Áhöfnin sér loksins til lands Sigurður Páll Jónsson skrifar 11. september 2024 07:01 Þjóðarskútan hefur verið stjórnlaus núna á áttunda ár og fiskeríið eftir því og aflinn rýr. Sundurlindi yfirmanna í brúnni hefur einkennt siglinguna og kostnaðurinn við veiðarnar alltof mikil sem bitnar mest á kjörum þeirra sem vinna á dekkinu. Þrældómur hinna vinnandi handa hefur ekki skilað sér í vasa þeirra sjálfra heldur til þeirra sem aldrei dífa hendinni í kalt vatn. Þegar þessi sigling hófst árið 2017 varaði undirritaður og margir fleiri við að til að ná árangri, þarf að standa við það sem áhöfninni var lofað fyrir kosningarnar 2017. Sú lýðræðislega misþyrming sem framin var eftir kosningarnar og er enn núna 2024 um að í brúnna á þjóðarskútunni raðaði sér fólk sem getur ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut nema að komast í mjúka stóla sem þola veltinginn í ólgandi sjó, meðan áhöfnin þrælar og púlar á dekkinu til að eiga til hnífs og skeiðar. En núna hillir undir breytingar og áhöfnin fær tækifæri til að fá nýja yfirmenn í brúnna sem koma sér saman um að vinna áhöfn þjóðarskútunnar til heilla. Ég hef áður notað samlíkinguna við sjómennsku í ræðum og riti enda sjálfur verið viðloðandi sjómennsku í 40 ár. Einnig hefur þingmennska verið minn vetfangur á síðustu 10 árum. Veruleikinn til sjós eða á hinu háa alþingi er nefnilega sambærilegur að því leiti að það skiptir öllu máli hverjir eru við stjórnvölinn í brúnni. Stefnuleysi og sundurlindi núverandi ríkisstjórnar hefur svæft þann kraft sem íslensk þjóð býr yfir sem er dugnaður og jákvæðni. Lýðræðið er ekki sjálfsagt og því þurfum við að halda á lofti. Stjórnmálamenn eiga að hugsa um hag almennings til viðhalds lýðræðinu. Nú fylgumst við með á nýsettu alþingi á kosningavetri þegar ríkistjórnar flokkarnir reyna að slá ryki í augu almennings. Vísbending um algjört afhroð og veruleikafyrringu stjórnvalda má sjá í nýkynntu fjárlagafrumvarpi þar sem fjármálaráðherra væntir mjúkrar lendingar ríkissjóðs með því að loka augunum og halda fyrir eyrun. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðarskútan hefur verið stjórnlaus núna á áttunda ár og fiskeríið eftir því og aflinn rýr. Sundurlindi yfirmanna í brúnni hefur einkennt siglinguna og kostnaðurinn við veiðarnar alltof mikil sem bitnar mest á kjörum þeirra sem vinna á dekkinu. Þrældómur hinna vinnandi handa hefur ekki skilað sér í vasa þeirra sjálfra heldur til þeirra sem aldrei dífa hendinni í kalt vatn. Þegar þessi sigling hófst árið 2017 varaði undirritaður og margir fleiri við að til að ná árangri, þarf að standa við það sem áhöfninni var lofað fyrir kosningarnar 2017. Sú lýðræðislega misþyrming sem framin var eftir kosningarnar og er enn núna 2024 um að í brúnna á þjóðarskútunni raðaði sér fólk sem getur ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut nema að komast í mjúka stóla sem þola veltinginn í ólgandi sjó, meðan áhöfnin þrælar og púlar á dekkinu til að eiga til hnífs og skeiðar. En núna hillir undir breytingar og áhöfnin fær tækifæri til að fá nýja yfirmenn í brúnna sem koma sér saman um að vinna áhöfn þjóðarskútunnar til heilla. Ég hef áður notað samlíkinguna við sjómennsku í ræðum og riti enda sjálfur verið viðloðandi sjómennsku í 40 ár. Einnig hefur þingmennska verið minn vetfangur á síðustu 10 árum. Veruleikinn til sjós eða á hinu háa alþingi er nefnilega sambærilegur að því leiti að það skiptir öllu máli hverjir eru við stjórnvölinn í brúnni. Stefnuleysi og sundurlindi núverandi ríkisstjórnar hefur svæft þann kraft sem íslensk þjóð býr yfir sem er dugnaður og jákvæðni. Lýðræðið er ekki sjálfsagt og því þurfum við að halda á lofti. Stjórnmálamenn eiga að hugsa um hag almennings til viðhalds lýðræðinu. Nú fylgumst við með á nýsettu alþingi á kosningavetri þegar ríkistjórnar flokkarnir reyna að slá ryki í augu almennings. Vísbending um algjört afhroð og veruleikafyrringu stjórnvalda má sjá í nýkynntu fjárlagafrumvarpi þar sem fjármálaráðherra væntir mjúkrar lendingar ríkissjóðs með því að loka augunum og halda fyrir eyrun. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun