Hunter Biden breytir afstöðu í skattsvikamáli Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2024 16:45 Hunter Biden á leið í dómsal í Los Angeles í dag. AP/Jae C. Hong Hunter Biden, sonur Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, ætlar að breyta afstöðu sinni til sakarefnis í skattsvikamáli gegn honum í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og heldur því í raun áfram en segist ætla að gangast við þeirri refsingu sem dómarinn telur að hann eigi að hljóta. Þannig mun Biden mögulega sleppa við réttarhöld í málinu, sem eiga að fara fram í Los Angeles, en dómarinn Mark Scarsi, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, þarf að samþykkja breytinguna. CNN hefur eftir Abbe Lowell, lögmanni Bidens, að mögulega gæti málaferlunum ljúkið í dag. Saksóknarar ætla að mótmæla breytingunni og kvörtuðu yfir því að hafa heyrt fyrst af þessu í dómsal í dag. Biden er sakaður um að hafa ekki greitt skatta frá 2016 til 2019, þegar hann átti í miklum vandræðum með áfengi og fíkniefni. Saksóknarar segja hann ekki hafa greitt 1,4 milljónir dala í skatta á þessum tíma og þess í stað hafi hann varið fjármunum sínum í fíkniefni, vændiskonur og dýr hótelherbergi, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Hann greiddi á endanum um tvær milljónir dala til skattsins, eftir að hann varð edrú en dómarinn neitaði lögmönnum hans að segja kviðdómendum í málinu frá því. Dómarinn bannaði lögmönnunum einnig að ræða þau áföll sem Hunter Biden segir að hafi leitt til neyslu hans. Fyrr á þessu ári var Biden sakfelldur fyrir skotvopnalagabrot í Delaware fyrir að hafa logið um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Dómsuppkvaðning í því máli fer fram í desember en Biden stendur frammi fyrir allt að 25 ára fangelsi. Líklegt þykir þó að hann muni ekki fá svo mikinn dóm eða jafnvel sleppa alfarið við fangelsisvist. Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54 Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. 21. febrúar 2024 10:45 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Þannig mun Biden mögulega sleppa við réttarhöld í málinu, sem eiga að fara fram í Los Angeles, en dómarinn Mark Scarsi, sem skipaður var í embætti af Donald Trump, þarf að samþykkja breytinguna. CNN hefur eftir Abbe Lowell, lögmanni Bidens, að mögulega gæti málaferlunum ljúkið í dag. Saksóknarar ætla að mótmæla breytingunni og kvörtuðu yfir því að hafa heyrt fyrst af þessu í dómsal í dag. Biden er sakaður um að hafa ekki greitt skatta frá 2016 til 2019, þegar hann átti í miklum vandræðum með áfengi og fíkniefni. Saksóknarar segja hann ekki hafa greitt 1,4 milljónir dala í skatta á þessum tíma og þess í stað hafi hann varið fjármunum sínum í fíkniefni, vændiskonur og dýr hótelherbergi, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: Sagður hafa eytt fúlgum fjár í vændiskonur og lúxuslíf Hann greiddi á endanum um tvær milljónir dala til skattsins, eftir að hann varð edrú en dómarinn neitaði lögmönnum hans að segja kviðdómendum í málinu frá því. Dómarinn bannaði lögmönnunum einnig að ræða þau áföll sem Hunter Biden segir að hafi leitt til neyslu hans. Fyrr á þessu ári var Biden sakfelldur fyrir skotvopnalagabrot í Delaware fyrir að hafa logið um fíkniefnaneyslu sína á eyðublaði þegar hann keypti sér skammbyssu árið 2018. Dómsuppkvaðning í því máli fer fram í desember en Biden stendur frammi fyrir allt að 25 ára fangelsi. Líklegt þykir þó að hann muni ekki fá svo mikinn dóm eða jafnvel sleppa alfarið við fangelsisvist.
Bandaríkin Erlend sakamál Joe Biden Tengdar fréttir Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24 Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54 Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. 21. febrúar 2024 10:45 Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Biden ber ekki vitni í eigin sakamáli Verjandi Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, segir að hann beri ekki vitni við réttarhöldin yfir honum vegna skotvopnalagabrots. Nánustu aðstandendur hans hafa borið vitni um glímu hans við fíkn við réttarhöldin. 10. júní 2024 14:24
Sonur Biden kemst ekki hjá réttarhöldum Alríkisdómari hafnaði kröfu Hunters Biden, sonar Bandaríkjaforseta, um að vísa frá ákærum vegna skotvopnalagabrota í dag. Réttarhöld yfir Biden gætu nú hafist í sumar í miðri kosningabaráttu föður hans. 12. apríl 2024 23:54
Lyginn uppljóstrari í samskiptum við rússneska embættismenn Fyrrverandi uppljóstrari Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) sem sakaður er um að hafa logið um það að Joe Biden, forseti, og sonur hans Hunter hafi tekið við mútum segist hafa átt í samskiptum við útsendara frá rússneskri leyniþjónustu. Saksóknarar lýsa honum sem raðlygara sem geti ekki sagt satt um grunnatriði um eigið líf. 21. febrúar 2024 10:45
Segir engan hafa staðið í vegi rannsóknar á Hunter Biden David Weiss, sérstakur saksóknari dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem haft hefur Hunter Biden, son Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, til rannsóknar, segir embættismenn ekki hafa staðið í vegi sér. Hann sagðist hafa fullt yfirráð yfir rannsókninni og enginn hefði reynt að grípa fram fyrir hendurnar á sér. 7. nóvember 2023 22:08