Stal verðmætum fyrir 6,3 milljónir á tveimur árum Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2024 09:40 Verðmætasta þýfið var eftir þjófnað í verslun í Hafnartorgi í Reykjavíkþegar maðurinn stal ótilgreindum vörum fyrir 560 þúsund krónur ásamt öðrum einstaklingi. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna fjölda brota, en flest þeirra vörðuðu þjófnað. Brotin sem málið varðar náðu frá 14. mars síðasta árs til 15. mars þessa árs, en andvirði þýfis mannsins voru rúmlega 4,5 milljónir króna. Ákæruliðirnir í málinu voru 31 talsins en þar af vörðuðu 27 þjófnað og einn tilraun til þjófnaðar. Hann var einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og hilmingu. Verðmætasta þýfið var eftir þjófnað í verslun í Hafnartorgi í Reykjavík þegar maðurinn stal ótilgreindum vörum fyrir 560 þúsund krónur ásamt öðrum einstaklingi. Það næst verðmætasta var eftir þjófnað í verslun við Laugaveg þegar hann stal ótilgreindum vörum að andvirði 391 þúsund ásamt öðrum einstaklingi. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til þjófnaðar í verslun í Faxafeni. En í ákæru segir að hann hafi reynt að stela þaðan reiðhjóli hvers verðmæti var 870 þúsund krónur, en honum hafi ekki tekist að brjóta upp hurð verslunarinnar og því farið á brott án reiðhjólsins. Tuttugu skaðabótakröfur voru gerðar í málinu en dómari vísaði átta þeirra frá dómi þar sem að þær voru ekki lagðar fram af forsvarsmönnum fyrirtækisins. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm, en hann játaði sök. Sami maður hlaut sjö mánaða fangelsisdóm í janúar fyrr á þessu ári, en þá var hann ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot framin árin 2022 og 2023. Andvirði þýfisins í því máli hljóðaði upp á tæplega 1,8 milljónir króna. Á tímabili sem náði yfir tæplega tvö ár stal maðurinn verðmætum hvers verðmæti hljóðuðu upp á 6,3 milljónir. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira
Ákæruliðirnir í málinu voru 31 talsins en þar af vörðuðu 27 þjófnað og einn tilraun til þjófnaðar. Hann var einnig ákærður fyrir umferðarlagabrot og hilmingu. Verðmætasta þýfið var eftir þjófnað í verslun í Hafnartorgi í Reykjavík þegar maðurinn stal ótilgreindum vörum fyrir 560 þúsund krónur ásamt öðrum einstaklingi. Það næst verðmætasta var eftir þjófnað í verslun við Laugaveg þegar hann stal ótilgreindum vörum að andvirði 391 þúsund ásamt öðrum einstaklingi. Maðurinn var ákærður fyrir tilraun til þjófnaðar í verslun í Faxafeni. En í ákæru segir að hann hafi reynt að stela þaðan reiðhjóli hvers verðmæti var 870 þúsund krónur, en honum hafi ekki tekist að brjóta upp hurð verslunarinnar og því farið á brott án reiðhjólsins. Tuttugu skaðabótakröfur voru gerðar í málinu en dómari vísaði átta þeirra frá dómi þar sem að þær voru ekki lagðar fram af forsvarsmönnum fyrirtækisins. Líkt og áður segir hlaut maðurinn átta mánaða fangelsisdóm, en hann játaði sök. Sami maður hlaut sjö mánaða fangelsisdóm í janúar fyrr á þessu ári, en þá var hann ákærður fyrir tólf þjófnaðarbrot framin árin 2022 og 2023. Andvirði þýfisins í því máli hljóðaði upp á tæplega 1,8 milljónir króna. Á tímabili sem náði yfir tæplega tvö ár stal maðurinn verðmætum hvers verðmæti hljóðuðu upp á 6,3 milljónir.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sjá meira