Handtekinn í Dubaí Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2024 07:53 Danska lögreglan hefur ítrekað síðustu mánuði verið kölluð út vegna árása ungra liðsmanna sænsks glæpagengis á danskri grundu. Getty Þrítugur danskur karlmaður, sem sagður er einn af leiðtogunum í dansk-sænska gengjastríðinu sem blossað hefur upp síðustu mánuði, hefur verið handtekinn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sænska ríkissjónvarpið SVT segir manninn hafa verið handtekinn í Dúbaí og að um sé að ræða einn nánasta samstarfsmann glæpaforingjans Ismail Abdo frá Uppsölum í Svíþjóð. Mikil umræða hefur staðið í Danmörku síðustu mánuði vegna þeirra ólögráða einstaklinga sem gengi Abdo á að hafa sent yfir til Danmerkur til að framkvæma árásir gegn einstaklingum í öðru glæpagengi. Er ástæðan sögð vera þjófnaður á mörg hundruð kíló af hassi sem höfðu verið í vörslu gengis Abdos og þess danska sem nú hefur verið handtekinn. Danska gengið Loyal to Familia er sagt hafa staðið fyrir þjófnaðinum, en eftir að eiturlyfin hurfu í sumar hafa ungir Svíar, trúir Abdo, verið sendir til Danmerkur til að framkvæmda skot- eða sprengjuárásir gegn greiðslum eða annars konar þóknun. Maðurinn sem nú hefur verið handtekinn hefur í lengri tíma stýrt genginu úr útlegð, á sama hátt og Ismail Abdo hefur stýrt frá Tyrklandi þar sem hann er ríkisborgari. Norrænir fjölmiðlar vonast til að hægt verði að framselja manninn frá Dúbaí, en margir óttast að honum komi til með að verða sleppt. Svíþjóð Danmörk Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið SVT segir manninn hafa verið handtekinn í Dúbaí og að um sé að ræða einn nánasta samstarfsmann glæpaforingjans Ismail Abdo frá Uppsölum í Svíþjóð. Mikil umræða hefur staðið í Danmörku síðustu mánuði vegna þeirra ólögráða einstaklinga sem gengi Abdo á að hafa sent yfir til Danmerkur til að framkvæma árásir gegn einstaklingum í öðru glæpagengi. Er ástæðan sögð vera þjófnaður á mörg hundruð kíló af hassi sem höfðu verið í vörslu gengis Abdos og þess danska sem nú hefur verið handtekinn. Danska gengið Loyal to Familia er sagt hafa staðið fyrir þjófnaðinum, en eftir að eiturlyfin hurfu í sumar hafa ungir Svíar, trúir Abdo, verið sendir til Danmerkur til að framkvæmda skot- eða sprengjuárásir gegn greiðslum eða annars konar þóknun. Maðurinn sem nú hefur verið handtekinn hefur í lengri tíma stýrt genginu úr útlegð, á sama hátt og Ismail Abdo hefur stýrt frá Tyrklandi þar sem hann er ríkisborgari. Norrænir fjölmiðlar vonast til að hægt verði að framselja manninn frá Dúbaí, en margir óttast að honum komi til með að verða sleppt.
Svíþjóð Danmörk Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Baráttan við glæpagengin: Börn taka fjögur ár á kassann til að verða hundraðkall Afleiðingar átaka innan hins alræmda Foxtrot-glæpagengis og átaka liðsmanna þeirra við önnur glæpagengi hafa skotið Svíum skelk í bringu á síðustu mánuðum. Forsætisráðherra landsins segir ástandið fordæmalaust og stöðuna grafalvarlega. Stigmögnun árása glæpagengja er svo mikil að Svíum er fyrir löngu hætt að standa á sama. Börn afplána með glöðu geði fjögur ár í fangelsi til að afla sér virðingar. 29. september 2023 14:26