Er Kópavogsmódelið ógn við jafnrétti? Hrund Traustadóttir, Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir og Ólöf Björk Jóhannsdóttir skrifa 6. september 2024 18:31 Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. Hvergi í lögum um leikskóla er talað um að hlutverk leikskóla sé að tryggja jafna atvinnuþátttöku kynjanna og/eða að jafna stöðu kynja inni á heimilum. Hvergi er heldur talað að gjöld fyrir leikskólavist eigi að vera eins lág og mögulegt er. Leikskólar eru menntastofnun sem starfar samkvæmt lögum um leikskóla og hlutverk þeirra er að tryggja öllum börnum á leikskólaaldri menntun í gegnum leik. Fulltrúar verkalýðsfélaga og kvenréttindasamtaka hafa farið mikinn í greinaskrifum undanfarið undir dramatískum fyrirsögnum. Kópavogsleiðin er þá tekin og töluð niður og meðal annars fullyrðir Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB í grein sinni „Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti“ að Kópavogsleiðin ýti undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum. Stöldrum aðeins við þessa alvarlegu fullyrðingu. Við skulum alveg hafa það á hreinu að foreldrar eru langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna og náin geðtengsl við foreldra á fyrstu æviárunum er mikilvægasta gjöfin sem við getum gefið börnunum okkar. Þegar einblínt er með þessum hætti á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði er eins og þörf barna fyrir foreldra sína verði nánast eins og aukaatriði. Að halda því fram að það sé skaðleg hugmynd að börnum sé fyrir bestu að verja sem mestum tíma með foreldrum sínum er í besta falli bara galið. Í grein Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis sem birtist á Vísi.is 2.september sl (Gamaldags hlutverk foreldra - Vísir (visir.is) talar hún um að jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Í grein lögfræðings BSRB og einnig í grein Tatjönu Latinovic formanns Kvenréttindafélags Íslands, „Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin“ er afskaplega lítið sem ekkert snert á þörfum barna. Sæunn talar um að það sé löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Leikskólagjöldin hafa einnig verið til umræðu í fyrrnefndum greinum en í dag stendur dvalargjald barns fyrir 8 tíma vistun í 51.461 kr á mánuði. Tekjulægstu foreldrarnir fá allt að 40% afslátt af dvalargjöldum. Miðað við dvöl barns í leikskóla 20 daga í mánuði kostar þá dagurinn fyrir barnið 2.573 krónur og þar af eru 554 krónur nýttar í þrjár máltíðir dagsins fyrir barnið. Til samanburðar kosta tveir miðar á jólatónleika28.000 krónur. Sé farið út að borða fyrir tónleika getur kvöldið hæglega farið upp í 50.000 krónur. Leikskólar í Kópavogi eru opnir í 9 klukkustundir á dag og öllum foreldrum er frjálst að nýta þann tíma eftir hentugleika. Í grein formanns Kvenréttindafélags Íslands kemur fram sú rangfærsla að leikskólar í Kópavogi séu nú lokaðir í 37 daga yfir árið. Rétt er að yfir árið eru leikskólar Kópavogs lokaðir í 25 daga sem eru þá 20 að sumri og 5 skipulagsdagar yfir skólaárið. Aðra daga ársins eru leikskólarnir opnir, eins og í vetrar- og jólafríum og dymbilviku. Þeir sem ekki þurfa að nýta sér þá daga fá niðurfellingu á leikskólagjöldum. Þeir sem aftur á móti nýta sér þessa daga borga óbreytt dvalargjald. Í grein Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs sem birt var á Vísi.is 30.ágúst sl kemur fram að skólaárið eftir innleiðingu Kópavogsleiðarinnar hafi engin börn verið send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Í dag eru flestir leikskólar Kópavogs fullmannaðir og í fyrsta skipti í mörg ár eru deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Það blasir því við að Kópavogsleiðin er að virka. Okkar upplifun eftir áratuga reynslu af leikskólakennslu er sú að Kópavogsleiðin sé algjör bylting í leikskólastarfi. Breyting á gjaldskrá gerir það að verkum að þeir sem hafa tök á stytta viðveru barna sinna í 6 klst og eru því í gjaldfrjálsri vistun. Alls hafa 20% foreldra farið þá leið og fá því verulega lækkun gjalda. Því eru þau börn sem þurfa lengri dvalartíma í áreitaminna umhverfi og því í betri aðstæðum en áður. Dagurinn byrjar og endar rólega þar sem meira rými skapast til að sinna hverju og einu barni. Þannig setjum við barnið í fyrsta sæti. Við tökum undir með formanni Kvenréttindafélags Íslands þegar hún segir íslensk stjórnvöld þurfi að fara í átak til að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Kópavogsbær tók einmitt fyrir ári síðan með Kópavogsleiðinni myndarlegt skref í átt að bættu starfsumhverfi barna og leikskólastarfsfólks þannig að um munar. Við fögnum því og við fögnum því einnig að fleiri sveitarfélög hafa síðan tekið svipuð skref. Barnið í fyrsta sæti – það er gott að búa í Kópavogi. Höfundar eru leikskólakennarar hjá Kópavogsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kópavogur Jafnréttismál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hvert er hlutverk leikskóla? Hlutverk leikskóla er ekki að gefa