Trump verði áfram Trump en meira í húfi fyrir Harris Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. september 2024 20:02 Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu, og mögulega einu, kappræðunum á milli forsetaframbjóðendanna Donalds Trump og Kamölu Harris sem verður sjónvarpað frá Pennsylvaníu í nótt. Það er meira í húfi fyrir Harris en Trump að mati sérfræðings, þótt Trump sé minna spenntur fyrir að mæta Harris en hann var fyrir að mæta Biden. Það er engin tilviljun að kappræðurnar fari fram í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, þar sem mikið er í húfi í nóvember og barátturíki fyrir báða frambjóðendur. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma og eru sýndar á ABC fréttastöðinni og verður hægt að fylgjast með þeim á Vísi. Þær standa í 90 mínútur og verður fyrirkomulagið þannig að slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðenda sem ekki hefur orðið á meðan hinn talar. Engir áhorfendur verða í sal og sjá þáttarstjórnendur einir um að spyrja. Að lokum fá Trump og Harris svo tækifæri til að ávarpa kjósendur. „Ég held að maður geti búist við að Trump verði áfram Trump, hann muni koma fram með ófyrirséðar árásir, verði jafnvel svolítið persónulegur. Sagan segir að hans teymi hafi verið að reyna að þjálfa hann svolítið í stefnumálum og reyna fá hann til að fókusera eitthvað. En hvort að það dugar að hafa slökkt á hljóðnemanum, eins og hjálpaði honum mikið gegn Biden, það er spurning,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Tregari til að mæta Harris Afar mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja í skoðanakönnunum og kappræðnanna er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Fyrir Harris þá er þetta stærsti áhorfendahópur sem hún hefur talað frami fyrir, hennar tækifæri til að kynna sig. Trump þarf ekki eins mikið á þessu að halda þannig hún þarf að vera í sókn,“ segir Silja Bára. Kappræðurnar í kvöld eru þær einu sem náðst hefur samkomulag um, og því óvíst ennþá hvort Trump og Harris muni mætast aftur þegar nær dregur kosningum. „Þetta er raunverulega bara samkomulag og sagan segir að Trump sé minna spenntur fyrir því að mæta á sviðið með Harris heldur en hann var með Biden. Þannig að hann var meira að segja á tímabili að draga í land með að hann myndi mæta í þessar kappræður í kvöld,“ segir Silja Bára. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Það er engin tilviljun að kappræðurnar fari fram í Fíladelfíu í Pennsylvaníu, þar sem mikið er í húfi í nóvember og barátturíki fyrir báða frambjóðendur. Kappræðurnar hefjast klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma og eru sýndar á ABC fréttastöðinni og verður hægt að fylgjast með þeim á Vísi. Þær standa í 90 mínútur og verður fyrirkomulagið þannig að slökkt verður á hljóðnema þess frambjóðenda sem ekki hefur orðið á meðan hinn talar. Engir áhorfendur verða í sal og sjá þáttarstjórnendur einir um að spyrja. Að lokum fá Trump og Harris svo tækifæri til að ávarpa kjósendur. „Ég held að maður geti búist við að Trump verði áfram Trump, hann muni koma fram með ófyrirséðar árásir, verði jafnvel svolítið persónulegur. Sagan segir að hans teymi hafi verið að reyna að þjálfa hann svolítið í stefnumálum og reyna fá hann til að fókusera eitthvað. En hvort að það dugar að hafa slökkt á hljóðnemanum, eins og hjálpaði honum mikið gegn Biden, það er spurning,“ segir Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands. Tregari til að mæta Harris Afar mjótt er á munum milli frambjóðendanna tveggja í skoðanakönnunum og kappræðnanna er beðið með mikilli eftirvæntingu. „Fyrir Harris þá er þetta stærsti áhorfendahópur sem hún hefur talað frami fyrir, hennar tækifæri til að kynna sig. Trump þarf ekki eins mikið á þessu að halda þannig hún þarf að vera í sókn,“ segir Silja Bára. Kappræðurnar í kvöld eru þær einu sem náðst hefur samkomulag um, og því óvíst ennþá hvort Trump og Harris muni mætast aftur þegar nær dregur kosningum. „Þetta er raunverulega bara samkomulag og sagan segir að Trump sé minna spenntur fyrir því að mæta á sviðið með Harris heldur en hann var með Biden. Þannig að hann var meira að segja á tímabili að draga í land með að hann myndi mæta í þessar kappræður í kvöld,“ segir Silja Bára.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Donald Trump Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira