Fengu milljarði meira en bróðirinn en þurfa ekki að endurgreiða Árni Sæberg skrifar 11. september 2024 12:06 Landsréttur segir systkinin ekki skulda dánarbúi foreldra sinna krónu. Vísir/Vilhelm Fjögur systkini þurfa ekki að endurgreiða dánarbúi móður sinnar um 200 milljónir króna sem börn látins bróður þeirra kröfðust. Systkinin fengu samanlagt um einum milljarði króna meira í fyrirframgreiddan arf en bróðirinn. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp úrskurð í málinu þann 4. september síðastliðinn. Í úrskurðinum segir að við opinber skipti á dánarbúi móðurinnar, sem hefði setið í óskiptu búi eftir andlát eiginmanns síns og föður systkinanna frá árinu 2017 til andláts árið 2020, hafi dánarbúið krafist þess að systkinin fjögur endurgreiddu á bilinu 59 til 60 milljónir á mann. Það hafi búið gert að undirlagi tveggja barna bróður systkinanna tveggja, sem hafi látist árið 2019. Óumdeilt að systkinin hafi fengið meira Óumdeilt hafi verið í málinu að systkinin fjögur hefði fengið talsvert hærri fjárhæðir í fyrirframgreiddan arf en bróðirinn. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem hafnaði einnig kröfu dánarbúsins, segir að systkinin hafi frá árinu 2010 öll fengið fyrirframgreiddan arf frá foreldrum sínum. Fram til ársins 2015 hafi rúmlega 550 milljónum króna verið ráðstafað úr búinu til systkinanna allra, þar af 112 milljónum til föður barnabarnanna sem höfðuðu málið. Á árunum 2016 til 2019 hafi systkinin fjögur fengið 254,2 milljónir króna í fyrirframgreiddan arf á mann í þremur færslum. Fimmti bróðirinn hafi á þeim tíma ekki fengið krónu. Eftir þessar ráðstafanir hafi dánarbúið nánast verið eignalaust. Tvö systkinanna með umboð Tvö systkinanna hafi árið 2015 fengið fullt og ótakmarkað umboð frá foreldrum sínum til þess að sjá um fjármál þeirra. Barnabörnin tvö hafi haldið því fram að ráðstafanir sem framkvæmdar voru eftir það hafi verið þvert á vilja hjónanna og efni sameiginlegrar erfðaskrár þeirra. Hjónin hafi alla tíð passað upp á að mismuna börnum sínum ekki þegar kom að fyrirframgreiðslu arfs. Þau hafi byggt á því að faðir þeirra hafi verið skylduerfingi hjónanna og hefði því átt að fá jafnan hlut úr búinu. Þá hafi barnabörnin einnig byggt á því að í aðdraganda þess að systkinin fjögur fengu fyrst greiddan arf en ekki bróðirinn árin 2016 hafi vitrænni getu ömmu þeirra farið mjög hrakandi. Þá hafi verið ljóst að afi þeirra hefði ekki heldur verið heill heilsu andlega þegar arfinum var ráðstafað. Ekki sannað að ráðstafanirnar hafi verið þvert á vilja hjónanna Í niðurstöðu Landsréttar segir að dánarbúinu hafi ekki tekist að færa sönnur á það að vilji arfleiðenda, foreldra systkinanna, hefði verið að börn þeirra fengu jafnan arf. Þá hafi ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinunum yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn að þessu leyti. Í 32. grein erfðalaga segir að erfingi sem hlýtur fyrirfram meira fé frá arfleifanda en nemur erfðahluta hans verði hann ekki skyldaður til að standa búinu skil á mismuninum, nema hann hafi sérstaklega skuldbundið sig til þess. Systkinin fjögur hafi ekki skuldbundið sig til þess. Í fyrri dómum Hæstaréttar hafi ákvæðið verið skýrt eftir orðanna hljóðan og því væri engin ástæða til þess að bregða út frá því. Því var öllum kröfum dánarbúsins hafnað og því gert að greiða systkinunum 150 þúsund krónur í kærumálskostnað, hverju fyrir sig. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp úrskurð í málinu þann 4. september síðastliðinn. Í úrskurðinum segir að við opinber skipti á dánarbúi móðurinnar, sem hefði setið í óskiptu búi eftir andlát eiginmanns síns og föður systkinanna frá árinu 2017 til andláts árið 2020, hafi dánarbúið krafist þess að systkinin fjögur endurgreiddu á bilinu 59 til 60 milljónir á mann. Það hafi búið gert að undirlagi tveggja barna bróður systkinanna tveggja, sem hafi látist árið 2019. Óumdeilt að systkinin hafi fengið meira Óumdeilt hafi verið í málinu að systkinin fjögur hefði fengið talsvert hærri fjárhæðir í fyrirframgreiddan arf en bróðirinn. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem hafnaði einnig kröfu dánarbúsins, segir að systkinin hafi frá árinu 2010 öll fengið fyrirframgreiddan arf frá foreldrum sínum. Fram til ársins 2015 hafi rúmlega 550 milljónum króna verið ráðstafað úr búinu til systkinanna allra, þar af 112 milljónum til föður barnabarnanna sem höfðuðu málið. Á árunum 2016 til 2019 hafi systkinin fjögur fengið 254,2 milljónir króna í fyrirframgreiddan arf á mann í þremur færslum. Fimmti bróðirinn hafi á þeim tíma ekki fengið krónu. Eftir þessar ráðstafanir hafi dánarbúið nánast verið eignalaust. Tvö systkinanna með umboð Tvö systkinanna hafi árið 2015 fengið fullt og ótakmarkað umboð frá foreldrum sínum til þess að sjá um fjármál þeirra. Barnabörnin tvö hafi haldið því fram að ráðstafanir sem framkvæmdar voru eftir það hafi verið þvert á vilja hjónanna og efni sameiginlegrar erfðaskrár þeirra. Hjónin hafi alla tíð passað upp á að mismuna börnum sínum ekki þegar kom að fyrirframgreiðslu arfs. Þau hafi byggt á því að faðir þeirra hafi verið skylduerfingi hjónanna og hefði því átt að fá jafnan hlut úr búinu. Þá hafi barnabörnin einnig byggt á því að í aðdraganda þess að systkinin fjögur fengu fyrst greiddan arf en ekki bróðirinn árin 2016 hafi vitrænni getu ömmu þeirra farið mjög hrakandi. Þá hafi verið ljóst að afi þeirra hefði ekki heldur verið heill heilsu andlega þegar arfinum var ráðstafað. Ekki sannað að ráðstafanirnar hafi verið þvert á vilja hjónanna Í niðurstöðu Landsréttar segir að dánarbúinu hafi ekki tekist að færa sönnur á það að vilji arfleiðenda, foreldra systkinanna, hefði verið að börn þeirra fengu jafnan arf. Þá hafi ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinunum yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn að þessu leyti. Í 32. grein erfðalaga segir að erfingi sem hlýtur fyrirfram meira fé frá arfleifanda en nemur erfðahluta hans verði hann ekki skyldaður til að standa búinu skil á mismuninum, nema hann hafi sérstaklega skuldbundið sig til þess. Systkinin fjögur hafi ekki skuldbundið sig til þess. Í fyrri dómum Hæstaréttar hafi ákvæðið verið skýrt eftir orðanna hljóðan og því væri engin ástæða til þess að bregða út frá því. Því var öllum kröfum dánarbúsins hafnað og því gert að greiða systkinunum 150 þúsund krónur í kærumálskostnað, hverju fyrir sig.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira