Klæðing fauk af veginum í hvassviðri Bjarki Sigurðsson skrifar 7. september 2024 16:08 Ökumenn þurfa að hafa varann á þegar ekið er á svæðinu. Vegagerðin Klæðing hefur fokið af kafla vegarins um Mývatns- og Möðrudalsöræfi. Vindhviður náðu allt að 37 metrum á sekúndu í gær og segir upplýsinga fulltrúi Vegagerðarinnar fólk verða að aka varlega um svæðið. Gert verður við veginn eftir helgi. Mikið hvassviðri hefur verið á svæðinu síðustu daga. Veginum, sem tengir Austfirði og Norðurland, var lokað um tíma í fyrradag vegna veðurs og þegar starfsmenn Vegagerðarinnar mættu á svæðið í gærmorgun hafði klæðingin fokið af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla. RÚV greindi fyrst frá málinu. Búið er að laga veginn til bráðabirgða.Vegagerðin G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segist aldrei hafa séð svo mikið magn af klæðingu fjúka af vegi. „Það er ekki algengt að þetta gerist en þetta gerist við og við víða á landinu. Að klæðingin flettist svona ofan af. Þetta gerist þegar vindur kemst undir kant einhversstaðar, þá nær það að fletta þessu svona af. Fer undir klæðinguna og rífur hana af,“ segir G. Pétur. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar.Vísir/Einar Búið er að hreinsa svæðið og laga veginn til bráðabirgða. Það ætti að vera öruggt að aka veginn. Hins vegar er mikilvægt að ökumenn fari eftir merkingum á svæðinu og aka varlega. „Það má alltaf búast við því að þetta geti gerst. Það er erfitt við það að eiga. Íslenska veðrið er einfaldlega þannig,“ segir G. Pétur. Klæðingin fauk af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla.Vegagerðin Starfsmenn stofnunarinnar fara á svæðið eftir helgi og leggja nýja klæðingu þar hún hefur fokið af. „Núna í þessu tilviki er það nauðsynlegt að fara varlega yfir þessa fimmtán kílómetra. Svo er það það venjulega, að haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni,“ segir G. Pétur. Vegagerð Múlaþing Norðurþing Samgöngur Veður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Mikið hvassviðri hefur verið á svæðinu síðustu daga. Veginum, sem tengir Austfirði og Norðurland, var lokað um tíma í fyrradag vegna veðurs og þegar starfsmenn Vegagerðarinnar mættu á svæðið í gærmorgun hafði klæðingin fokið af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla. RÚV greindi fyrst frá málinu. Búið er að laga veginn til bráðabirgða.Vegagerðin G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segist aldrei hafa séð svo mikið magn af klæðingu fjúka af vegi. „Það er ekki algengt að þetta gerist en þetta gerist við og við víða á landinu. Að klæðingin flettist svona ofan af. Þetta gerist þegar vindur kemst undir kant einhversstaðar, þá nær það að fletta þessu svona af. Fer undir klæðinguna og rífur hana af,“ segir G. Pétur. G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar.Vísir/Einar Búið er að hreinsa svæðið og laga veginn til bráðabirgða. Það ætti að vera öruggt að aka veginn. Hins vegar er mikilvægt að ökumenn fari eftir merkingum á svæðinu og aka varlega. „Það má alltaf búast við því að þetta geti gerst. Það er erfitt við það að eiga. Íslenska veðrið er einfaldlega þannig,“ segir G. Pétur. Klæðingin fauk af á fimm stöðum á fimmtán kílómetra kafla.Vegagerðin Starfsmenn stofnunarinnar fara á svæðið eftir helgi og leggja nýja klæðingu þar hún hefur fokið af. „Núna í þessu tilviki er það nauðsynlegt að fara varlega yfir þessa fimmtán kílómetra. Svo er það það venjulega, að haga akstri eftir aðstæðum hverju sinni,“ segir G. Pétur.
Vegagerð Múlaþing Norðurþing Samgöngur Veður Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira