sínum að þau skulduðu kjósendum að leiða saman hesta sína aftur í sjónvarpssal. Trump hélt því enn fram í færslu sinni í dag að skoðanakannanir sýndu að hann hefði unnið kappræðurnar örugglega. Þær skoðanakannanir sem hafa verið birtar benda þó flestar til þess að kjósendum hafi þótt Harris standa sig betur. Jafnvel bakhjarlar og ráðgjafar Trump sem Reuters-fréttastofan ræddi við eftir kappræðurnar töldu að Harris hefði staðið uppi sem sigurvegari vegna þess að Trump hefði farið um víðan völl í svörum sínum. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Trump vígreifur en veit betur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. 12. september 2024 16:12 Mest lesið Ríkisstjórnin sprungin Innlent Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Innlent „Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina“ Innlent Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Innlent Leggur fram tillögu um þingrof og kosningar í nóvember Innlent Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Innlent Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Innlent Hægt að hafa vinnufrið „ef engin er vinnan“ Innlent Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Erlent Fleiri fréttir Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallsgrímskirkju með vélarmi Vill friðargæsluliðið út úr Suður-Líbanon strax Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Hundrað og fjögur ríki lýsa yfir stuðningi við Guterres Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands látinn Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Eftirlifendur kjarnorkusprengjanna hlutu friðarverðlaun Nóbels Dreifðu ösku látins félaga í auga Miltons Réttarhöld yfir Diddy hefjast 5. maí 2025 Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Peskov staðfestir að Rússar hafi fengið Covid-próf frá Bandaríkjunum Ethel Kennedy er látin Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Banvænustu árásirnar í miðborg Beirút hingað til Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Gerðu andlitsmynd af stærstu pöddu jarðsögunnar Þrettán látist vegna Marburg-veiru og ekkert bóluefni til Hefur ekki enn þorað út í morgun Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fréttamenn í bölvuðum vandræðum í óveðrinu Skotárás við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg Flugstjórinn lést í miðri flugferð Biden og Netanyahu ræddu aðgerðir Ísrael gegn Íran Vaktin: Hvirfilbylir og flóð fylgja Milton Milljónir án rafmagns og nokkrir látnir eftir að Milton gekk á land Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Sjá meira
„ÞAÐ VERÐA ENGAR ÞRIÐJU KAPPRÆÐUR,“ básúnaði Trump á samfélagsmiðli sínum Truth Social í dag. Hann atti kappi við Joe Biden í örlagaríkum kappræðum fyrr í sumar. Þref hefur staðið yfir milli framboðanna tveggja um frekari kappræður á öðrum sjónvarpsstöðvum og Harris sjálf hefur kallað eftir því. Eftir að Trump blés fleiri kappræður út af borðinu sagði Harris á fundi með stuðningsmönnum sínum að þau skulduðu kjósendum að leiða saman hesta sína aftur í sjónvarpssal. Trump hélt því enn fram í færslu sinni í dag að skoðanakannanir sýndu að hann hefði unnið kappræðurnar örugglega. Þær skoðanakannanir sem hafa verið birtar benda þó flestar til þess að kjósendum hafi þótt Harris standa sig betur. Jafnvel bakhjarlar og ráðgjafar Trump sem Reuters-fréttastofan ræddi við eftir kappræðurnar töldu að Harris hefði staðið uppi sem sigurvegari vegna þess að Trump hefði farið um víðan völl í svörum sínum.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Tengdar fréttir Trump vígreifur en veit betur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. 12. september 2024 16:12 Mest lesið Ríkisstjórnin sprungin Innlent Kraumar í kennurum vegna ummæla Einars Innlent „Þetta er eitthvað sem fylgir manni út ævina“ Innlent Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Innlent Leggur fram tillögu um þingrof og kosningar í nóvember Innlent Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Innlent Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Innlent Hægt að hafa vinnufrið „ef engin er vinnan“ Innlent Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Erlent Fleiri fréttir Gripu eldflaugarþrep á stærð við Hallsgrímskirkju með vélarmi Vill friðargæsluliðið út úr Suður-Líbanon strax Óútskýrður dauði ungrar blaðakonu í haldi Rússa Segja átta manna fjölskyldu hafa fallið í loftárás Ísraela Hundrað og fjögur ríki lýsa yfir stuðningi við Guterres Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands látinn Skófundur á Everest gæti leyst hundrað ára gamla ráðgátu Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Eftirlifendur kjarnorkusprengjanna hlutu friðarverðlaun Nóbels Dreifðu ösku látins félaga í auga Miltons Réttarhöld yfir Diddy hefjast 5. maí 2025 Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Peskov staðfestir að Rússar hafi fengið Covid-próf frá Bandaríkjunum Ethel Kennedy er látin Tíu létust þegar Milton fór yfir Flórída Banvænustu árásirnar í miðborg Beirút hingað til Fær mun minni fjárstuðning frá almenningi Gerðu andlitsmynd af stærstu pöddu jarðsögunnar Þrettán látist vegna Marburg-veiru og ekkert bóluefni til Hefur ekki enn þorað út í morgun Enn varað við ofsaveðri en hreinsunarstörf hafin Fréttamenn í bölvuðum vandræðum í óveðrinu Skotárás við ísraelskt fyrirtæki í Gautaborg Flugstjórinn lést í miðri flugferð Biden og Netanyahu ræddu aðgerðir Ísrael gegn Íran Vaktin: Hvirfilbylir og flóð fylgja Milton Milljónir án rafmagns og nokkrir látnir eftir að Milton gekk á land Bein útsending: „Óveður aldarinnar“ skellur á Flórída Sjá meira
Trump vígreifur en veit betur Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, heldur því enn fram að hann hafi staðið sig frábærlega í kappræðunum gegn Kamölu Harris á aðfaranótt miðvikudags. Bandamenn hans segja þó, í einrúmi, að það sé ekki rétt og ítrekaðar yfirlýsingar Trumps um að hann hafi sigrað benda til þess að hann viti að hann hafi ekki staðið sig vel. 12. september 2024 16:12