Aðgerðir fyrir heimilin strax! Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 9. september 2024 20:38 Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr. Þrálát verðbólga og háir vextir hafa hafa dregið úr kaupmætti fólks og haft alvarleg áhrif á fjölda heimila vegna síhækkandi húsnæðiskostnaðar og verðs á nauðsynjavörum. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð. Auk þess eru verðbólguvæntingar heimila, fyrirtækja og markaðsaðila áfram háar sem endurspeglar að tiltrú þeirra á getu stjórnvalda til að bæta úr því er lítil. Stjórnvöld verða að standa við loforð um uppbyggingu húsnæðis en hækkandi húsnæðisverð og kostnaður er ein meginástæða verðbólgunnar. Stjórnvöld verða líka að beina sjónum sínum að fyrirtækjunum sem ákveða verðlag og tryggja öflugt samkeppniseftirlit til að vega upp á móti þeirri fákeppni sem við búum við. Meirihluti launafólks hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika með gerð hóflegra kjarasamninga. Fjármagnseigendur og stóreignafólk hafa hins vegar ekkert lagt til. Hækka verður fjármagnstekjuskatt og veita sveitarfélögum hlutdeild í tekjunum, setja verður á sérstakt skattþrep fyrir allra hæstu tekjurnar og stóreignaskatt á hreina eign þeirra allra ríkustu. Og síðast en ekki síst þarf að tryggja að þjóðin fái réttmætan hlut í arðinum sem hlýst af nýtingu auðlindanna. Útsalan á sameiginlegum auðlindum okkar er óásættanleg. Fjórir af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman. Staða foreldra fer versnandi sem endurspeglast í því að æ fleiri geta ekki staðið undir grunnþörfum barna sinna og börn eru sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt, fjárhagsstaða kvenna er verri en karla og staða innflytjenda er verri en innfæddra Íslendinga. Með aukinni tekjuöflun hins opinbera drögum við úr þenslu meðal þeirra efnameiri og getum nýtt tekjurnar til að greiða niður skuldir og til að styrkja velferðarkerfið ásamt því að auka stuðning við barnafjölskyldur. Fjárfesting í velferðarkerfinu er besta fjárfestingin fyrir friði og öryggi. Við munum ekki sætta okkur við áframhaldandi aðhaldskröfu til mikilvægra stofnana í heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfinu. Við höfnum þeirri stefnu sem dregur úr félagslegri samheldni, dregur þróttinn úr hagkerfinu og eykur hættu á misbeitingu pólitísks valds. Allt tal um hagvöxt og verðmætasköpun er hjómið eitt ef ekkert er hugað að dreifingu verðmætanna til að draga úr þjáningu og efla velferð. Stjórnvöld verða að gera stöðu heimilanna að forgangsmáli. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til útifundar og mótmæla á Austurvelli á morgun kl. 16:00, sama dag og Alþingi kemur saman. Fyrirvarinn er stuttur, en tilefnið brýnt og varðar okkur öll. Þar munum við saman mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og krefjast aðgerða fyrir heimilin. Sýnum samstöðu og mætum öll! Höfundur er formaður BSRB Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Sonja Ýr Þorbergsdóttir Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nóbelsverðlaunahafinn Daniel Kahneman hefur bent á að meginábyrgð samfélaga sé að draga úr þjáningu. Mikilvægasta verkefni stjórnvalda sé því að auka velferð. Með þetta að meginmarkmiði verður forgangsröðun stjórnvalda hverju sinni skýr. Þrálát verðbólga og háir vextir hafa hafa dregið úr kaupmætti fólks og haft alvarleg áhrif á fjölda heimila vegna síhækkandi húsnæðiskostnaðar og verðs á nauðsynjavörum. Ástandið bitnar verst á þeim sem minnst hafa á milli handanna og rannsóknir sýna að fólk ber ekki von til að ástandið lagist í bráð. Auk þess eru verðbólguvæntingar heimila, fyrirtækja og markaðsaðila áfram háar sem endurspeglar að tiltrú þeirra á getu stjórnvalda til að bæta úr því er lítil. Stjórnvöld verða að standa við loforð um uppbyggingu húsnæðis en hækkandi húsnæðisverð og kostnaður er ein meginástæða verðbólgunnar. Stjórnvöld verða líka að beina sjónum sínum að fyrirtækjunum sem ákveða verðlag og tryggja öflugt samkeppniseftirlit til að vega upp á móti þeirri fákeppni sem við búum við. Meirihluti launafólks hefur lagt sitt af mörkum til að tryggja stöðugleika með gerð hóflegra kjarasamninga. Fjármagnseigendur og stóreignafólk hafa hins vegar ekkert lagt til. Hækka verður fjármagnstekjuskatt og veita sveitarfélögum hlutdeild í tekjunum, setja verður á sérstakt skattþrep fyrir allra hæstu tekjurnar og stóreignaskatt á hreina eign þeirra allra ríkustu. Og síðast en ekki síst þarf að tryggja að þjóðin fái réttmætan hlut í arðinum sem hlýst af nýtingu auðlindanna. Útsalan á sameiginlegum auðlindum okkar er óásættanleg. Fjórir af hverjum tíu á vinnumarkaði eiga erfitt með að ná endum saman. Staða foreldra fer versnandi sem endurspeglast í því að æ fleiri geta ekki staðið undir grunnþörfum barna sinna og börn eru sá hópur sem er líklegastur til að búa við fátækt, fjárhagsstaða kvenna er verri en karla og staða innflytjenda er verri en innfæddra Íslendinga. Með aukinni tekjuöflun hins opinbera drögum við úr þenslu meðal þeirra efnameiri og getum nýtt tekjurnar til að greiða niður skuldir og til að styrkja velferðarkerfið ásamt því að auka stuðning við barnafjölskyldur. Fjárfesting í velferðarkerfinu er besta fjárfestingin fyrir friði og öryggi. Við munum ekki sætta okkur við áframhaldandi aðhaldskröfu til mikilvægra stofnana í heilbrigðis- og félagsþjónustu og menntakerfinu. Við höfnum þeirri stefnu sem dregur úr félagslegri samheldni, dregur þróttinn úr hagkerfinu og eykur hættu á misbeitingu pólitísks valds. Allt tal um hagvöxt og verðmætasköpun er hjómið eitt ef ekkert er hugað að dreifingu verðmætanna til að draga úr þjáningu og efla velferð. Stjórnvöld verða að gera stöðu heimilanna að forgangsmáli. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til útifundar og mótmæla á Austurvelli á morgun kl. 16:00, sama dag og Alþingi kemur saman. Fyrirvarinn er stuttur, en tilefnið brýnt og varðar okkur öll. Þar munum við saman mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda og krefjast aðgerða fyrir heimilin. Sýnum samstöðu og mætum öll! Höfundur er formaður BSRB
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun