Undrast klappstýrur nasista í umræðunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2024 00:04 Sigmundur Davíð fann sig knúinn til að minna fólk á stjórn nasista hafi verið það hrikalegasta sem gerst hafi í sögu vestrænnar siðmenningar. Algrími Sigmundar á X-inu er greinilega orðið mjög súrt miðað við þessar áhyggjur hans. Vísir/Arnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson undrast þróun umræðunnar á samfélagsmiðlum, ekki síst í Bandaríkjunum. Óhugnanlegt sé að sjá fólk upphefja nasista og mála bandamenn upp sem illmenni Seinni heimsstyrjaldarinnar. Sigmundur vekur athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Hann segir það ef til vill afleiðingu af þeirri öfugþróun að nú sé í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda. Þó sé sérstaklega óhugnanlegt að sjá fólk efast um hverjir hafi verið „góðu gæjarnir í seinni heimsstyrjöldinni.“ „Sprengjuárásir á íbúðabyggðir alls staðar voru hræðilegar en það má ekki gerast að það myndist vafi um þá augljósu staðreynd að bandamenn voru góða liðið og stjórn nasista það hrikalegasta sem gerst hefur í sögu vestrænnar siðmenningar,“ skrifar hann jafnframt. Furðulegt að fylgjast með því hvernig umræðan þróast stundum á samfélagsmiðlum. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum.E.t.v. er það afleiðing af þeirri öfugþróun að nú er í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda.Það er þó sérstaklega…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 4, 2024 Óljóst er hvað Sigmundur vísar þar nákvæmlega í en mögulega eru það umræður sem upphófust á samfélagsmiðlinum um sprengjuárásir Breta á Dresden. Nasistar spretta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug Það virðist vera eins með nasista á X-inu eins og drauginn Beetlejuice og aðra drýsla, þeir skjóta upp kollinum þegar á þá er minnst. Nokkrir slíkir birtust fljótlega á þræði Sigmundar. Gottskálk nokkur (sem heitir þó örugglega eitthvað annað í raunheimum) segir Sigmund þurfa að stilla siðferðisklukkuna fyrst hann hampi mönnum sem brenni konur og börn lifandi. Annar sem þó gengur undir nafni, Tomas Helgason, segir það vera hollt að endurskoða kreddur og atburði frá nýjum sjónarhóli. Báðir þessir aðgangar virðast ansi uppteknir af hælisleitendum og meintu falli Vesturlanda. Sá þriðji, Jón Helgi Jónsson, spyr hvenær megi eiginlega ræða glæpi bandamanna. Þeir hafi byrjað að sprengja borgir og það sé ekkert svart og hvítt í málinu. Stutt gúggl leiðir í ljós að það er alrangt, nasistar byrjuðu á að sprengja pólskar borgir. Áhugamaður um Dresden frá tíu ára aldri Sigmundur ákvað þá að bregðast við athugasemdum á færslunni og sagðist ekki vera að réttlæta árásina á Dresden né íbúðasvæði annarra borga. Hann hafi verið sérstakur áhugamaður um Dresden frá því hann var tíu ára og heimsótt borgina margoft til að læra um söguna og fylgjast með endurbyggingu borgarinnar. „Það má samt ekki verða til þess að draga úr því að við minnumst hryllingsins sem leiddi til stríðsins,“ segir hann að lokum. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Bretland Miðflokkurinn Mest lesið Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Silja Björk biður Ingó afsökunar Innlent „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Innlent Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Erlent Albert mættur í dómsal Innlent „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Innlent „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Innlent Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Sjá meira
