Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 2 Haraldur Þór Jónsson skrifar 6. september 2024 08:00 Áfram held ég fjalla um þær rangfærslur sem komu fram í Speglinum á Rás 2, miðvikudaginn 4. september, þegar rætt var rætt við forstjóra Landsvirkjunar um Búrfellslund. Fyrir þá sem sáu ekki greinina mína frá því í gær undir á visir.is, Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 1, þá er um að gera að byrja á því að lesa hana áður en þú heldur áfram. Í viðtalinu sagði forstjórinn að Búrfellslundur myndi hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð! Þarna átti ég erfitt með að trúa mínum eigin eyrum og birti ég því hérna orðrétt texta úr umhverfismats skýrslu Búrfellslundar sem Landsvirkjun vann og kom út í mars árið 2016: Í matsskýrslu er lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á helstu áningarstaði ferðamanna og ferðaleiðir á áhrifasvæði framkvæmdarinnar. Matið byggir að mestu á fjarlægð vindorkuversins frá viðkomandi staðsetningu. Þjórsárdalsvegur og Landvegur, sem eru mikilvægar vegtengingar upp á miðhálendið, fara um framkvæmdasvæðið og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif af vindorkuverinu nokkuð til verulega neikvæð á þeim leiðum, háð fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Á Dómadalsleið sést einnig vel til framkvæmdasvæðisins. Næstu áningarstaðir ferðamanna við framkvæmdasvæðið eru Áfangagil og Hólaskógur. Þar verður vindorkuverið áberandi og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif þar verulega neikvæð vegna nálægðar. Þá verður vindorkuverið sýnilegt frá gönguleiðum austan Búrfells og að Hólaskógi og eru áhrif þar metin af Landsvirkjun nokkuð til verulega neikvæð, eftir fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Stöng og Gjáin eru vinsælir ferðamannastaðir í Þjórsárdal sem eru í um 3 km fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu og verða vindmyllurnar sýnilegar þar frá ákveðnum stöðum. Landsvirkjun metur áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Aðrir nálægir áningarstaðir í um 5 km fjarlægð eru Fossbrekkur og Tröllkonuhlaup þar sem sjónræn áhrif eru metin talsvert til verulega neikvæð af Landsvirkjun. Leiðin eftir línuveginum að Háafossi liggur einnig nærri framkvæmdasvæðinu og metur Landsvirkjun áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Fram kemur að ekki sjáist til vindmyllnanna frá Háafossi, en frá bílastæði í nágrenni fossins verði áhrif talsvert til verulega neikvæð. Sjónræn áhrif á reiðleiðum austan Búrfells sem liggja í innan við 5 km fjarlægð frá vindmyllunum eru metin verulega neikvæð, en hins vegar eru reiðleiðir vestan Búrfells að mestu utan þess svæðis sem sést til vindorkuversins. Vindmyllurnar verða sýnilegar af hjólaleið norðan Búrfells, sem liggur innan 5 km fjarlægðar frá framkvæmdasvæðinu en af hjólaleið vestan Búrfells er talið gæta óverulegra sjónrænna áhrifa, þar sem þær eru í hvarfi. Sjónræn áhrif frá Heklutindi, Gaukshöfða og Rjúpnavöllum eru metin nokkuð neikvæð. Samkvæmt rannsóknum meðal ferðamanna sem vísað er til í matsskýrslu felst aðdráttarafl Hálendis Íslands í víðernum ásamt ýmsum eiginleikum náttúrunnar eins og fegurð, landslagi, útsýni og fjölbreytileika. Í matsskýrslunni kemur fram að 66% ferðamanna sem tóku þátt í rannsókn um viðhorf ferðamanna telja að vindmyllur minnki aðdráttarafl svæðisins, en jafnframt telja tæplega 60% að vindorkuver við Búrfell hefði ekki áhrif á ferðahegðun þeirra. Fram kemur að niðurstöður rannsóknar meðal ferðamanna bendi til þess að vindmyllur við Búrfell muni skerða upplifun hluta þeirra ferðamanna sem ferðast um svæðið. Niðurstaða Landsvirkjunar er að áhrif á ferðamenn á svæðinu verði nokkuð neikvæð á heildina litið. Þá telur Landsvirkjun að uppbygging vindorkuvers við Búrfell geti farið saman við uppbyggingu og viðgang ferðaþjónustu í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Áhrif á íbúa og ferðaþjónustuaðila eru metin nokkuð neikvæð. Ég ætla nú ekki að vera neikvæður, en á rúmlega einni blaðsíðu kemur orðið verulega neikvæð fyrir að minnsta kosti átta sinnum og orðið nokkuð neikvæð þrisvar. Hafa ber í huga að þetta er mat Landsvirkjunar, svo við getum gert okkur í hugarlund hvernig hlutlaus aðili myndi meta Búrfellslund, tala nú ekki um náttúrverndar sinni sem vill vernda Hálendi Íslands, en Búrfellslundur er einmitt fyrirhugaður á Hálendi Íslands. Einnig vil ég benda á að í upptalningu ferðamannastaða hérna að ofan eru einmitt flestir af fjölsóttustu ferðamannastöðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Orðum fylgir ábyrgð og því skora ég á forstjóra Landsvirkjunar að útskýra fyrir almenningi hvernig orð hans um að Búrfellslundur muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð geti staðist! Því miður eru fjölmörg atriði eftir til viðbótar sem þarf að leiðrétta úr þættinum og mun ég birta kafla nr. 3 á morgun. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Vindorka Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Áfram held ég fjalla um þær rangfærslur sem komu fram í Speglinum á Rás 2, miðvikudaginn 4. september, þegar rætt var rætt við forstjóra Landsvirkjunar um Búrfellslund. Fyrir þá sem sáu ekki greinina mína frá því í gær undir á visir.is, Rangar fullyrðingar forstjóra Landsvirkjunar – kafli 1, þá er um að gera að byrja á því að lesa hana áður en þú heldur áfram. Í viðtalinu sagði forstjórinn að Búrfellslundur myndi hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð! Þarna átti ég erfitt með að trúa mínum eigin eyrum og birti ég því hérna orðrétt texta úr umhverfismats skýrslu Búrfellslundar sem Landsvirkjun vann og kom út í mars árið 2016: Í matsskýrslu er lagt mat á áhrif framkvæmdarinnar á helstu áningarstaði ferðamanna og ferðaleiðir á áhrifasvæði framkvæmdarinnar. Matið byggir að mestu á fjarlægð vindorkuversins frá viðkomandi staðsetningu. Þjórsárdalsvegur og Landvegur, sem eru mikilvægar vegtengingar upp á miðhálendið, fara um framkvæmdasvæðið og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif af vindorkuverinu nokkuð til verulega neikvæð á þeim leiðum, háð fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Á Dómadalsleið sést einnig vel til framkvæmdasvæðisins. Næstu áningarstaðir ferðamanna við framkvæmdasvæðið eru Áfangagil og Hólaskógur. Þar verður vindorkuverið áberandi og metur Landsvirkjun sjónræn áhrif þar verulega neikvæð vegna nálægðar. Þá verður vindorkuverið sýnilegt frá gönguleiðum austan Búrfells og að Hólaskógi og eru áhrif þar metin af Landsvirkjun nokkuð til verulega neikvæð, eftir fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu. Stöng og Gjáin eru vinsælir ferðamannastaðir í Þjórsárdal sem eru í um 3 km fjarlægð frá framkvæmdasvæðinu og verða vindmyllurnar sýnilegar þar frá ákveðnum stöðum. Landsvirkjun metur áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Aðrir nálægir áningarstaðir í um 5 km fjarlægð eru Fossbrekkur og Tröllkonuhlaup þar sem sjónræn áhrif eru metin talsvert til verulega neikvæð af Landsvirkjun. Leiðin eftir línuveginum að Háafossi liggur einnig nærri framkvæmdasvæðinu og metur Landsvirkjun áhrif þar talsvert til verulega neikvæð. Fram kemur að ekki sjáist til vindmyllnanna frá Háafossi, en frá bílastæði í nágrenni fossins verði áhrif talsvert til verulega neikvæð. Sjónræn áhrif á reiðleiðum austan Búrfells sem liggja í innan við 5 km fjarlægð frá vindmyllunum eru metin verulega neikvæð, en hins vegar eru reiðleiðir vestan Búrfells að mestu utan þess svæðis sem sést til vindorkuversins. Vindmyllurnar verða sýnilegar af hjólaleið norðan Búrfells, sem liggur innan 5 km fjarlægðar frá framkvæmdasvæðinu en af hjólaleið vestan Búrfells er talið gæta óverulegra sjónrænna áhrifa, þar sem þær eru í hvarfi. Sjónræn áhrif frá Heklutindi, Gaukshöfða og Rjúpnavöllum eru metin nokkuð neikvæð. Samkvæmt rannsóknum meðal ferðamanna sem vísað er til í matsskýrslu felst aðdráttarafl Hálendis Íslands í víðernum ásamt ýmsum eiginleikum náttúrunnar eins og fegurð, landslagi, útsýni og fjölbreytileika. Í matsskýrslunni kemur fram að 66% ferðamanna sem tóku þátt í rannsókn um viðhorf ferðamanna telja að vindmyllur minnki aðdráttarafl svæðisins, en jafnframt telja tæplega 60% að vindorkuver við Búrfell hefði ekki áhrif á ferðahegðun þeirra. Fram kemur að niðurstöður rannsóknar meðal ferðamanna bendi til þess að vindmyllur við Búrfell muni skerða upplifun hluta þeirra ferðamanna sem ferðast um svæðið. Niðurstaða Landsvirkjunar er að áhrif á ferðamenn á svæðinu verði nokkuð neikvæð á heildina litið. Þá telur Landsvirkjun að uppbygging vindorkuvers við Búrfell geti farið saman við uppbyggingu og viðgang ferðaþjónustu í nágrenni framkvæmdasvæðisins. Áhrif á íbúa og ferðaþjónustuaðila eru metin nokkuð neikvæð. Ég ætla nú ekki að vera neikvæður, en á rúmlega einni blaðsíðu kemur orðið verulega neikvæð fyrir að minnsta kosti átta sinnum og orðið nokkuð neikvæð þrisvar. Hafa ber í huga að þetta er mat Landsvirkjunar, svo við getum gert okkur í hugarlund hvernig hlutlaus aðili myndi meta Búrfellslund, tala nú ekki um náttúrverndar sinni sem vill vernda Hálendi Íslands, en Búrfellslundur er einmitt fyrirhugaður á Hálendi Íslands. Einnig vil ég benda á að í upptalningu ferðamannastaða hérna að ofan eru einmitt flestir af fjölsóttustu ferðamannastöðum í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Orðum fylgir ábyrgð og því skora ég á forstjóra Landsvirkjunar að útskýra fyrir almenningi hvernig orð hans um að Búrfellslundur muni hafa mjög jákvæð áhrif á samfélagið og að hans mati engin neikvæð geti staðist! Því miður eru fjölmörg atriði eftir til viðbótar sem þarf að leiðrétta úr þættinum og mun ég birta kafla nr. 3 á morgun. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun