Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleik en undir lok hans skoruðu heimamenn í Leipzig tvö mörk í röð og voru þremur mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 15-12. Í síðari hálfleik bættu leikmenn Leipzig enn frekar í og stungu einfaldlega af.
Munurinn var fljótlega kominn upp í níu mörk og þó gestunum tækist að minnka hann niður í sex þá komust þeir ekki nær og lauk leiknum með frábærum sigri Leipzig, 33-24.
Viggó skoraði fjögur mörk og gaf eina stoðsendingu á meðan Andri Már skoraði tvö mörk og gaf fjórar stoðsendingar.