Fleiri fresta læknisferðum vegna langra biðlista Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. september 2024 12:02 Biðlistar lengjast og fólk frestar læknisferðum. Vísir/Vilhelm Fólki sem frestar læknisferðum vegna langra biðlista hefur fjölgað á síðustu mánuðum og sum heimili bera óhóflegan kostnað af heilbrigðisþjónustu. Þetta eru niðurstöður rannsóknar, sem kynntar eru að hluta á málþingi ASÍ um félagslegt heilbrigðiskerfi í dag. ASÍ, BSRB og ÖBÍ standa að málþingi um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Málþingið hefst klukkan tvö og er í tilefni útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, sem er þýðing á riti Göran Dahlgren um málaflokkinn og hvernig reynslan hefur verið í Svíþjóð undanfarna áratugi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, hefur verið að rannsaka þróun þessara mála hér á landi. Hann segir að undanfarin ár hafi tekist að lækka hlutfallslega kostnað sjúklinga en hann skiptist misjafnlega milli einstakra hópa. „Sum heimili hafa óhóflega kostnaðarbirgði af heilbrigðisþjónustunni og okkur hefur ekki tekist að jafna þessa stöðu nógu vel milli heimila,“ segir Rúnar. „Mesta kostnaðarbirgði bera heimili ungs fólks, einhleypra og einstæðra foreldra og fólks með minni menntun en þó sérstaklega fólks með lægri tekjur, langveikra og öryrkja.“ Aukin frestun og lengri biðlistar Þá hafi okkur miðað af leið þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Við sjáum til dæmis að því hefur heldur fjölgað fólki sem frestar að leita til læknis undanfarna mánuði. Meginástæðan, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu er löng bið eftir að fá tíma.“ Á sama tíma hafi rekstrarformi heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu verið breytt, til dæmis hafi einkareknum stofum fjölgað. „Ein hugmyndin var sú að þetta myndi bæta nýliðun og auka aðgengi að þjónustunni en við sjáum ekki dæmi um að það hafi tekist. Það er heldur aukning í frestun og lengingu biðlista,“ segir Rúnar. „Niðurstaðana er raunverulega sú að hið opinbera þarf að koma með virkari hætti og skipulegar að bæði fjármögnun og rekstri heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja okkar meginmarkmið í félagslegu heilbrigðiskerfi, sem er sem jafnast aðgengi allra að þeirri þjónustu sem þörf er á.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
ASÍ, BSRB og ÖBÍ standa að málþingi um jafnrétti í heilbrigðisþjónustu. Málþingið hefst klukkan tvö og er í tilefni útgáfu bókarinnar Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu, sem er þýðing á riti Göran Dahlgren um málaflokkinn og hvernig reynslan hefur verið í Svíþjóð undanfarna áratugi. Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, hefur verið að rannsaka þróun þessara mála hér á landi. Hann segir að undanfarin ár hafi tekist að lækka hlutfallslega kostnað sjúklinga en hann skiptist misjafnlega milli einstakra hópa. „Sum heimili hafa óhóflega kostnaðarbirgði af heilbrigðisþjónustunni og okkur hefur ekki tekist að jafna þessa stöðu nógu vel milli heimila,“ segir Rúnar. „Mesta kostnaðarbirgði bera heimili ungs fólks, einhleypra og einstæðra foreldra og fólks með minni menntun en þó sérstaklega fólks með lægri tekjur, langveikra og öryrkja.“ Aukin frestun og lengri biðlistar Þá hafi okkur miðað af leið þegar kemur að aðgengi að heilbrigðisþjónustu. „Við sjáum til dæmis að því hefur heldur fjölgað fólki sem frestar að leita til læknis undanfarna mánuði. Meginástæðan, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu er löng bið eftir að fá tíma.“ Á sama tíma hafi rekstrarformi heilsugæslustöðvanna á höfuðborgarsvæðinu verið breytt, til dæmis hafi einkareknum stofum fjölgað. „Ein hugmyndin var sú að þetta myndi bæta nýliðun og auka aðgengi að þjónustunni en við sjáum ekki dæmi um að það hafi tekist. Það er heldur aukning í frestun og lengingu biðlista,“ segir Rúnar. „Niðurstaðana er raunverulega sú að hið opinbera þarf að koma með virkari hætti og skipulegar að bæði fjármögnun og rekstri heilbrigðisþjónustunnar til að tryggja okkar meginmarkmið í félagslegu heilbrigðiskerfi, sem er sem jafnast aðgengi allra að þeirri þjónustu sem þörf er á.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira