Að kjósa með sjálfum sér Sveinn Ólafsson skrifar 10. september 2024 09:02 Fjármálaráðherrann sagði sem svo að verðbólgan væri í DNA okkar Íslendinga, að minnsta kosti þeirra sem eru eldri en tvævetur, eins og ég og ráðherrann. Það er satt að við munum báðir þá tíma sem verðbólguhraðinn náði 100%, að krónan var á hálfvirði ári síðar. Ég held engu að síður að enginn Íslendingur vilji sjá ofurverðbólgu eða sé sátt við hana. Átta árum eftir þetta gerðist, náðist að koma verðbólgunni niður undir núll. Það má víða sjá vitnað í þá tíma í kringum 1990 og kallaðir tímar þjóðarsáttar. Tímarnir voru allt aðrir en í dag. Milli 1986 og 1995 var samanlagður hagvöxtur Íslands við núllið, aðeins fyrir ofan það sum árin og fyrir neðan það önnur. Kallið það hvað sem þið viljið, en það voru á engan hátt góðir tímar. Verðbólga er seig á Íslandi. Hún kemur hratt og fer aðeins hægt og hægt. Undirritaður er ekki einn af þeim sem heldur því fram að með upptöku annars gjaldmiðils hverfi verðbólga í landinu. Landið er einfaldlega fámennt og framfleytir sér með nokkrum grundvallarþáttum, fiski, ferðamennsku, orkusölu í formi áls eða annarra vara og svo einhvers hugvits í formi hátækni, lyfja eða forritunar. Það er spenna í framleiðslu og þjónustu og á meðan svo er, er lítill möguleiki á að verðbólgan hverfi, eins og þó fólk vilji mæla hana á annan hátt og sleppa mestu verðbólguliðunum úr mælingunni. Það skiptir máli hvernig ráðið er niðurlögum verðbólgu og hvernig stjórnvöld búa til mótvægisaðgerðir, þannig að byrðar hennar lendi ekki eingöngu á launafólki. Það er ljóst að núverandi stjórn hefur engan áhuga á slíku. Í stað þess hafa þau látið mikinn hluta af ákvörðun, og þar með ábyrgð í hendur Seðlabankans og peningastefnunefndar. Sú nefnd hefur það hlutverk að ná niður verðbólgu, en það er ekki sama hvernig það er gert. Þau sem mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar í dag þurfa að átta sig á hvernig þessi nefnd starfar. Sjálfur hafði ég lesið mikið um starf nefndarinnar þegar ég lærði stjórnsýslufræði, en ekki séð fyllilega hvaða reglum hún starfar eftir. Af skrifum Ásgeirs Daníelssonar á visir.is 26. ágúst sá ég að samkvæmt þjóðhagslíkani Seðlabanka fylgir 60% af ákvörðun um hversu háir stýrivextir eigi að vera, stýrivöxtum á síðasta ársfjórðungi. Með öðrum orðum, þá lækka stýrivextir ekki hratt (og eiga ekki að hækka hratt heldur, ekki umfram þetta). Ekki gera ráð fyrir að stýrivextir muni lækka hratt, þó að allt annað gangi í haginn! Leggið þetta saman við skilyrði Seðlabanka um veðhlutfall, sem samkvæmt bankanum er til að styðja við peningastefnuna. Gott og vel, en lítum á hver niðurstaðan er og hverjum hún gagnast. Samkvæmt úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þurfa fyrstu kaupendur að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði til að standa undir afborgununum á meðalíbúð með 85% veðsetningarhlutfalli. Þessar tvær ákvarðanir, að meirihluti ákvarðana um stýrivexti sé hvernig þeir voru á síðasta ársfjórðungi, og 85% veðsetningarhlutfall býr til ástand fyrir fyrstu kaupendur og fyrir öll sem eru með meðallaun undir 1100 þúsund á mánuði. Nú verður Seðlabanki að hafa visst sjálfstæði til að móta peningastefnuna, en þegar hún gengur út yfir allt venjulegt launafólk verður að grípa til mótvægisaðgerða. Verðbólga er mannanna verk. Ekki eins eða tveggja, heldur okkar allra. Kannski heldur peningastefnunefnd að hún sé ekki í pólitík, en þegar afleiðingar ákvarðana hennar þýða að venjulegt launafólk er komið í harða skrúfu, þá er það pólitík. Það er líka mannanna verk hvernig er tekið á afleiðingum hennar. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á að bregðast við ákvörðunum peningastefnunefndar, þannig að það sé lifandi fyrir venjulegt launafólk í landinu. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi ríkisstjórn nái saman um þau verk sem þarf að vinna þar, en venjulegt launafólk hefur annan kost. Það verður að kjósa fólk sem ætlar að taka á þessum vanda. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. 1) Grein Ásgeirs Daníelssonar: https://www.visir.is/g/20242612452d/meir-um-verd-bolgu-og-rikis-fjar-mal 2) Grein á mbl.is um að fyrstu kaupendur þurfi að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/08/25/thurfa_1_1_milljon_til_ad_hafa_efni_a_afborgunum/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Sjá meira
Fjármálaráðherrann sagði sem svo að verðbólgan væri í DNA okkar Íslendinga, að minnsta kosti þeirra sem eru eldri en tvævetur, eins og ég og ráðherrann. Það er satt að við munum báðir þá tíma sem verðbólguhraðinn náði 100%, að krónan var á hálfvirði ári síðar. Ég held engu að síður að enginn Íslendingur vilji sjá ofurverðbólgu eða sé sátt við hana. Átta árum eftir þetta gerðist, náðist að koma verðbólgunni niður undir núll. Það má víða sjá vitnað í þá tíma í kringum 1990 og kallaðir tímar þjóðarsáttar. Tímarnir voru allt aðrir en í dag. Milli 1986 og 1995 var samanlagður hagvöxtur Íslands við núllið, aðeins fyrir ofan það sum árin og fyrir neðan það önnur. Kallið það hvað sem þið viljið, en það voru á engan hátt góðir tímar. Verðbólga er seig á Íslandi. Hún kemur hratt og fer aðeins hægt og hægt. Undirritaður er ekki einn af þeim sem heldur því fram að með upptöku annars gjaldmiðils hverfi verðbólga í landinu. Landið er einfaldlega fámennt og framfleytir sér með nokkrum grundvallarþáttum, fiski, ferðamennsku, orkusölu í formi áls eða annarra vara og svo einhvers hugvits í formi hátækni, lyfja eða forritunar. Það er spenna í framleiðslu og þjónustu og á meðan svo er, er lítill möguleiki á að verðbólgan hverfi, eins og þó fólk vilji mæla hana á annan hátt og sleppa mestu verðbólguliðunum úr mælingunni. Það skiptir máli hvernig ráðið er niðurlögum verðbólgu og hvernig stjórnvöld búa til mótvægisaðgerðir, þannig að byrðar hennar lendi ekki eingöngu á launafólki. Það er ljóst að núverandi stjórn hefur engan áhuga á slíku. Í stað þess hafa þau látið mikinn hluta af ákvörðun, og þar með ábyrgð í hendur Seðlabankans og peningastefnunefndar. Sú nefnd hefur það hlutverk að ná niður verðbólgu, en það er ekki sama hvernig það er gert. Þau sem mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar í dag þurfa að átta sig á hvernig þessi nefnd starfar. Sjálfur hafði ég lesið mikið um starf nefndarinnar þegar ég lærði stjórnsýslufræði, en ekki séð fyllilega hvaða reglum hún starfar eftir. Af skrifum Ásgeirs Daníelssonar á visir.is 26. ágúst sá ég að samkvæmt þjóðhagslíkani Seðlabanka fylgir 60% af ákvörðun um hversu háir stýrivextir eigi að vera, stýrivöxtum á síðasta ársfjórðungi. Með öðrum orðum, þá lækka stýrivextir ekki hratt (og eiga ekki að hækka hratt heldur, ekki umfram þetta). Ekki gera ráð fyrir að stýrivextir muni lækka hratt, þó að allt annað gangi í haginn! Leggið þetta saman við skilyrði Seðlabanka um veðhlutfall, sem samkvæmt bankanum er til að styðja við peningastefnuna. Gott og vel, en lítum á hver niðurstaðan er og hverjum hún gagnast. Samkvæmt úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar þurfa fyrstu kaupendur að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði til að standa undir afborgununum á meðalíbúð með 85% veðsetningarhlutfalli. Þessar tvær ákvarðanir, að meirihluti ákvarðana um stýrivexti sé hvernig þeir voru á síðasta ársfjórðungi, og 85% veðsetningarhlutfall býr til ástand fyrir fyrstu kaupendur og fyrir öll sem eru með meðallaun undir 1100 þúsund á mánuði. Nú verður Seðlabanki að hafa visst sjálfstæði til að móta peningastefnuna, en þegar hún gengur út yfir allt venjulegt launafólk verður að grípa til mótvægisaðgerða. Verðbólga er mannanna verk. Ekki eins eða tveggja, heldur okkar allra. Kannski heldur peningastefnunefnd að hún sé ekki í pólitík, en þegar afleiðingar ákvarðana hennar þýða að venjulegt launafólk er komið í harða skrúfu, þá er það pólitík. Það er líka mannanna verk hvernig er tekið á afleiðingum hennar. Ríkisstjórnin ber ábyrgð á að bregðast við ákvörðunum peningastefnunefndar, þannig að það sé lifandi fyrir venjulegt launafólk í landinu. Ég geri ekki ráð fyrir að þessi ríkisstjórn nái saman um þau verk sem þarf að vinna þar, en venjulegt launafólk hefur annan kost. Það verður að kjósa fólk sem ætlar að taka á þessum vanda. Höfundur er upplýsinga- og stjórnsýslufræðingur. 1) Grein Ásgeirs Daníelssonar: https://www.visir.is/g/20242612452d/meir-um-verd-bolgu-og-rikis-fjar-mal 2) Grein á mbl.is um að fyrstu kaupendur þurfi að hafa yfir 1,1 milljón á mánuði: https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/08/25/thurfa_1_1_milljon_til_ad_hafa_efni_a_afborgunum/
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun