Vilja losna við einkaþotur og þyrlur af Reykjavíkurflugvelli Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 14:33 Daði segir að um leið og veðrið er gott fjölgi þyrluflugunum. Vísir/Vilhelm Félagar í samtökunum Hljóðmörk - Íbúasamtök gegn óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli krefjast þess að óþarfa flug hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Að baki samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Vesturbæ Reykjavíkur og Kársnesi. Samtökin vilja einnig fá aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun flugvallarins. „Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ segir Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi. Hann segir að meðlimum samtakanna þyki umræðan hafa verið keyrð niður í skotgrafir. Það sé erfitt að eiga umræðuna og þegar þau hafi reynt að nálgast bæjar- eða borgarfulltrúa eða Isavia hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hagsmuna íbúa. Ekki bara vegna fjölda eldgosa Hann segir að með auknum straumi ferðamanna til Íslands undanfarin ár, sem og eldgosum á Reykjanesskaga hafi hávaði frá þyrlum og einkaflugvélum stóraukist á þessum svæðum. „Samanlögð umferðin er orðin gríðarlega mikil. Þegar þú tekur þetta allt saman er þetta orðið að meiri háttar skaðvaldi í umhverfinu,“ segir en samtökin settu saman dæmi um umferð á Kársnesinu sem má sjá hér að neðan. „Þetta er ekki allt á sama deginum en er til að sýna að það er umferð allan sólarhringinn. Fjölskylda mín hefur vaknað við þyrlur og flugvélar á nóttunni. Ef það er gott veður er stanslaus umferð yfir Kársnesið,“ segir Daði og því sé ekki hægt að rekja aukna umferð eingöngu til eldgosanna á Reykjanesskaga síðustu ár. „Það þarf bara að vera gott veður og þá eru þyrlufyrirtækin að fljúga með fólk út á land og yfir borgina.“ Gera ekki athugasemd við tilveru flugvallarins Daði segir samtökin ekki taka afstöðu til tilveru flugvallarins. Þeim þyki óeðlilegt að einkaflugvélar lendi þarna og að túristaþyrlur lendi þarna. „Ef það snýr ekki að einhverju öryggishlutverki þá finnst okkur ekki að það eigi að vera þar,“ segir Daði. Hann segir að auk þess sé Icelandair farið að fljúga 757 þotum í áætlanaflugi til Akureyrar. „Það er algjörlega hræðilegt. Þær eru að fljúga yfir á kvöldin og það glymur í húsinu. Það er hvergi hægt að leita skjóls. Hann er í leikskólanum, við bókasafnið og í sundinu. Ég var þar í morgun og þá flugu þyrlur yfir.“ Daði segir félaga í samtökunum hafa kynnt sér þróun erlendis og segir að sama umræða sé í gangi í stórborgum eins og London og New York. „Það er verið að kvarta undan sömu hlutum. Það á ekki að vera sjálfsagt að fljúga þyrlum yfir íbúðabyggð.“ Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
„Það er fólk úr öllum áttum í samtökunum sem endaði saman og fór að ræða þetta. Margir sem koma að þessu hafa verið að reyna að láta heyra í sér en hafa komið að lokuðum dyrum,“ segir Daði Rafnsson, einn stofnenda samtakanna og íbúi á Kársnesi. Hann segir að meðlimum samtakanna þyki umræðan hafa verið keyrð niður í skotgrafir. Það sé erfitt að eiga umræðuna og þegar þau hafi reynt að nálgast bæjar- eða borgarfulltrúa eða Isavia hafi ekki verið tekið nægilegt tillit til hagsmuna íbúa. Ekki bara vegna fjölda eldgosa Hann segir að með auknum straumi ferðamanna til Íslands undanfarin ár, sem og eldgosum á Reykjanesskaga hafi hávaði frá þyrlum og einkaflugvélum stóraukist á þessum svæðum. „Samanlögð umferðin er orðin gríðarlega mikil. Þegar þú tekur þetta allt saman er þetta orðið að meiri háttar skaðvaldi í umhverfinu,“ segir en samtökin settu saman dæmi um umferð á Kársnesinu sem má sjá hér að neðan. „Þetta er ekki allt á sama deginum en er til að sýna að það er umferð allan sólarhringinn. Fjölskylda mín hefur vaknað við þyrlur og flugvélar á nóttunni. Ef það er gott veður er stanslaus umferð yfir Kársnesið,“ segir Daði og því sé ekki hægt að rekja aukna umferð eingöngu til eldgosanna á Reykjanesskaga síðustu ár. „Það þarf bara að vera gott veður og þá eru þyrlufyrirtækin að fljúga með fólk út á land og yfir borgina.“ Gera ekki athugasemd við tilveru flugvallarins Daði segir samtökin ekki taka afstöðu til tilveru flugvallarins. Þeim þyki óeðlilegt að einkaflugvélar lendi þarna og að túristaþyrlur lendi þarna. „Ef það snýr ekki að einhverju öryggishlutverki þá finnst okkur ekki að það eigi að vera þar,“ segir Daði. Hann segir að auk þess sé Icelandair farið að fljúga 757 þotum í áætlanaflugi til Akureyrar. „Það er algjörlega hræðilegt. Þær eru að fljúga yfir á kvöldin og það glymur í húsinu. Það er hvergi hægt að leita skjóls. Hann er í leikskólanum, við bókasafnið og í sundinu. Ég var þar í morgun og þá flugu þyrlur yfir.“ Daði segir félaga í samtökunum hafa kynnt sér þróun erlendis og segir að sama umræða sé í gangi í stórborgum eins og London og New York. „Það er verið að kvarta undan sömu hlutum. Það á ekki að vera sjálfsagt að fljúga þyrlum yfir íbúðabyggð.“
Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira