Viðskipti innlent

Tekur við stöðu fram­kvæmda­stjóra Crowberry Capi­tal

Atli Ísleifsson skrifar
Hekla Arnardóttir.
Hekla Arnardóttir.

Hekla Arnardóttir hefur tekið við stöðu framkvæmdastjóra Crowberry Capital.

Í tilkynningu segir að Crowberry Capital hafi verið stofnaður árið 2017 af Jennýju Ruth Hrafnsdóttur, Helgu Valfells og Heklu Arnardóttur. Þær eru allar jafnir meðeigendur og leiða þær nú tvo sjóði, Crowberry I og Crowberry II. 

„Allir þrír meðeigendur starfa við að finna nýfjárfestingar og eftirfylgni með eignasafni sjóðsins. Helga verður stjórnarformaður og Jenný formaður fjárfestingarráðs.

Helstu bakhjarlar sjóðanna eru íslenskir lífeyrissjóðir og einkafjárfestar ásamt European Investment Fund og EIFO.

Hekla hefur 25 ára starfsreynslu í tækni og nýsköpun. Hún starfaði áður hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins og þar áður 10 ár hjá Össuri bæði í þróunardeild, við vörustjórnun og tók þátt í að setja á stofn skrifstofu Össurar í Shanghai, Kína. Hekla lauk C.Sc prófi í Véla- og Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1999,“ segir í tilkynningunni.

Crowberry Capital er vísisjóður sem fjárfestir á öllum Norðurlöndum í ungum tæknifyrirtækjum sem stefna á alþjóðlegan vöxt. Crowberry Capital rekur tvo sjóði, Crowberry I sem er 4 milljarðar króna og Crowberry II sem er 14 milljarðar króna. Fjárfestar sjóðanna eru íslenskir lífeyrissjóðir og einkafjárfestar auk erlendu sjóðanna EIF og EIFO.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×