foreldrum tækifæri til að sinna sínum starfsframa. Hvergi í lögum um leikskóla er talað um að hlutverk leikskóla sé að tryggja jafna atvinnuþátttöku kynjanna og/eða að jafna stöðu kynja inni á heimilum. Hvergi er heldur talað að gjöld fyrir leikskólavist eigi að vera eins lág og mögulegt er. Leikskólar eru menntastofnun sem starfar samkvæmt lögum um leikskóla og hlutverk þeirra er að tryggja öllum börnum á leikskólaaldri menntun í gegnum leik. Fulltrúar verkalýðsfélaga og kvenréttindasamtaka hafa farið mikinn í greinaskrifum undanfarið undir dramatískum fyrirsögnum. Kópavogsleiðin er þá tekin og töluð niður og meðal annars fullyrðir Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB í grein sinni „Kópavogsmódelið er ógn við jafnrétti“ að Kópavogsleiðin ýti undir skaðlegar og úreltar hugmyndir um að öllum börnum sé fyrir bestu að vera sem mest með foreldrum sínum. Stöldrum aðeins við þessa alvarlegu fullyrðingu. Við skulum alveg hafa það á hreinu að foreldrar eru langmikilvægasta fólkið í lífi barna sinna og náin geðtengsl við foreldra á fyrstu æviárunum er mikilvægasta gjöfin sem við getum gefið börnunum okkar. Þegar einblínt er með þessum hætti á að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði er eins og þörf barna fyrir foreldra sína verði nánast eins og aukaatriði. Að halda því fram að það sé skaðleg hugmynd að börnum sé fyrir bestu að verja sem mestum tíma með foreldrum sínum er í besta falli bara galið. Í grein Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis sem birtist á Vísi.is 2.september sl (Gamaldags hlutverk foreldra - Vísir (visir.is) talar hún um að jafnrétti sem stendur undir nafni krefst þess að rýnt sé í þarfir barna ekki síður en fullorðinna. Í grein lögfræðings BSRB og einnig í grein Tatjönu Latinovic formanns Kvenréttindafélags Íslands, „Kópavogsmódelið er ekki rétta leiðin“ er afskaplega lítið sem ekkert snert á þörfum barna. Sæunn talar um að það sé löngu tímabært að tilfinningalegar þarfir barna fái meira vægi í umræðu og ákvarðanatöku sem varðar velferð þeirra til lengri jafnt sem skemmri tíma. Þá myndi samfélagið líka græða helling. Leikskólagjöldin hafa einnig verið til umræðu í fyrrnefndum greinum en í dag stendur dvalargjald barns fyrir 8 tíma vistun í 51.461 kr á mánuði. Tekjulægstu foreldrarnir fá allt að 40% afslátt af dvalargjöldum. Miðað við dvöl barns í leikskóla 20 daga í mánuði kostar þá dagurinn fyrir barnið 2.573 krónur og þar af eru 554 krónur nýttar í þrjár máltíðir dagsins fyrir barnið. Til samanburðar kosta tveir miðar á jólatónleika28.000 krónur. Sé farið út að borða fyrir tónleika getur kvöldið hæglega farið upp í 50.000 krónur. Leikskólar í Kópavogi eru opnir í 9 klukkustundir á dag og öllum foreldrum er frjálst að nýta þann tíma eftir hentugleika. Í grein formanns Kvenréttindafélags Íslands kemur fram sú rangfærsla að leikskólar í Kópavogi séu nú lokaðir í 37 daga yfir árið. Rétt er að yfir árið eru leikskólar Kópavogs lokaðir í 25 daga sem eru þá 20 að sumri og 5 skipulagsdagar yfir skólaárið. Aðra daga ársins eru leikskólarnir opnir, eins og í vetrar- og jólafríum og dymbilviku. Þeir sem ekki þurfa að nýta sér þá daga fá niðurfellingu á leikskólagjöldum. Þeir sem aftur á móti nýta sér þessa daga borga óbreytt dvalargjald. Í grein Ásdísar Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs sem birt var á Vísi.is 30.ágúst sl kemur fram að skólaárið eftir innleiðingu Kópavogsleiðarinnar hafi engin börn verið send fyrr heim eða biðlað til foreldra að hafa börnin heima sökum manneklu og veikinda. Til samanburðar voru lokunardagar 212 á skólaárinu þar á undan. Í dag eru flestir leikskólar Kópavogs fullmannaðir og í fyrsta skipti í mörg ár eru deildir fullnýttar og fleiri börn fá því leikskólapláss. Það blasir því við að Kópavogsleiðin er að virka. Okkar upplifun eftir áratuga reynslu af leikskólakennslu er sú að Kópavogsleiðin sé algjör bylting í leikskólastarfi. Breyting á gjaldskrá gerir það að verkum að þeir sem hafa tök á stytta viðveru barna sinna í 6 klst og eru því í gjaldfrjálsri vistun. Alls hafa 20% foreldra farið þá leið og fá því verulega lækkun gjalda. Því eru þau börn sem þurfa lengri dvalartíma í áreitaminna umhverfi og því í betri aðstæðum en áður. Dagurinn byrjar og endar rólega þar sem meira rými skapast til að sinna hverju og einu barni. Þannig setjum við barnið í fyrsta sæti. Við tökum undir með formanni Kvenréttindafélags Íslands þegar hún segir íslensk stjórnvöld þurfi að fara í átak til að leiðrétta kjör og bæta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks. Kópavogsbær tók einmitt fyrir ári síðan með Kópavogsleiðinni myndarlegt skref í átt að bættu starfsumhverfi barna og leikskólastarfsfólks þannig að um munar. Við fögnum því og við fögnum því einnig að fleiri sveitarfélög hafa síðan tekið svipuð skref. Barnið í fyrsta sæti – það er gott að búa í Kópavogi. Höfundar eru leikskólakennarar hjá Kópavogsbæ.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun