Í Úlfarsárdal tók Fram á móti Stjörnunni og vann 11 marka sigur etir að leiða með sex mörkum í hálfleik, lokatölur 33-22.
Þórey Rósa Stefánsdóttir var markahæst í liði Fram með 8 mörk. Þar á eftir komu Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín og Sóldís Rós Ragnarsdóttir með 7 mörk hvor á meðan Steinunn Björnsdóttir skoraði fjögur.
Hjá Stjörnunni var Eva Björk Davíðsdóttir markahæst með 6 mörk og Anna Karen Hansdóttir kom þar á eftir með 5 mörk.
Í Grafarvogi var ÍR í heimsókn og unnu gestirnir einkar þægilegan tíu marka sigur, lokatölur 26-36. Baldur Fritz Bjarnason fór hamförum í liði ÍR og gerði 13 mörk. Þar á eftir kom Bernard Kristján Owusu Darkoh með 9 mörk. Þá var Björgvin Páll Rúnarsson markahæstur í liði Fjölnis með 9 mörk.