Að draga ályktanir af þrettán ára frétt Hörður Arnarson skrifar 11. september 2024 10:01 Haustið 2011 var mikill áhugi víða í samfélaginu að ráðast í hraða uppbyggingu orkuvinnslu fyrir ný álver, svo koma mætti íslensku efnahagslífi sem fyrst aftur á rétta braut eftir hrun. Væntingar voru ekki alltaf raunhæfar, meðal annars um að byggja tvö ný álver á Íslandi. Það blasti til dæmis við að í þáverandi efnahagsástandi var ekki hlaupið að því fyrir orkufyrirtæki að sækja sér milljarða lán til útlanda til framkvæmda. Að sama skapi áttu fyrirtæki, sem höfðu hug á að reisa álver, ekki greiðan aðgang að lánsfé. Ég benti á það á þessum tíma að orka væri alls ekki tiltæk fyrir ný álver, enda alkunna að undirbúningur virkjana tekur mörg ár. Ég benti líka á, að við ættum ekki óþrjótandi virkjunarkosti og yrðum að vanda vel til verka, gæta þess að nýta orkuna okkar sem allra best og tryggja að þjóðin fengi sem hæst verð fyrir þessa auðlind sína. Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, ritaði greinina „Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga“ sem birtist hér á Vísi 9. september þar sem hann snýr þessu öllu á haus. Hann vitnar til þrettán ára gamallar fréttar þar sem hluti umræðu þess tíma er tekinn fyrir, en tilefni fréttarinnar var erindi mitt á formannafundi ASÍ það árið. Í fréttinni kemur að vísu vel fram sú brýning mín að mikilvægt sé að vanda vel til verka og tryggja sem mesta arðsemi. Snæbjörn gerir mér hins vegar upp þá framtíðarsýn að „orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu“, eins og hann ritar. Hann fagnar því að Landsvirkjun hafi ekki tekist „þetta ætlunarverk sitt“. Ef ég drægi jafn frjálslega ályktanir af jafn veiku tilefni og Snæbjörn myndi ég freistast til að halda að hann hafi ekkert kynnt sér stefnu orkufyrirtækis þjóðarinnar frá því að hann rakst á þessa einu frétt fyrir þrettán árum – og misskildi hrapallega. Landsvirkjun hefur skýra framtíðarsýn um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við höfum forgangsraðað orkusölu næstu árin: til almennrar notkunar, innlendra orkuskipta, stafrænnar vegferðar, nýsköpunar, fjölnýtingar og stuðnings við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina. Við gerum þetta með hagsmuni eiganda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar, að leiðarljósi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Landsvirkjun Umhverfismál Tengdar fréttir Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ 9. september 2024 07:01 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2011 var mikill áhugi víða í samfélaginu að ráðast í hraða uppbyggingu orkuvinnslu fyrir ný álver, svo koma mætti íslensku efnahagslífi sem fyrst aftur á rétta braut eftir hrun. Væntingar voru ekki alltaf raunhæfar, meðal annars um að byggja tvö ný álver á Íslandi. Það blasti til dæmis við að í þáverandi efnahagsástandi var ekki hlaupið að því fyrir orkufyrirtæki að sækja sér milljarða lán til útlanda til framkvæmda. Að sama skapi áttu fyrirtæki, sem höfðu hug á að reisa álver, ekki greiðan aðgang að lánsfé. Ég benti á það á þessum tíma að orka væri alls ekki tiltæk fyrir ný álver, enda alkunna að undirbúningur virkjana tekur mörg ár. Ég benti líka á, að við ættum ekki óþrjótandi virkjunarkosti og yrðum að vanda vel til verka, gæta þess að nýta orkuna okkar sem allra best og tryggja að þjóðin fengi sem hæst verð fyrir þessa auðlind sína. Snæbjörn Guðmundsson, jarðfræðingur, ritaði greinina „Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga“ sem birtist hér á Vísi 9. september þar sem hann snýr þessu öllu á haus. Hann vitnar til þrettán ára gamallar fréttar þar sem hluti umræðu þess tíma er tekinn fyrir, en tilefni fréttarinnar var erindi mitt á formannafundi ASÍ það árið. Í fréttinni kemur að vísu vel fram sú brýning mín að mikilvægt sé að vanda vel til verka og tryggja sem mesta arðsemi. Snæbjörn gerir mér hins vegar upp þá framtíðarsýn að „orkuauðlindir Íslands yrðu kláraðar í einni lokaatlögu“, eins og hann ritar. Hann fagnar því að Landsvirkjun hafi ekki tekist „þetta ætlunarverk sitt“. Ef ég drægi jafn frjálslega ályktanir af jafn veiku tilefni og Snæbjörn myndi ég freistast til að halda að hann hafi ekkert kynnt sér stefnu orkufyrirtækis þjóðarinnar frá því að hann rakst á þessa einu frétt fyrir þrettán árum – og misskildi hrapallega. Landsvirkjun hefur skýra framtíðarsýn um sjálfbæran heim, knúinn endurnýjanlegri orku. Við höfum forgangsraðað orkusölu næstu árin: til almennrar notkunar, innlendra orkuskipta, stafrænnar vegferðar, nýsköpunar, fjölnýtingar og stuðnings við vöxt og þróun núverandi viðskiptavina. Við gerum þetta með hagsmuni eiganda fyrirtækisins, íslensku þjóðarinnar, að leiðarljósi. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Að sjúga í sig orkulindir Íslendinga „Hörður segir líklegt að á næstu 15 til 20 árum verði nýtt meira eða minna allt vatnsafl og jarðvarmi sem nýtanlegur sé á landinu. [...] Síðasta stóra framkvæmdaskeiðið í virkjanagerð er að renna upp og því er sérstaklega mikilvægt að vel sé vandað til verka.“ 9. september 2024 07:01
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun