Enn ein „lokatilraun“: Samkomulag sagt stranda á tveimur atriðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. september 2024 07:56 Það er erfitt að sjá fyrir sér að Netanyahu og Yahya Sinwar, pólitískan leiðtoga Hamas, komist að málamiðlun. AP Yfirvöld í Egyptalandi og Katar vinna nú að breytingum á tillögum um vopnahlé á Gasa og eiga í samráði við Bandaríkjamenn. Enn er talað um „lokatilraun“ til að brúa bilið milli Ísrael og Hamas. Samkvæmt umfjöllun New York Times strandar málið á tveimur atriðum; annars vegar fjölda gísla og fanga sem yrði sleppt, og hverjum yrði sleppt, og hins vegar hvort og þá hvenær Ísraelsmenn myndu hverfa frá svokölluðu „Philadelphi-hliði“, það er landamærum Gasa og Egyptalands. Ef marka má yfirlýsingar aðila í vikunni virðist samkomulag langsótt en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki láta landamæraeftirlitið eftir. „Fólk segir: Ef þið verðið um kyrrt þá er það banabiti samkomlagsins. Ég segi: Slíkt samkomulag yrði okkur að aldurtila,“ sagði forsætisráðherrann. Forsvarsmenn Hamas segjast aldrei munu ganga að samkomulagi sem kveður á um áframhaldandi viðveru Ísraelshers á Gasa og hafa sakað Ísraelsmenn um að eyðileggja viljandi fyrir samningaviðræðunum. Samtökin hafa á sama tíma haldið áfram að ögra Ísraelum, bæði með því að myrða gísla og birta af þeim myndskeið. Ísraelsmenn hafa kallað þetta „sálfræðileg hryðjuverk“. Joe Biden Bandaríkjaforseti svaraði neitandi í vikunni þegar hann var spurður að því hvort honum þætti Netanyahu vera að gera nóg til að frelsa gíslana. Spurður um neitun Biden vísaði Netanyahu til yfirlýsinga utanríkisráðherrans Antony Blinken um lofsverða framgöngu Ísrael í viðræðunum. New York Times hefur eftir nokkrum heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að þeir telji Netanyahu hins vegar ekki einlægan þegar kemur að friðarviðræðunum; í raun og veru sé hann að tefja málið fram að kosningum í Bandaríkjunum, í þeirri von að Donald Trump komist til valda. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Katar Egyptaland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun New York Times strandar málið á tveimur atriðum; annars vegar fjölda gísla og fanga sem yrði sleppt, og hverjum yrði sleppt, og hins vegar hvort og þá hvenær Ísraelsmenn myndu hverfa frá svokölluðu „Philadelphi-hliði“, það er landamærum Gasa og Egyptalands. Ef marka má yfirlýsingar aðila í vikunni virðist samkomulag langsótt en Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ítrekaði í gær að Ísraelsmenn myndu ekki láta landamæraeftirlitið eftir. „Fólk segir: Ef þið verðið um kyrrt þá er það banabiti samkomlagsins. Ég segi: Slíkt samkomulag yrði okkur að aldurtila,“ sagði forsætisráðherrann. Forsvarsmenn Hamas segjast aldrei munu ganga að samkomulagi sem kveður á um áframhaldandi viðveru Ísraelshers á Gasa og hafa sakað Ísraelsmenn um að eyðileggja viljandi fyrir samningaviðræðunum. Samtökin hafa á sama tíma haldið áfram að ögra Ísraelum, bæði með því að myrða gísla og birta af þeim myndskeið. Ísraelsmenn hafa kallað þetta „sálfræðileg hryðjuverk“. Joe Biden Bandaríkjaforseti svaraði neitandi í vikunni þegar hann var spurður að því hvort honum þætti Netanyahu vera að gera nóg til að frelsa gíslana. Spurður um neitun Biden vísaði Netanyahu til yfirlýsinga utanríkisráðherrans Antony Blinken um lofsverða framgöngu Ísrael í viðræðunum. New York Times hefur eftir nokkrum heimildarmönnum innan bandaríska stjórnkerfisins að þeir telji Netanyahu hins vegar ekki einlægan þegar kemur að friðarviðræðunum; í raun og veru sé hann að tefja málið fram að kosningum í Bandaríkjunum, í þeirri von að Donald Trump komist til valda.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Katar Egyptaland Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sjá meira