Að grípa börn Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 5. september 2024 17:00 Mjög réttmæt gagnrýni á úrræðaleysi gagnvart börnum með fjölþættan vanda hefur komið fram á síðastliðnum dögum. Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið tugum úrræða fyrir börn með flókinn og margvíslegan vanda, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Það var slæm ákvörðun. Meðferðarheimilið Stuðlar er þó enn starfandi eins og kunnugt er. Þegar öðrum úrræðum ríkisins var lokað var sveitarfélögunum gert að leysa málin á meðan leitað yrði annarra lausna og hefur það reynst mörgum þeirra hreinlega ofviða. Í Hafnarfirði var fyrir um sjö árum sett á laggirnar nýtt verklag til að reyna að grípa snemma börn í vanda og veita fjölskyldum þeirra stuðning eftir fremsta megni. Það verkefni kallast Brúin og byggir á snemmtækri íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. Þar er lögð áhersla á að grípa inn í jafnvel strax á leikskólaaldri þegar þess verður vart að barn búi við erfiðar aðstæður, félagslega, námslega, hegðunarlega eða tilfinningalega. Þannig er barni og fjölskyldu þess veittur stuðningur eftir þörfum til að minnka líkur á að vandi barnsins aukist með hverju ári og verði jafnvel ill viðráðanlegur þegar á unglingsaldur er komið. En í þeim tilvikum þar sem vandinn er flóknastur og erfiðastur þarf að beita öðrum ráðum, mun meiri stuðningi og jafnvel meðferðarúrræðum. Þá hafa sveitarfélögin hvert fyrir sig og barnaverndarnefndir landsins þurft að veita börnum og unglingum viðeigandi lausnir. Það reynist oft á tíðum mjög erfitt og málin einungis þyngjast ár frá ári nú þegar álag í velferðar- og skólakerfinu hefur verið að aukast mjög hratt undanfarin ár. Sveitarstjórnarfólk hefur kvartað undan þessu úrræðaleysi í nokkur ár og að ríkið hafi velt þessu heilbrigðismáli nánast alfarið yfir á sveitarfélögin. Nefnd sem ráðherra skipaði um málefni barna með fjölþættan vanda skilaði tillögum fyrir um ári. Vonir standa til að innan tíðar verði loksins fundin lausn þar sem bæði ríki og sveitarfélög komi saman að uppbyggingu úrræða. Það liggur á að tryggja þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda og mikilvægt að kostnaðarskipting verði vel skilgreind svo hlutirnir gangi upp. Við þurfum að geta gripið öll börn í vanda – hvert og eitt barn, líðan þess og framtíð skiptir máli. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Málefni Stuðla Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Mjög réttmæt gagnrýni á úrræðaleysi gagnvart börnum með fjölþættan vanda hefur komið fram á síðastliðnum dögum. Fyrir nokkrum árum lokaði ríkið tugum úrræða fyrir börn með flókinn og margvíslegan vanda, án þess að nokkuð annað kæmi í staðinn. Það var slæm ákvörðun. Meðferðarheimilið Stuðlar er þó enn starfandi eins og kunnugt er. Þegar öðrum úrræðum ríkisins var lokað var sveitarfélögunum gert að leysa málin á meðan leitað yrði annarra lausna og hefur það reynst mörgum þeirra hreinlega ofviða. Í Hafnarfirði var fyrir um sjö árum sett á laggirnar nýtt verklag til að reyna að grípa snemma börn í vanda og veita fjölskyldum þeirra stuðning eftir fremsta megni. Það verkefni kallast Brúin og byggir á snemmtækri íhlutun og öflugra samstarfi félagsmálayfirvalda, skóla og fjölskyldunnar. Þar er lögð áhersla á að grípa inn í jafnvel strax á leikskólaaldri þegar þess verður vart að barn búi við erfiðar aðstæður, félagslega, námslega, hegðunarlega eða tilfinningalega. Þannig er barni og fjölskyldu þess veittur stuðningur eftir þörfum til að minnka líkur á að vandi barnsins aukist með hverju ári og verði jafnvel ill viðráðanlegur þegar á unglingsaldur er komið. En í þeim tilvikum þar sem vandinn er flóknastur og erfiðastur þarf að beita öðrum ráðum, mun meiri stuðningi og jafnvel meðferðarúrræðum. Þá hafa sveitarfélögin hvert fyrir sig og barnaverndarnefndir landsins þurft að veita börnum og unglingum viðeigandi lausnir. Það reynist oft á tíðum mjög erfitt og málin einungis þyngjast ár frá ári nú þegar álag í velferðar- og skólakerfinu hefur verið að aukast mjög hratt undanfarin ár. Sveitarstjórnarfólk hefur kvartað undan þessu úrræðaleysi í nokkur ár og að ríkið hafi velt þessu heilbrigðismáli nánast alfarið yfir á sveitarfélögin. Nefnd sem ráðherra skipaði um málefni barna með fjölþættan vanda skilaði tillögum fyrir um ári. Vonir standa til að innan tíðar verði loksins fundin lausn þar sem bæði ríki og sveitarfélög komi saman að uppbyggingu úrræða. Það liggur á að tryggja þjónustu fyrir börn með fjölþættan vanda og mikilvægt að kostnaðarskipting verði vel skilgreind svo hlutirnir gangi upp. Við þurfum að geta gripið öll börn í vanda – hvert og eitt barn, líðan þess og framtíð skiptir máli. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun