Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar 10. nóvember 2025 13:02 Hinn 17. október skutlaði fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem nefndin var beðin um að hækka skatta sem eru lagðir á ökutæki. Nei þarna er ekki á ferðinni hið sígilda frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki heldur sérstök tekjuaðgerð sem á að tryggja ríkinu 7,5 milljarða króna aukalega á næsta ári. Beiðninni má í raun líkja við beiðni unglings til föður sem berst í textaskilaboðum: Pops geturðu aurað p? (Á laxnesku: Kæri faðir, gætir þú lagt inn á mig einhverjar krónur, helst sem flestar, svo mér auðnist að draga fram lífið þennan guðsvolaða dag?) Um þetta hefur verið fjallað í grófum dráttum en þar sem ég hef lesið minnisblaðið finnst mér við hæfi að ég deili með ykkur fróðleiknum í aðeins fínni dráttum, á vonandi ekki alveg ólæsilegu máli. Hvað gerist? Fallist efnahags- og viðskiptanefnd á beiðni ráðuneytisins getur eftirfarandi gerst , að öllu óbreyttu, um næstu áramót: Verð á meðalrafmagnsbíl hækkar um 66 þúsund krónur. Verð á meðaltengiltvinnbíl sem brennir bensíni eða dísilolíu og er líka hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um 815 þúsund krónur. Verð á meðalbensínbíl hækkar um 847 þúsund krónur. Verð á meðaltvinnbíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu og er með rafhlöðu sem er ekki hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um rúmlega eina milljón króna. Verð á meðaldísilbíl hækkar um tæplega 1,5 milljónir króna. Meðalkassabíll sem gengur fyrir dísilolíu og er væntanlega einkum notaður til að dreifa vörum innanbæjar hækkar um tæpar 2,8 milljónir króna. En þetta er vitaskuld aðeins leiðrétting. Smáa letrið Hér að framan eru tekin tilbúin dæmi um meðalbíl eftir orkugjöfum til að varpa ljósi á hvaða áhrif tillögur ráðuneytisins hafa að meðaltali. Við útreikninga var stuðst við CIF-verðmæti úr innflutningsgögnum Hagstofu Íslands eftir orkugjöfum það sem af er ári ásamt meðallosun úr gögnum Samgöngustofu um nýskráningu ökutækja eftir orkugjöfum það sem af er ári. Niðurstöður um breytingar á vörugjaldi eru háðar forsendum um losun og innflutningsverð hvers bíls og því endurspegla dæmin ekki einstök tilvik sem geta ýmist reynst hærri eða lægri en í dæmunum hér að framan. Hækkun á verði rafmagnsbíla helgast af breytingu á styrkveitingum úr Loftslags- og orkusjóð um næstu áramót en á móti vinnur tillaga um lækkun vörugjalds. Tekið skal fram að það er í höndum hvers og eins fyrirtækis að ákveða að hve miklu leyti hækkun vörugjalda ratar út í verðlag. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Mest lesið Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hinn 17. október skutlaði fjármála- og efnahagsráðuneytið minnisblaði í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis þar sem nefndin var beðin um að hækka skatta sem eru lagðir á ökutæki. Nei þarna er ekki á ferðinni hið sígilda frumvarp til laga um kílómetragjald á ökutæki heldur sérstök tekjuaðgerð sem á að tryggja ríkinu 7,5 milljarða króna aukalega á næsta ári. Beiðninni má í raun líkja við beiðni unglings til föður sem berst í textaskilaboðum: Pops geturðu aurað p? (Á laxnesku: Kæri faðir, gætir þú lagt inn á mig einhverjar krónur, helst sem flestar, svo mér auðnist að draga fram lífið þennan guðsvolaða dag?) Um þetta hefur verið fjallað í grófum dráttum en þar sem ég hef lesið minnisblaðið finnst mér við hæfi að ég deili með ykkur fróðleiknum í aðeins fínni dráttum, á vonandi ekki alveg ólæsilegu máli. Hvað gerist? Fallist efnahags- og viðskiptanefnd á beiðni ráðuneytisins getur eftirfarandi gerst , að öllu óbreyttu, um næstu áramót: Verð á meðalrafmagnsbíl hækkar um 66 þúsund krónur. Verð á meðaltengiltvinnbíl sem brennir bensíni eða dísilolíu og er líka hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um 815 þúsund krónur. Verð á meðalbensínbíl hækkar um 847 þúsund krónur. Verð á meðaltvinnbíl sem gengur fyrir bensíni eða dísilolíu og er með rafhlöðu sem er ekki hægt að stinga í samband við raftengil hækkar um rúmlega eina milljón króna. Verð á meðaldísilbíl hækkar um tæplega 1,5 milljónir króna. Meðalkassabíll sem gengur fyrir dísilolíu og er væntanlega einkum notaður til að dreifa vörum innanbæjar hækkar um tæpar 2,8 milljónir króna. En þetta er vitaskuld aðeins leiðrétting. Smáa letrið Hér að framan eru tekin tilbúin dæmi um meðalbíl eftir orkugjöfum til að varpa ljósi á hvaða áhrif tillögur ráðuneytisins hafa að meðaltali. Við útreikninga var stuðst við CIF-verðmæti úr innflutningsgögnum Hagstofu Íslands eftir orkugjöfum það sem af er ári ásamt meðallosun úr gögnum Samgöngustofu um nýskráningu ökutækja eftir orkugjöfum það sem af er ári. Niðurstöður um breytingar á vörugjaldi eru háðar forsendum um losun og innflutningsverð hvers bíls og því endurspegla dæmin ekki einstök tilvik sem geta ýmist reynst hærri eða lægri en í dæmunum hér að framan. Hækkun á verði rafmagnsbíla helgast af breytingu á styrkveitingum úr Loftslags- og orkusjóð um næstu áramót en á móti vinnur tillaga um lækkun vörugjalds. Tekið skal fram að það er í höndum hvers og eins fyrirtækis að ákveða að hve miklu leyti hækkun vörugjalda ratar út í verðlag. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandsins.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar