Kristrún Lilja stýrir nýju sviði hjá Orkuveitunni Árni Sæberg skrifar 9. september 2024 11:38 Kristrún Lilja Júlíusdóttir hefur verið ráðin til Orkuveitunnar. Orkuveitan Kristrún Lilja Júlíusdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður nýrrar einingar, stafrænnar stefnumiðaðrar umbreytingar hjá Orkuveitunni. Kristrún kemur frá Íslandsbanka, þar sem hún hefur gegnt lykilhlutverki sem forstöðumaður daglegra bankaviðskipta. Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að stafræn stefnumiðuð umbreyting sé ný eining innan Orkuveitunnar, sem miði að því að vera drifkraftur tæknilegra umbreytinga og lykileining í innleiðingu heildarstefnu fyrirtækisins. Einingin muni samþætta stefnu, ferla og tækni með það að markmiði að hámarka árangur, með sérstakri áherslu á gervigreind og gagnadrifna ákvarðanatöku. Einingin muni einnig leggja grunn að aukinni sjálfsþjónustu og samvinnu, ásamt því að styðja við sveigjanlega og skilvirka vöruþróun innan fyrirtækja Orkuveitunnar. Einingin sé hluti af sviðinu mannauður og tækni. Starfaði lengi hjá Íslandsbanka Kristrún Lilja sé tölvunarfræðingur að mennt, með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, og hafi einnig stundað nám í heilbrigðis- og rafmagnsverkfræði. Hún hafi víðtæka reynslu úr bankageiranum, en áður en hún hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2009, hafi hún starfað sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Á ferli sínum hjá Íslandsbanka hafi hún gengt ýmsum stjórnunarstöðum, þar á meðal sem deildarstjóri markaðslausna, deildarstjóri grunnvirkni og forstöðumaður markaðs- og verðbréfalausna. Stolt og ánægð „Það er frábært að fá Kristrúnu til okkar í þessa nýju og spennandi einingu sem við höfum miklar væntingar til. Hún er með frábæra reynslu úr bankageiranum og við erum bæði stolt og ánægð með að fá hana til þess að leiða okkur áfram í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru,“ er haft eftir Ellen Ýri Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni. „Það er margt líkt með Orkuveitunni og banka þegar kemur að stafrænni vegferð og vöruþróun. Framúrskarandi gagnamarkaðir og margar flottar tæknilegar grunnstoðir til staðar til að halda áfram að byggja ofan á það snjallar og skilvirkar lausnir. Ég er virkilega spennt að leiða þetta áfram með mögnuðu fólki í teyminu,“ er haft eftir Kristrúnu Lilju. Vistaskipti Reykjavík Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ráðninguna segir að stafræn stefnumiðuð umbreyting sé ný eining innan Orkuveitunnar, sem miði að því að vera drifkraftur tæknilegra umbreytinga og lykileining í innleiðingu heildarstefnu fyrirtækisins. Einingin muni samþætta stefnu, ferla og tækni með það að markmiði að hámarka árangur, með sérstakri áherslu á gervigreind og gagnadrifna ákvarðanatöku. Einingin muni einnig leggja grunn að aukinni sjálfsþjónustu og samvinnu, ásamt því að styðja við sveigjanlega og skilvirka vöruþróun innan fyrirtækja Orkuveitunnar. Einingin sé hluti af sviðinu mannauður og tækni. Starfaði lengi hjá Íslandsbanka Kristrún Lilja sé tölvunarfræðingur að mennt, með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík, og hafi einnig stundað nám í heilbrigðis- og rafmagnsverkfræði. Hún hafi víðtæka reynslu úr bankageiranum, en áður en hún hóf störf hjá Íslandsbanka árið 2009, hafi hún starfað sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá Advania. Á ferli sínum hjá Íslandsbanka hafi hún gengt ýmsum stjórnunarstöðum, þar á meðal sem deildarstjóri markaðslausna, deildarstjóri grunnvirkni og forstöðumaður markaðs- og verðbréfalausna. Stolt og ánægð „Það er frábært að fá Kristrúnu til okkar í þessa nýju og spennandi einingu sem við höfum miklar væntingar til. Hún er með frábæra reynslu úr bankageiranum og við erum bæði stolt og ánægð með að fá hana til þess að leiða okkur áfram í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru,“ er haft eftir Ellen Ýri Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og tækni hjá Orkuveitunni. „Það er margt líkt með Orkuveitunni og banka þegar kemur að stafrænni vegferð og vöruþróun. Framúrskarandi gagnamarkaðir og margar flottar tæknilegar grunnstoðir til staðar til að halda áfram að byggja ofan á það snjallar og skilvirkar lausnir. Ég er virkilega spennt að leiða þetta áfram með mögnuðu fólki í teyminu,“ er haft eftir Kristrúnu Lilju.
Vistaskipti Reykjavík Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Sjá meira