Silja Björk biður Ingó afsökunar Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2024 14:54 Silja Björk hefur gefið út sérstaka afsökunarbeiðni sem hún stílar á Ingólf Þórarinsson. En tekur jafnframt fram að hún hafi ekki verið að tala um hann heldur mál í heild. visir/vilhelm Silja Björk Björnsdóttir, nýráðinn hugmyndasmiður hjá Pipar, hefur birt afsökunarbeiðni og stílar hana á Ingólf Þórarinsson tónlistarmann. Hún kannast ekki við að hafa verið að tala um hann með ummælum sem féllu í mikilli reiði, en vill samt biðja hann afsökunar. Silja, sem er titlaður sérfræðingur í samfélagsmiðlum á auglýsingastofunni Pipar, birtir afsökunarbeiðni sína meðal annars á Facebook-síðu sinni, en setur engu að síður þar þann fyrirvara að fjölmiðlar megi ekki vitna í afsökunarbeiðni hennar. Afsökunarbeiðni Silju Bjarkar Afsökunarbeiðnin er eftirfarandi: „Þann 14. júlí 2021 ritaði ég ummæli á Twitter í umræðunni um MeToo og þjóðþekkta einstaklinga. Ég nafngreindi engan í ummælunum en ég sé það núna að það mátti túlka þau þannig að þau ættu við um Ingólf Þórarinsson tónlistarmann. Ég vil taka það skýrt fram að ummælin mín fjölluðu í engu um hans persónu. Sem slík fóru þau augljóslega langt yfir strikið og ég harma það tjón sem Ingólfur og fjölskylda hans hefur orðið fyrir vegna þeirra. Það var ekki ætlun mín að staðhæfa um sekt hans, enda ég ekki til þess bær að gera slíkt. Ummælunum var eytt tveimur dögum síðar að beiðni Ingólfs, þar sem þau áttu ekki að skiljast í fyrrgreindu samhengi og ekki ætlun mín að meiða æru hans. Ummælin voru sett fram af mikilli reiði og langþreytu á því samfélagi sem við búum í, þar sem staða þolenda er hræðileg. Ég biðst afsökunar á tjóni sem ég kann að hafa valdið Ingólfi og fjölskyldu hans. Ummælin voru ávallt meint í breiðu samhengi og voru í takt við þá samfélagsumræðu sem var í gangi fyrir rúmum þremur árum. Ummælum þessum var ekki ætlað að varpa sekt á fólk sem ekki hefur verið dæmt fyrir meint brot, heldur voru þau sett fram til þess að gagnrýna stöðu brotaþola gagnvart réttarkerfinu. Við búum í lýðræðisríki þar sem gildir tjáningarfrelsi en það frelsi má að sjálfsögðu ekki sverta mannorð annarra að ósekju. Hafi ummæli mín orðið til þess, biðst ég afsökunar á því og hef nú þegar dregið þau ummæli sem um ræðir til baka og mun ekki hafa slík ummæli upp á opinberum vettvangi aftur.“ Afsökunarbeiðnin hluti af dómsátt Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, sem hefur staðið í orrahríð ásakana um sitthvað misjafnt, birtir einnig afsökunarbeiðnina á sinni síðu og segir sig hafa nú í tæp fjögur ár staðið í að verja æru sína og lífsviðurværi gagnvart ásökunum af þessu tagi. Honum sé mikilvægt að fá fram þessa afsökunarbeiðni. „Eins og með hitt málið sem ég vann hef ég verið að reyna að verja mig fyrir verstu ummælunum á netinu sem féllu fyrir fjórum árum. Þá var þessi kona ein þeirra sem sagði mjög ljóta hluti. Þegar hún fékk stefnu fyrir meiðyrði þá var gerð dómsátt,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. Kannski er þetta einhver allt annar Ingó? Ingólfur vann mál gegn Sindra Þór Sigríðarsyni sem var af svipuðum meiði og var honum gert að greiða Ingólfi skaðabætur. Sindri var sýknaður í héraði en dæmdur fyrir ærumeiðingra í Landsrétti. Meðan ásakanirnar gegn Ingólfi gengu sem hæst steig Haraldur Þorleifsson athafnamaður fram og sagðist vilja greiða alla þá reikninga sem fólk stæði frammi fyrir í dómsmálum gegn Ingólfi. Það var við það tækifæri sem ummæli Silju féllu, sem athugasemd á reikning Haraldar: „Erum við ekki öll sammála um að við erum ekki að fara að moka pening í barnaníðing og nauðgara.“ Erfitt gæti reynst að fá það til að koma heim og saman að þarna hafi ekki verið átt við Ingólf sem segir: „Já, það væri nú kómískt ef þarna hafi verið átt við einhvern allt annan mann en mig.“ Samtökin Öfgar hafa látið sig málið varða og skrifuðu grein sem þau fengu birta á Vísi á þriðjudaginn þar sem þau tala um að kona hafi verið neydd til að birta afsökunarbeiðni. Ljóst er nú hvað var við átt í þeim skrifum. Greinina má sjá að neðan. Minnir á mikilvægi tjáningarfrelsis Silja segir í færslu á Facebook tjáningafrelsi einstaklinga mikilvægt og lýðræðið sömuleiðis. „Á síðustu árum hefur meiðyrðamálum fjölgað svo um munar, í ljósi femínískra byltinga á samfélagsmiðlum og víðar. Ég tek virkan þátt í slíkum byltingum og nýti ætíð minn rétt til tjáningarfrelsis óspart, enda vinn ég við það að tjá mig. Réttlætiskenndin mín er sterk og þörfin fyrir að verja þolendur með kjafti og klóm enn sterkari. Það hefur ekkert breyst þó áherslur mínar hafi kannski gert það í ljósi afleiðinga einna ummæla sem ég viðhafði,“ segir Silja Björk. Hún vísar til málaferlanna vegna ummælanna sem staðið hafi í þrjú ár. „Ég hafði, og hef enn ekki, áhuga á fjölmiðlaumfjöllun um þetta mál og bjóða fjölskyldu minni og vinum upp á það að horfa á bláókunnugt fólk úthýsa mér, hóta mér og kalla mig öllum illum nöfnum í kommentakerfum landsins. Ég hafði, og hef ekki, áhuga á því að fá athygli út á gamalt tvít, sem var sett fram í mikilli reiði í stormi þúsunda annarra tvíta og ég er löngu búin að eyða. Ég hef í rauninni engan áhuga á því að segja neitt frekar um þetta mál annað en það að nú er loksins komið að því að sátt hefur náðst.“ Liður í þeirri sátt séu greiðslur miskabóta og fyrrnefnd yfirlýsing. Þakklát að geta lokað málinu „Það verða eflaust einhver sem efast um þá ákvörðun mína að semja um málið utan réttar og spyrja sig hvers vegna baráttukona eins og ég fór ekki með þetta alla leið. Sorglegur sannleikurinn er hins vegar sá að hefði ég farið með málið áfram í dómstóla, hefði það haft í för með sér gríðarlega mikið fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fyrir mig og fjölskyldu mína, sama hvernig dæmt hefði verið í málinu. Það sáum við morgunljóst í máli Sindra Þórs sem vann í héraðdsómi en var málinu svo áfrýjað og að endingu snúið við í Landsrétti stefnanda í vil. Þessi mál eru mjög matskennd og mismunandi eftir dómurum og tíðaranda hverju sinni og það var ekki áhætta sem ég hafði áhuga á að taka. Aukinheldur hefðu mín málaferli tekið tvö til þrjú ár til viðbótar við þau þrjú ár sem ég hef nú þegar staðið í þessum ferlum.“ Hún áréttar að ummælin hafi ekki snúist um neinn einn ákveðin aðila, heldur átt að varpa ljósi á stöðu þolenda og þeirra sem þora að segja frá í íslensku réttarkerfi, þar sem hægt sé að senda kröfur og kærur fyrir allskonar ummæli. „Í dag er ég þakklát að loka þessu máli og geta notað orkuna sem hefur farið í þetta síðustu þrjú árin, í eitthvað annað og betra - eins og að skipuleggja ráðstefnu um hugvíkkandi byltingu í geðlyfjalækningum og láta gott af mér leiða í samfélaginu, eins og hefur verið ásetningur minn síðasta áratug.“ Samfélagsmiðlar MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23 Ingó hafði betur í Landsrétti gegn Sindra Þór Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hafði í dag betur í meiðyrðamáli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni í Landsrétti. Sindri Þór mátti ekki viðhafa ummæli á borð við „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum.“ 10. nóvember 2023 14:08 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Silja, sem er titlaður sérfræðingur í samfélagsmiðlum á auglýsingastofunni Pipar, birtir afsökunarbeiðni sína meðal annars á Facebook-síðu sinni, en setur engu að síður þar þann fyrirvara að fjölmiðlar megi ekki vitna í afsökunarbeiðni hennar. Afsökunarbeiðni Silju Bjarkar Afsökunarbeiðnin er eftirfarandi: „Þann 14. júlí 2021 ritaði ég ummæli á Twitter í umræðunni um MeToo og þjóðþekkta einstaklinga. Ég nafngreindi engan í ummælunum en ég sé það núna að það mátti túlka þau þannig að þau ættu við um Ingólf Þórarinsson tónlistarmann. Ég vil taka það skýrt fram að ummælin mín fjölluðu í engu um hans persónu. Sem slík fóru þau augljóslega langt yfir strikið og ég harma það tjón sem Ingólfur og fjölskylda hans hefur orðið fyrir vegna þeirra. Það var ekki ætlun mín að staðhæfa um sekt hans, enda ég ekki til þess bær að gera slíkt. Ummælunum var eytt tveimur dögum síðar að beiðni Ingólfs, þar sem þau áttu ekki að skiljast í fyrrgreindu samhengi og ekki ætlun mín að meiða æru hans. Ummælin voru sett fram af mikilli reiði og langþreytu á því samfélagi sem við búum í, þar sem staða þolenda er hræðileg. Ég biðst afsökunar á tjóni sem ég kann að hafa valdið Ingólfi og fjölskyldu hans. Ummælin voru ávallt meint í breiðu samhengi og voru í takt við þá samfélagsumræðu sem var í gangi fyrir rúmum þremur árum. Ummælum þessum var ekki ætlað að varpa sekt á fólk sem ekki hefur verið dæmt fyrir meint brot, heldur voru þau sett fram til þess að gagnrýna stöðu brotaþola gagnvart réttarkerfinu. Við búum í lýðræðisríki þar sem gildir tjáningarfrelsi en það frelsi má að sjálfsögðu ekki sverta mannorð annarra að ósekju. Hafi ummæli mín orðið til þess, biðst ég afsökunar á því og hef nú þegar dregið þau ummæli sem um ræðir til baka og mun ekki hafa slík ummæli upp á opinberum vettvangi aftur.“ Afsökunarbeiðnin hluti af dómsátt Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, sem hefur staðið í orrahríð ásakana um sitthvað misjafnt, birtir einnig afsökunarbeiðnina á sinni síðu og segir sig hafa nú í tæp fjögur ár staðið í að verja æru sína og lífsviðurværi gagnvart ásökunum af þessu tagi. Honum sé mikilvægt að fá fram þessa afsökunarbeiðni. „Eins og með hitt málið sem ég vann hef ég verið að reyna að verja mig fyrir verstu ummælunum á netinu sem féllu fyrir fjórum árum. Þá var þessi kona ein þeirra sem sagði mjög ljóta hluti. Þegar hún fékk stefnu fyrir meiðyrði þá var gerð dómsátt,“ segir Ingólfur í samtali við Vísi. Kannski er þetta einhver allt annar Ingó? Ingólfur vann mál gegn Sindra Þór Sigríðarsyni sem var af svipuðum meiði og var honum gert að greiða Ingólfi skaðabætur. Sindri var sýknaður í héraði en dæmdur fyrir ærumeiðingra í Landsrétti. Meðan ásakanirnar gegn Ingólfi gengu sem hæst steig Haraldur Þorleifsson athafnamaður fram og sagðist vilja greiða alla þá reikninga sem fólk stæði frammi fyrir í dómsmálum gegn Ingólfi. Það var við það tækifæri sem ummæli Silju féllu, sem athugasemd á reikning Haraldar: „Erum við ekki öll sammála um að við erum ekki að fara að moka pening í barnaníðing og nauðgara.“ Erfitt gæti reynst að fá það til að koma heim og saman að þarna hafi ekki verið átt við Ingólf sem segir: „Já, það væri nú kómískt ef þarna hafi verið átt við einhvern allt annan mann en mig.“ Samtökin Öfgar hafa látið sig málið varða og skrifuðu grein sem þau fengu birta á Vísi á þriðjudaginn þar sem þau tala um að kona hafi verið neydd til að birta afsökunarbeiðni. Ljóst er nú hvað var við átt í þeim skrifum. Greinina má sjá að neðan. Minnir á mikilvægi tjáningarfrelsis Silja segir í færslu á Facebook tjáningafrelsi einstaklinga mikilvægt og lýðræðið sömuleiðis. „Á síðustu árum hefur meiðyrðamálum fjölgað svo um munar, í ljósi femínískra byltinga á samfélagsmiðlum og víðar. Ég tek virkan þátt í slíkum byltingum og nýti ætíð minn rétt til tjáningarfrelsis óspart, enda vinn ég við það að tjá mig. Réttlætiskenndin mín er sterk og þörfin fyrir að verja þolendur með kjafti og klóm enn sterkari. Það hefur ekkert breyst þó áherslur mínar hafi kannski gert það í ljósi afleiðinga einna ummæla sem ég viðhafði,“ segir Silja Björk. Hún vísar til málaferlanna vegna ummælanna sem staðið hafi í þrjú ár. „Ég hafði, og hef enn ekki, áhuga á fjölmiðlaumfjöllun um þetta mál og bjóða fjölskyldu minni og vinum upp á það að horfa á bláókunnugt fólk úthýsa mér, hóta mér og kalla mig öllum illum nöfnum í kommentakerfum landsins. Ég hafði, og hef ekki, áhuga á því að fá athygli út á gamalt tvít, sem var sett fram í mikilli reiði í stormi þúsunda annarra tvíta og ég er löngu búin að eyða. Ég hef í rauninni engan áhuga á því að segja neitt frekar um þetta mál annað en það að nú er loksins komið að því að sátt hefur náðst.“ Liður í þeirri sátt séu greiðslur miskabóta og fyrrnefnd yfirlýsing. Þakklát að geta lokað málinu „Það verða eflaust einhver sem efast um þá ákvörðun mína að semja um málið utan réttar og spyrja sig hvers vegna baráttukona eins og ég fór ekki með þetta alla leið. Sorglegur sannleikurinn er hins vegar sá að hefði ég farið með málið áfram í dómstóla, hefði það haft í för með sér gríðarlega mikið fjárhagslegt og tilfinningalegt tjón fyrir mig og fjölskyldu mína, sama hvernig dæmt hefði verið í málinu. Það sáum við morgunljóst í máli Sindra Þórs sem vann í héraðdsómi en var málinu svo áfrýjað og að endingu snúið við í Landsrétti stefnanda í vil. Þessi mál eru mjög matskennd og mismunandi eftir dómurum og tíðaranda hverju sinni og það var ekki áhætta sem ég hafði áhuga á að taka. Aukinheldur hefðu mín málaferli tekið tvö til þrjú ár til viðbótar við þau þrjú ár sem ég hef nú þegar staðið í þessum ferlum.