„Krefjandi“ að semja við einkaaðila um bakaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 19:26 Hluti hryggaðgerða verður fluttur í skrefum frá Landspítala til einkaaðila til þess að stytta biðlista. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið segir undirbúning og samningsgerð við einkaaðila um bakaðgerðir krefjandi vegna þess að aldrei hafi verið samið um þær áður. Ætlunin er að nýta reynsluna af samingum ríkisins við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir. Bakaðgerðir hafa fram að þessu aðeins verið framkvæmdir á Landspítalanum til þessa en hann hefur ekki annað þörfinni vegna aðstöðuskorts. Því hafa biðlistar lengst. Þeir sem leita til einkaaðila þurfa að greiða fullt verð fyrir þær, meira en milljón króna. Læknir lýsti því að fólk brysti stundum í grát þegar það heyrði verðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjúkratryggingar auglýstu eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði til þess að taka aðgerðir af þessu tagi að sér í mars. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna fréttaflutningsins kemur fram að hluti aðgerðanna verði fluttur frá Landspítalanum í skrefum. Markmiðið sé að fjölga aðgerðum og tryggja opinbera greiðsluþátttöku í þeim. „Þar sem hér á landi hefur aldrei áður verið samið við einkaaðila um framkvæmd hryggjaraðgerða er undirbúningurinn og samningsgerðin meira krefjandi en ella,“ segir í tilkynningunni. Ekki kemur fram hvenær ráðuneytið býst við að gengið verði frá samningunum. Vilja ekki skapa tvöfalt kerfi Ráðuneytið segir að áhersla verði lögð á að nýta lærdóm sem hefur fengist af samningum við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir sem gerðir voru í fyrra. Samið var um sjö hundruð aðgerðir til viðbótar við þær sem eru gerðar á opinberum heilbrigðisstofnunum. Framkvæmd þessara samninga er sögð hafa gengið vel í megindráttum og biðlistar styst. Áhersla er sögð lögð á að tryggja faglegar kröfur varðandi aðgerðirnar með áherslu á öryggi sjúklinga samhliða skilvirkni þjónustunnar. Vandað verði til við mat á sjúklingum, val á skurðaðgerð sem meðferðarúrræði og undirbúning fyrir aðgerð. „Mikilvægt er að ekki skapist tvöfalt kerfi við veitingu þessarar þjónustu, heldur að sjúklingar sitji við sama borð óháð efnahag,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Bakaðgerðir hafa fram að þessu aðeins verið framkvæmdir á Landspítalanum til þessa en hann hefur ekki annað þörfinni vegna aðstöðuskorts. Því hafa biðlistar lengst. Þeir sem leita til einkaaðila þurfa að greiða fullt verð fyrir þær, meira en milljón króna. Læknir lýsti því að fólk brysti stundum í grát þegar það heyrði verðið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Sjúkratryggingar auglýstu eftir einkaaðilum á heilbrigðismarkaði til þess að taka aðgerðir af þessu tagi að sér í mars. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna fréttaflutningsins kemur fram að hluti aðgerðanna verði fluttur frá Landspítalanum í skrefum. Markmiðið sé að fjölga aðgerðum og tryggja opinbera greiðsluþátttöku í þeim. „Þar sem hér á landi hefur aldrei áður verið samið við einkaaðila um framkvæmd hryggjaraðgerða er undirbúningurinn og samningsgerðin meira krefjandi en ella,“ segir í tilkynningunni. Ekki kemur fram hvenær ráðuneytið býst við að gengið verði frá samningunum. Vilja ekki skapa tvöfalt kerfi Ráðuneytið segir að áhersla verði lögð á að nýta lærdóm sem hefur fengist af samningum við einkaaðila um liðskiptaaðgerðir sem gerðir voru í fyrra. Samið var um sjö hundruð aðgerðir til viðbótar við þær sem eru gerðar á opinberum heilbrigðisstofnunum. Framkvæmd þessara samninga er sögð hafa gengið vel í megindráttum og biðlistar styst. Áhersla er sögð lögð á að tryggja faglegar kröfur varðandi aðgerðirnar með áherslu á öryggi sjúklinga samhliða skilvirkni þjónustunnar. Vandað verði til við mat á sjúklingum, val á skurðaðgerð sem meðferðarúrræði og undirbúning fyrir aðgerð. „Mikilvægt er að ekki skapist tvöfalt kerfi við veitingu þessarar þjónustu, heldur að sjúklingar sitji við sama borð óháð efnahag,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landspítalinn Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira