Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 09:31 Það er svo oft rætt um hvað börnin eigi að læra í leikskólanum. En hvað með okkur sem vinnum þar, spyrjum við okkur sjálf nægilega oft: Af hverju er ég hérna? Hvaða gildi vil ég miðla til barnanna? Mér finnst margir í leikskólastarfi vera óvissir um þessi svör og ég hef sjálf fundið þörf fyrir að staldra við og hugsa: hvað vil ég standa fyrir? Fyrir mér byrjar allt á gleðinni. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin hlæja, þar sem við eigum augnablik sem skipta máli og þar sem húmorinn brýtur upp hversdaginn. Ef gleðin er til staðar þá skapast andrúmsloft sem kallar fram áhuga og sköpun. En gleði getur ekki staðið ein og sér, hún þarf að hvíla á trausti og öryggi. Það er þar sem umhyggjan kemur inn. Ég vil að börnin, foreldrar og samstarfsfólk finni að þau séu í öruggu umhverfi, þar sem er hlustað, tekið utan um og staðið saman. Umhyggja er ekki bara hlý orð, hún er verknaður sem býr til tengsl. Að lokum er virðingin. Hún er ekki eitthvað sem við krefjumst, heldur eitthvað sem við byggjum upp í daglegum samskiptum. Virðing fyrir börnunum og fjölskyldum þeirra, fyrir samstarfsfólki og fyrir sjálfum okkur. Þegar við berum virðingu birtist hún í augnsambandi, í því að hlusta af einlægni, í því að meta hvert framlag sem mikilvægt. Þessi þrjú gildi – gleði, umhyggja og virðing – eru ekki bara orð á blaði. Þau eru stefna mín í starfi. Þau eru leiðarljós sem ég vil að allir í leikskólanum finni, bæði börnin og við sem vinnum með þeim. En mín gildi eru ekki eina leiðin. Það sem skiptir máli er að hver og einn gefi sér tíma til að íhuga sín eigin. Fyrir einhvern gæti frumkvæði verið í forgrunni, fyrir annan sjálfstæði eða útsjónarsemi. Það er ekkert minna virði en gleði, umhyggja eða virðing því það sem skiptir máli er að við vitum hvað við stöndum fyrir. Með því að kynnast okkar eigin gildum og leyfa þeim að leiða starfið, verður það bæði meðvitaðra og markvissara. Það var í þessum hugleiðingum sem hugmyndin kviknaði: að mynda eins konar lærdómssamfélag í leikskólanum mínum. Ég vildi skapa vettvang þar sem við tökum okkur tíma til að kafa inn á við, ræða gildin okkar og deila hugmyndum um hvað við teljum mikilvægast í starfinu. Ég lagði hugmyndina fram á stjórnendafundi og fékk góðar viðtökur. Nú á döfinni er stefnan að halda örnámskeið fyrir samstarfsfólkið, þar sem við íhugum þessa spurningu saman: Hvaða gildi vil ég kenna? Hugmyndin fékk fljótt byr undir báða vængi og nú erum við með plan um mánaðarleg örnámskeið þar sem starfsfólk fær tækifæri til að miðla vitneskju sinni og áhuga til annarra. Þannig byggjum við upp lærdómssamfélag sem er lifandi, fjölbreytt og styrkjandi fyrir okkur öll. Ég trúi því að þegar við gefum okkur tíma til að staldra við og spyrja: Af hverju vinn ég hér? Hvað vil ég leggja af mörkum? þá styrkjum við ekki bara okkur sjálf heldur líka leikskólastarfið í heild. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin upplifa gildi eins og virðingu, umhyggju og gleði eða hvaða gildi sem við sem starfsfólk höfum í hávegum. Það gerist aðeins þegar við stöldrum við, finnum okkar eigin gildi, látum þau skína og deilum þeim með öðrum. Höfundur er háskólamenntaður deildarstjóri á leikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Skoðun Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er svo oft rætt um hvað börnin eigi að læra í leikskólanum. En hvað með okkur sem vinnum þar, spyrjum við okkur sjálf nægilega oft: Af hverju er ég hérna? Hvaða gildi vil ég miðla til barnanna? Mér finnst margir í leikskólastarfi vera óvissir um þessi svör og ég hef sjálf fundið þörf fyrir að staldra við og hugsa: hvað vil ég standa fyrir? Fyrir mér byrjar allt á gleðinni. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin hlæja, þar sem við eigum augnablik sem skipta máli og þar sem húmorinn brýtur upp hversdaginn. Ef gleðin er til staðar þá skapast andrúmsloft sem kallar fram áhuga og sköpun. En gleði getur ekki staðið ein og sér, hún þarf að hvíla á trausti og öryggi. Það er þar sem umhyggjan kemur inn. Ég vil að börnin, foreldrar og samstarfsfólk finni að þau séu í öruggu umhverfi, þar sem er hlustað, tekið utan um og staðið saman. Umhyggja er ekki bara hlý orð, hún er verknaður sem býr til tengsl. Að lokum er virðingin. Hún er ekki eitthvað sem við krefjumst, heldur eitthvað sem við byggjum upp í daglegum samskiptum. Virðing fyrir börnunum og fjölskyldum þeirra, fyrir samstarfsfólki og fyrir sjálfum okkur. Þegar við berum virðingu birtist hún í augnsambandi, í því að hlusta af einlægni, í því að meta hvert framlag sem mikilvægt. Þessi þrjú gildi – gleði, umhyggja og virðing – eru ekki bara orð á blaði. Þau eru stefna mín í starfi. Þau eru leiðarljós sem ég vil að allir í leikskólanum finni, bæði börnin og við sem vinnum með þeim. En mín gildi eru ekki eina leiðin. Það sem skiptir máli er að hver og einn gefi sér tíma til að íhuga sín eigin. Fyrir einhvern gæti frumkvæði verið í forgrunni, fyrir annan sjálfstæði eða útsjónarsemi. Það er ekkert minna virði en gleði, umhyggja eða virðing því það sem skiptir máli er að við vitum hvað við stöndum fyrir. Með því að kynnast okkar eigin gildum og leyfa þeim að leiða starfið, verður það bæði meðvitaðra og markvissara. Það var í þessum hugleiðingum sem hugmyndin kviknaði: að mynda eins konar lærdómssamfélag í leikskólanum mínum. Ég vildi skapa vettvang þar sem við tökum okkur tíma til að kafa inn á við, ræða gildin okkar og deila hugmyndum um hvað við teljum mikilvægast í starfinu. Ég lagði hugmyndina fram á stjórnendafundi og fékk góðar viðtökur. Nú á döfinni er stefnan að halda örnámskeið fyrir samstarfsfólkið, þar sem við íhugum þessa spurningu saman: Hvaða gildi vil ég kenna? Hugmyndin fékk fljótt byr undir báða vængi og nú erum við með plan um mánaðarleg örnámskeið þar sem starfsfólk fær tækifæri til að miðla vitneskju sinni og áhuga til annarra. Þannig byggjum við upp lærdómssamfélag sem er lifandi, fjölbreytt og styrkjandi fyrir okkur öll. Ég trúi því að þegar við gefum okkur tíma til að staldra við og spyrja: Af hverju vinn ég hér? Hvað vil ég leggja af mörkum? þá styrkjum við ekki bara okkur sjálf heldur líka leikskólastarfið í heild. Leikskólinn á að vera staður þar sem börnin upplifa gildi eins og virðingu, umhyggju og gleði eða hvaða gildi sem við sem starfsfólk höfum í hávegum. Það gerist aðeins þegar við stöldrum við, finnum okkar eigin gildi, látum þau skína og deilum þeim með öðrum. Höfundur er háskólamenntaður deildarstjóri á leikskóla.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun