Arion banki hækkar vexti hressilega Árni Sæberg skrifar 11. september 2024 10:19 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Vísir/Vilhelm Útlánavextir Arion banka hækka talsvert frá og með deginum í dag. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa ekki tilkynnt vaxtahækkun. Í tilkynningu á vef Arion banka segir að verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækki um 0,60 prósentustig og verði 4,64 prósent. Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir hækki um 0,50 prósentustig og verði 4,74 prósent. Það gerir hækkun upp á fimmtán prósent annars vegar og tólf prósent hins vegar. Þá hækki verðtryggðir breytilegir kjörvextir um 0,75 prósentustig og verði 6,2 prósent. Kjörvextir eru lægstu útlánsvextir lánastofnana. Þeir eru notaðir þegar lánaáhætta er lítil eða engin að mati lánastofnunar. Hækkun ávöxtunarkröfu um að kenna Í tilkynningu segir að breytingar á vöxtum verðtryggra útlána séu meðal annars tilkomnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar. Breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar. Vaxtabreytingar útlána taki mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, meðal annars útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgi að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafi aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar. Arion banki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Viðskipti innlent Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Viðskipti innlent Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Viðskipti innlent Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Neytendur Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Neytendur Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Viðskipti innlent Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira
Í tilkynningu á vef Arion banka segir að verðtryggðir breytilegir íbúðalánavextir hækki um 0,60 prósentustig og verði 4,64 prósent. Verðtryggðir fastir íbúðalánavextir hækki um 0,50 prósentustig og verði 4,74 prósent. Það gerir hækkun upp á fimmtán prósent annars vegar og tólf prósent hins vegar. Þá hækki verðtryggðir breytilegir kjörvextir um 0,75 prósentustig og verði 6,2 prósent. Kjörvextir eru lægstu útlánsvextir lánastofnana. Þeir eru notaðir þegar lánaáhætta er lítil eða engin að mati lánastofnunar. Hækkun ávöxtunarkröfu um að kenna Í tilkynningu segir að breytingar á vöxtum verðtryggra útlána séu meðal annars tilkomnar vegna hækkunar á ávöxtunarkröfu verðtryggðrar fjármögnunar. Breytingar á vöxtum lána sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taki gildi í samræmi við skilmála lánanna og tilkynningar um vaxtabreytingar. Vaxtabreytingar útlána taki mið af fjármögnunarkostnaði bankans á hverjum tíma en einnig af öðrum þáttum, meðal annars útlánaáhættu. Fjármögnunarkostnaður bankans fylgi að hluta til stýrivöxtum Seðlabankans en einnig hafi aðrar fjármögnunarleiðir umtalsverð áhrif, svo sem innlán viðskiptavina, markaðsfjármögnun, erlend skuldabréfaútgáfa og eiginfjárgerningar.
Arion banki Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnulíf Bogi og Linda kaupa af Heimum fyrir milljarða Viðskipti innlent Landsbankinn rekur lestina og lækkar vexti Viðskipti innlent Loks opnað fyrir umsóknir um hlutdeildarlán Viðskipti innlent Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Neytendur Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Neytendur Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Atvinnulíf Bankarnir verði að lækka vexti jafnhratt og þeir hækkuðu Viðskipti innlent Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Viðskipti erlent „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Arion banki hækkar vexti hressilega Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Skinkan langódýrust í Prís Fasteignasali gaf rangar upplýsingar og situr uppi með reikninginn Kílómetragjaldið verst fyrir þá tekjulægri Óttast að fólk kaupi eitruð barnaföt fyrir jólin Sjá meira