Sigmundur vekur athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Hann segir það ef til vill afleiðingu af þeirri öfugþróun að nú sé í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda. Þó sé sérstaklega óhugnanlegt að sjá fólk efast um hverjir hafi verið „góðu gæjarnir í seinni heimsstyrjöldinni.“ „Sprengjuárásir á íbúðabyggðir alls staðar voru hræðilegar en það má ekki gerast að það myndist vafi um þá augljósu staðreynd að bandamenn voru góða liðið og stjórn nasista það hrikalegasta sem gerst hefur í sögu vestrænnar siðmenningar,“ skrifar hann jafnframt. Furðulegt að fylgjast með því hvernig umræðan þróast stundum á samfélagsmiðlum. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum.E.t.v. er það afleiðing af þeirri öfugþróun að nú er í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda.Það er þó sérstaklega…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 4, 2024 Óljóst er hvað Sigmundur vísar þar nákvæmlega í en mögulega eru það umræður sem upphófust á samfélagsmiðlinum um sprengjuárásir Breta á Dresden. Nasistar spretta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug Það virðist vera eins með nasista á X-inu eins og drauginn Beetlejuice og aðra drýsla, þeir skjóta upp kollinum þegar á þá er minnst. Nokkrir slíkir birtust fljótlega á þræði Sigmundar. Gottskálk nokkur (sem heitir þó örugglega eitthvað annað í raunheimum) segir Sigmund þurfa að stilla siðferðisklukkuna fyrst hann hampi mönnum sem brenni konur og börn lifandi. Annar sem þó gengur undir nafni, Tomas Helgason, segir það vera hollt að endurskoða kreddur og atburði frá nýjum sjónarhóli. Báðir þessir aðgangar virðast ansi uppteknir af hælisleitendum og meintu falli Vesturlanda. Sá þriðji, Jón Helgi Jónsson, spyr hvenær megi eiginlega ræða glæpi bandamanna. Þeir hafi byrjað að sprengja borgir og það sé ekkert svart og hvítt í málinu. Stutt gúggl leiðir í ljós að það er alrangt, nasistar byrjuðu á að sprengja pólskar borgir. Áhugamaður um Dresden frá tíu ára aldri Sigmundur ákvað þá að bregðast við athugasemdum á færslunni og sagðist ekki vera að réttlæta árásina á Dresden né íbúðasvæði annarra borga. Hann hafi verið sérstakur áhugamaður um Dresden frá því hann var tíu ára og heimsótt borgina margoft til að læra um söguna og fylgjast með endurbyggingu borgarinnar. „Það má samt ekki verða til þess að draga úr því að við minnumst hryllingsins sem leiddi til stríðsins,“ segir hann að lokum.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Bretland Miðflokkurinn Mest lesið Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Innlent Helgi í Góu og fyrrverandi borguðu brúsann Innlent Silja Björk biður Ingó afsökunar Innlent „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Innlent Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Erlent Albert mættur í dómsal Innlent „Fólk fer hreinlega grátandi frá mér“ Innlent „Það var mikil geðshræring á heimilinu“ Innlent Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Innlent Svarar fyrir að hafa banað syni sínum í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Miðflokksins rak augun í undarlega grein Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Staða sauðfjárræktarinnar er björt segir fjallkóngur „Ég stend við þessa ákvörðun“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna á fundum í Reykjavík Ráðherra stendur fastur á sínu og möguleg ofgreining á ADHD „Við erum hundfúl yfir þessu“ Rúta í ljósum logum á Ísafirði Hallað hafi á embættið í moldviðri Helga Magnúsar Elvar á Ítalíu viðurkennir erfiðleika við launagreiðslur Grænt ljós á Flensborgarhöfn Lagði á flótta á Vegmúla Sýkna Sólveigar stendur Bjóða almenningi í heimsókn „Upp með pelana og fjörið“ Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Samningur um bakaðgerðir á lokametrunum og mótmælt fyrir utan Ítalíu Útför Bryndísar Klöru frá Hallgrímskirkju Telur Guðrúnu vilja halda hlífiskildi yfir ráðuneytinu Þiggja boð konungs um sögulega heimsókn Virkjanaleyfið kært aftur Viðgerð lokið eftir að strengur slitnaði við Elliðaárbrú Ákærður fyrir að kasta óþekktum hlut í konu sem höfuðkúpubrotnaði Lögregla kölluð til vegna manns með eggvopn í strætó Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað „Hann hefur fyrir vana að ráða fólk til vinnu en greiða þeim svo ekki laun“ Dularfullt „draugahljóð“ spillir fyrir svefni íbúa Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Telur niðurstöðu dómsmálaráðherra órökrétta Útboðsstopp staðið í heilt ár meðan vegirnir grotna niður Sjá meira