“ Hún áréttar að ummælin hafi ekki snúist um neinn einn ákveðin aðila, heldur átt að varpa ljósi á stöðu þolenda og þeirra sem þora að segja frá í íslensku réttarkerfi, þar sem hægt sé að senda kröfur og kærur fyrir allskonar ummæli. „Í dag er ég þakklát að loka þessu máli og geta notað orkuna sem hefur farið í þetta síðustu þrjú árin, í eitthvað annað og betra - eins og að skipuleggja ráðstefnu um hugvíkkandi byltingu í geðlyfjalækningum og láta gott af mér leiða í samfélaginu, eins og hefur verið ásetningur minn síðasta áratug.“
„Þann 14. júlí 2021 ritaði ég ummæli á Twitter í umræðunni um MeToo og þjóðþekkta einstaklinga. Ég nafngreindi engan í ummælunum en ég sé það núna að það mátti túlka þau þannig að þau ættu við um Ingólf Þórarinsson tónlistarmann. Ég vil taka það skýrt fram að ummælin mín fjölluðu í engu um hans persónu. Sem slík fóru þau augljóslega langt yfir strikið og ég harma það tjón sem Ingólfur og fjölskylda hans hefur orðið fyrir vegna þeirra. Það var ekki ætlun mín að staðhæfa um sekt hans, enda ég ekki til þess bær að gera slíkt. Ummælunum var eytt tveimur dögum síðar að beiðni Ingólfs, þar sem þau áttu ekki að skiljast í fyrrgreindu samhengi og ekki ætlun mín að meiða æru hans. Ummælin voru sett fram af mikilli reiði og langþreytu á því samfélagi sem við búum í, þar sem staða þolenda er hræðileg. Ég biðst afsökunar á tjóni sem ég kann að hafa valdið Ingólfi og fjölskyldu hans. Ummælin voru ávallt meint í breiðu samhengi og voru í takt við þá samfélagsumræðu sem var í gangi fyrir rúmum þremur árum. Ummælum þessum var ekki ætlað að varpa sekt á fólk sem ekki hefur verið dæmt fyrir meint brot, heldur voru þau sett fram til þess að gagnrýna stöðu brotaþola gagnvart réttarkerfinu. Við búum í lýðræðisríki þar sem gildir tjáningarfrelsi en það frelsi má að sjálfsögðu ekki sverta mannorð annarra að ósekju. Hafi ummæli mín orðið til þess, biðst ég afsökunar á því og hef nú þegar dregið þau ummæli sem um ræðir til baka og mun ekki hafa slík ummæli upp á opinberum vettvangi aftur.“
Samfélagsmiðlar MeToo Mál Ingólfs Þórarinssonar Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23 Ingó hafði betur í Landsrétti gegn Sindra Þór Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hafði í dag betur í meiðyrðamáli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni í Landsrétti. Sindri Þór mátti ekki viðhafa ummæli á borð við „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum.“ 10. nóvember 2023 14:08 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Sjá meira
Segir Landsrétt þagga niður í konum með því að dæma sér í óvil Sindri Þór Sigríðarson, hvers ummæli í garð Ingólfs Þórarinssonar voru dæmd dauð og ómerk í Landsrétti í gær, segir dómstólinn hafa með niðurstöðu sinni þaggað niður í konum. 11. nóvember 2023 16:23
Ingó hafði betur í Landsrétti gegn Sindra Þór Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, hafði í dag betur í meiðyrðamáli sínu á hendur Sindra Þór Sigríðarsyni Hilmarssyni í Landsrétti. Sindri Þór mátti ekki viðhafa ummæli á borð við „Skemmtikraftur sem hefur stundað það síðastliðin 12-13 ár að ríða börnum.“ 10. nóvember 2023 14:08