Að grípa börn Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 5. september 2024 17:00 Mjög réttmæt gagnrýni á úrræðaleysi gagnvart börnum með fjölþættan vanda hefur komið fram á síðastliðnum dögum. Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið tugum úrræða fyrir börn með flókinn og margvíslegan vanda, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Það var slæm ákvörðun. Meðferðarheimilið Stuðlar er þó enn starfandi eins og kunnugt er. Þegar öðrum úrræðum ríkisins var lokað var sveitarfélögunum gert að leysa málin á meðan leitað yrði annarra lausna og hefur það reynst mörgum þeirra hreinlega ofviða. Í Hafnarfirði var fyrir um sjö árum sett á laggirnar nýtt verklag til að reyna að grípa snemma börn í vanda og veita fjölskyldum þeirra stuðning eftir fremsta megni. Það verkefni kallast Brúin og byggir á snemmtækri íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. Þar er lögð áhersla á að grípa inn í jafnvel strax á leikskólaaldri þegar þess verður vart að barn búi við erfiðar aðstæður, félagslega, námslega, hegðunarlega eða tilfinningalega. Þannig er barni og fjölskyldu þess veittur stuðningur eftir þörfum til að minnka líkur á að vandi barnsins aukist með hverju ári og verði jafnvel ill viðráðanlegur þegar á unglingsaldur er komið. En í þeim tilvikum þar sem vandinn er flóknastur og erfiðastur þarf að beita öðrum ráðum, mun meiri stuðningi og jafnvel meðferðarúrræðum. Þá hafa sveitarfélögin hvert fyrir sig og barnaverndarnefndir landsins þurft að veita börnum og unglingum viðeigandi lausnir. Það reynist oft á tíðum mjög erfitt og málin einungis þyngjast ár frá ári nú þegar álag í velferðar- og skólakerfinu hefur verið að aukast mjög hratt undanfarin ár. Sveitarstjórnarfólk hefur kvartað undan þessu úrræðaleysi í nokkur ár og að ríkið hafi velt þessu heilbrigðismáli nánast alfarið yfir á sveitarfélögin. Nefnd sem ráðherra skipaði um málefni barna með fjölþættan vanda skilaði tillögum fyrir um ári. Vonir standa til að innan tíðar verði loksins fundin lausn þar sem bæði ríki og sveitarfélög komi saman að uppbyggingu úrræða. Það liggur á að tryggja þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda og mikilvægt að kostnaðarskipting verði vel skilgreind svo hlutirnir gangi upp. Við þurfum að geta gripið öll börn í vanda – hvert og eitt barn, líðan þess og framtíð skiptir máli. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Málefni Stuðla Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Sjá meira
Mjög réttmæt gagnrýni á úrræðaleysi gagnvart börnum með fjölþættan vanda hefur komið fram á síðastliðnum dögum. Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið tugum úrræða fyrir börn með flókinn og margvíslegan vanda, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Það var slæm ákvörðun. Meðferðarheimilið Stuðlar er þó enn starfandi eins og kunnugt er. Þegar öðrum úrræðum ríkisins var lokað var sveitarfélögunum gert að leysa málin á meðan leitað yrði annarra lausna og hefur það reynst mörgum þeirra hreinlega ofviða. Í Hafnarfirði var fyrir um sjö árum sett á laggirnar nýtt verklag til að reyna að grípa snemma börn í vanda og veita fjölskyldum þeirra stuðning eftir fremsta megni. Það verkefni kallast Brúin og byggir á snemmtækri íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. Þar er lögð áhersla á að grípa inn í jafnvel strax á leikskólaaldri þegar þess verður vart að barn búi við erfiðar aðstæður, félagslega, námslega, hegðunarlega eða tilfinningalega. Þannig er barni og fjölskyldu þess veittur stuðningur eftir þörfum til að minnka líkur á að vandi barnsins aukist með hverju ári og verði jafnvel ill viðráðanlegur þegar á unglingsaldur er komið. En í þeim tilvikum þar sem vandinn er flóknastur og erfiðastur þarf að beita öðrum ráðum, mun meiri stuðningi og jafnvel meðferðarúrræðum. Þá hafa sveitarfélögin hvert fyrir sig og barnaverndarnefndir landsins þurft að veita börnum og unglingum viðeigandi lausnir. Það reynist oft á tíðum mjög erfitt og málin einungis þyngjast ár frá ári nú þegar álag í velferðar- og skólakerfinu hefur verið að aukast mjög hratt undanfarin ár. Sveitarstjórnarfólk hefur kvartað undan þessu úrræðaleysi í nokkur ár og að ríkið hafi velt þessu heilbrigðismáli nánast alfarið yfir á sveitarfélögin. Nefnd sem ráðherra skipaði um málefni barna með fjölþættan vanda skilaði tillögum fyrir um ári. Vonir standa til að innan tíðar verði loksins fundin lausn þar sem bæði ríki og sveitarfélög komi saman að uppbyggingu úrræða. Það liggur á að tryggja þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda og mikilvægt að kostnaðarskipting verði vel skilgreind svo hlutirnir gangi upp. Við þurfum að geta gripið öll börn í vanda – hvert og eitt barn, líðan þess og framtíð skiptir máli. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun