Trump verði áfram Trump en meira í húfi fyrir Harris Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2024 20:02 Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu, og mögulega einu, kappræðunum á milli forsetaframbjóðendanna Donalds Trump og Kamölu Harris sem verður sjónvarpað frá Pennsylvaníu í nótt. Það er meira í húfi fyrir Harris en Trump að mati sérfræðings, þótt Trump sé minna spenntur fyrir að mæta Harris en hann var fyrir að mæta Biden. Það er engin tilviljun að kappræðurnar fari fram í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, þar sem mikið er í húfi í nóvember og barátturíki fyrir báða frambjóðendur. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma og eru sýndar á ABC fréttastöðinni og verður hægt að fylgjast með þeim á Vísi. Þær standa í 90 mínútur og verður fyrirkomulagið þannig að slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðenda sem ekki hefur orðið á meðan hinn talar. Engir áhorfendur verða í sal og sjá þáttarstjórnendur einir um að spyrja. Að lokum fá Trump og Harris svo tækifæri til að ávarpa kjósendur. „Ég held að maður geti búist við að Trump verði áfram Trump, hann muni koma fram með ófyrirséðar árásir, verði jafnvel svolítið persónulegur. Sagan segir að hans teymi hafi verið að reyna að þjálfa hann svolítið í stefnumálum og reyna fá hann til að fókusera eitthvað. En hvort að það dugar að hafa slökkt á hljóðnemanum, eins og hjálpaði honum mikið gegn Biden, það er spurning,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Tregari til að mæta Harris Afar mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja í skoðanakönnunum og kappræðnanna er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Fyrir Harris þá er þetta stærsti áhorfendahópur sem hún hefur talað frami fyrir, hennar tækifæri til að kynna sig. Trump þarf ekki eins mikið á þessu að halda þannig hún þarf að vera í sókn,“ segir Silja Bára. Kappræðurnar í kvöld eru þær einu sem náðst hefur samkomulag um, og því óvíst ennþá hvort Trump og Harris muni mætast aftur þegar nær dregur kosningum. „Þetta er raunverulega bara samkomulag og sagan segir að Trump sé minna spenntur fyrir því að mæta á sviðið með Harris heldur en hann var með Biden. Þannig að hann var meira að segja á tímabili að draga í land með að hann myndi mæta í þessar kappræður í kvöld,“ segir Silja Bára. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira
Það er engin tilviljun að kappræðurnar fari fram í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, þar sem mikið er í húfi í nóvember og barátturíki fyrir báða frambjóðendur. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma og eru sýndar á ABC fréttastöðinni og verður hægt að fylgjast með þeim á Vísi. Þær standa í 90 mínútur og verður fyrirkomulagið þannig að slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðenda sem ekki hefur orðið á meðan hinn talar. Engir áhorfendur verða í sal og sjá þáttarstjórnendur einir um að spyrja. Að lokum fá Trump og Harris svo tækifæri til að ávarpa kjósendur. „Ég held að maður geti búist við að Trump verði áfram Trump, hann muni koma fram með ófyrirséðar árásir, verði jafnvel svolítið persónulegur. Sagan segir að hans teymi hafi verið að reyna að þjálfa hann svolítið í stefnumálum og reyna fá hann til að fókusera eitthvað. En hvort að það dugar að hafa slökkt á hljóðnemanum, eins og hjálpaði honum mikið gegn Biden, það er spurning,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Tregari til að mæta Harris Afar mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja í skoðanakönnunum og kappræðnanna er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Fyrir Harris þá er þetta stærsti áhorfendahópur sem hún hefur talað frami fyrir, hennar tækifæri til að kynna sig. Trump þarf ekki eins mikið á þessu að halda þannig hún þarf að vera í sókn,“ segir Silja Bára. Kappræðurnar í kvöld eru þær einu sem náðst hefur samkomulag um, og því óvíst ennþá hvort Trump og Harris muni mætast aftur þegar nær dregur kosningum. „Þetta er raunverulega bara samkomulag og sagan segir að Trump sé minna spenntur fyrir því að mæta á sviðið með Harris heldur en hann var með Biden. Þannig að hann var meira að segja á tímabili að draga í land með að hann myndi mæta í þessar kappræður í kvöld,“ segir Silja Bára.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Sjá meira