Að þróa og efla gróskuhugarfar Ingrid Kuhlman skrifar 9. september 2024 08:02 Carol S. Dweck, prófessor í sálfræði við Stanford háskóla, er frumkvöðull í rannsóknum á hugarfari. Í bók sinni Mindset: The New Psychology of Success gerir hún greinarmun á gróskuhugarfari annars vegar (e. growth mindset) og fastmótuðu hugarfari hins vegar (e. fixed mindset). Dweck segir að viðhorf okkar og trú á eigin hæfileika geti haft áhrif á ýmsa þætti lífsins, þar á meðal akademíska frammistöðu, vinnu, árangur í íþróttum og persónuleg samskipti. Hvað felst í grósku- og fastmótuðu hugarfari? Samkvæmt Dweck er kjarni gróskuhugarfars trúin á að við getum þróað hæfileika okkar og hæfni með vinnusemi, dugnaði og þrautseigju og í gegnum nám og þjálfun. Fólk með gróskuhugarfar trúir því að það geti bætt árangur sinn og færni með því að leggja sig fram. Það er opið fyrir lærdómi og sér mistök eða erfiðleika sem tækifæri til að læra, bæta sig og þróast áfram. Það setur sér háleit og krefjandi markmið og gefst ekki upp auðveldlega þegar það stendur andspænis áskorunum eða erfiðleikum. Fólk með gróskuhugarfar er opið fyrir endurgjöf og nýtur hana til að bæta sig. Það lítur á velgengni annarra sem hvatningu. Fólk með fastmótað hugarfar á hinn bóginn trúir að hæfileikar og færni séu meðfæddir eiginleikar sem ekki er hægt að breyta; annaðhvort séum við góð í einhverju eða ekki. Þetta viðhorf leiðir til þess að það forðast áskoranir vegna hræðslu við mistök og gefst auðveldlega upp þegar það mætir mótlæti. Það lítur á gagnrýni sem persónulega árás og upplifur ógn af árangri annarra þar sem það metur eigin árangur oft út frá árangri annarra. Fastmótað hugarfar getur takmarkað vöxt og framfarir einstaklinga þar sem það hindrar þá í að taka áhættu, prófa nýja hluti og læra af reynslunni. Leiðir til að þjálfa gróskuhugarfar Carol Dweck og rannsóknarteymi hennar hafa veitt dýrmæta innsýn í hvernig hægt að breyta fastmótuðu hugarfari í gróskuhugarfar með því að þróa meðvitund um eigin viðhorf og hvernig þau hafa áhrif á hegðun okkar og ákvarðanatöku. Gróskuhugarfar er, öfugt við það sem margir kunna að halda, ekki eitthvað sem við fæðumst með heldur er hægt að rækta það og efla með réttu hugarfari og þjálfun. Hér fyrir neðan eru nokkrar aðferðir til að efla og þróa gróskuhugarfar: 1. Skilja aðlögunarhæfni heilans Aðlögunarhæfni eða sveigjanleiki miðtaugakerfisins (e. neuroplasticity) er ótrúleg geta heilans til að aðlaga sig og breytast allt okkar líf. Þessi aðlögun getur átt sér stað á margan hátt, til dæmis með myndun nýrra taugafrumna, styrkingu eða veikingu tiltekinna taugabrauta. Einnig með endurskipulagningu á starfsemi eða hlutverkum mismunandi svæða heilans sem viðbragð við nýrri reynslu, námi, þjálfun eða jafnvel í kjölfar skaða. Þetta sannar að hæfileikar og geta okkar til að læra og aðlaga okkur eru síður en svo föst og óbreytanleg einkenni. 2. Skora á raddirnar sem endurspegla fastmótað hugarfar Gott er að æfa sig í að bera kennsl á raddir fastmótaðs viðhorfs, eins og t.d. „Ég er ekki góð/ur í þessu“, „Ég get þetta ekki“ eða „Þetta voru hræðileg mistök“ og skipta þessum hugsunum út fyrir hugsanir sem endurspegla gróskuhugarfar: „Ég hef ekki náð tökum á þessu ennþá“, „Ég ætla að æfa mig í þessu“ eða „Ég geri bara betur næst“. 3. Setja sér markmið um að læra eða þroskast í staðinn fyrir afköst Í stað þess að einblína á afkastagetu eða frammistöðu er gott að setja sér markmið sem snúa að því að læra nýja hluti og þróast. Þetta getur verið allt frá því að læra nýtt tungumál, bæta kynningarfærni, auka leiðtogahæfni eða öðlast dýpri skilning á gervigreind. 4. Hrósa fyrir dugnað, ekki hæfileika Hægt er að efla gróskuhugarfar hjá öðrum með því að hrósa þeim fyrir dugnað, ástundun eða þrautseigju frekar en meðfædda hæfileika eða gáfur. Þessi nálgun tryggir að þeir skilgreini sig ekki eingöngu út frá meðfæddum hæfileikum og missa ekki móðinn þegar þeir takast á við áskoranir þar sem þeir skilja að þrautseigja og það að leggja eitthvað á sig leiði til vaxtar og árangurs. 5. Hræðast ekki mistök Að líta á mistök sem óaðskiljanlegan hluta af lærdómsferlinu er lykilatriði í að efla bæði persónulegan og faglegan vöxt. Mistök bjóða upp á tækifæri til innsæis og skilnings á því sem er ekki að virka. Við ættum því að ögra okkur sjálfum með nýjum upplifunum, vera opin fyrir áskorunum og nálgast mistök með spurningunni: „Hvað get ég lært af þessu?“ Gróskuhugarfarið er lykillinn að velgengni Carol S. Dweck hefur opnað augu okkar fyrir því hve mikil áhrif hugarfarið hefur á getu okkar til að læra, aðlaga okkur og vaxa. Gróskuhugarfar hefur sýnt sig vera einn af lyklunum að velgengni í leik og starfi. Það er ótrúlegur kraftur fólginn í þeirri vitneskju og trú að við höfum getu og möguleika til að bæta okkur. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Carol S. Dweck, prófessor í sálfræði við Stanford háskóla, er frumkvöðull í rannsóknum á hugarfari. Í bók sinni Mindset: The New Psychology of Success gerir hún greinarmun á gróskuhugarfari annars vegar (e. growth mindset) og fastmótuðu hugarfari hins vegar (e. fixed mindset). Dweck segir að viðhorf okkar og trú á eigin hæfileika geti haft áhrif á ýmsa þætti lífsins, þar á meðal akademíska frammistöðu, vinnu, árangur í íþróttum og persónuleg samskipti. Hvað felst í grósku- og fastmótuðu hugarfari? Samkvæmt Dweck er kjarni gróskuhugarfars trúin á að við getum þróað hæfileika okkar og hæfni með vinnusemi, dugnaði og þrautseigju og í gegnum nám og þjálfun. Fólk með gróskuhugarfar trúir því að það geti bætt árangur sinn og færni með því að leggja sig fram. Það er opið fyrir lærdómi og sér mistök eða erfiðleika sem tækifæri til að læra, bæta sig og þróast áfram. Það setur sér háleit og krefjandi markmið og gefst ekki upp auðveldlega þegar það stendur andspænis áskorunum eða erfiðleikum. Fólk með gróskuhugarfar er opið fyrir endurgjöf og nýtur hana til að bæta sig. Það lítur á velgengni annarra sem hvatningu. Fólk með fastmótað hugarfar á hinn bóginn trúir að hæfileikar og færni séu meðfæddir eiginleikar sem ekki er hægt að breyta; annaðhvort séum við góð í einhverju eða ekki. Þetta viðhorf leiðir til þess að það forðast áskoranir vegna hræðslu við mistök og gefst auðveldlega upp þegar það mætir mótlæti. Það lítur á gagnrýni sem persónulega árás og upplifur ógn af árangri annarra þar sem það metur eigin árangur oft út frá árangri annarra. Fastmótað hugarfar getur takmarkað vöxt og framfarir einstaklinga þar sem það hindrar þá í að taka áhættu, prófa nýja hluti og læra af reynslunni. Leiðir til að þjálfa gróskuhugarfar Carol Dweck og rannsóknarteymi hennar hafa veitt dýrmæta innsýn í hvernig hægt að breyta fastmótuðu hugarfari í gróskuhugarfar með því að þróa meðvitund um eigin viðhorf og hvernig þau hafa áhrif á hegðun okkar og ákvarðanatöku. Gróskuhugarfar er, öfugt við það sem margir kunna að halda, ekki eitthvað sem við fæðumst með heldur er hægt að rækta það og efla með réttu hugarfari og þjálfun. Hér fyrir neðan eru nokkrar aðferðir til að efla og þróa gróskuhugarfar: 1. Skilja aðlögunarhæfni heilans Aðlögunarhæfni eða sveigjanleiki miðtaugakerfisins (e. neuroplasticity) er ótrúleg geta heilans til að aðlaga sig og breytast allt okkar líf. Þessi aðlögun getur átt sér stað á margan hátt, til dæmis með myndun nýrra taugafrumna, styrkingu eða veikingu tiltekinna taugabrauta. Einnig með endurskipulagningu á starfsemi eða hlutverkum mismunandi svæða heilans sem viðbragð við nýrri reynslu, námi, þjálfun eða jafnvel í kjölfar skaða. Þetta sannar að hæfileikar og geta okkar til að læra og aðlaga okkur eru síður en svo föst og óbreytanleg einkenni. 2. Skora á raddirnar sem endurspegla fastmótað hugarfar Gott er að æfa sig í að bera kennsl á raddir fastmótaðs viðhorfs, eins og t.d. „Ég er ekki góð/ur í þessu“, „Ég get þetta ekki“ eða „Þetta voru hræðileg mistök“ og skipta þessum hugsunum út fyrir hugsanir sem endurspegla gróskuhugarfar: „Ég hef ekki náð tökum á þessu ennþá“, „Ég ætla að æfa mig í þessu“ eða „Ég geri bara betur næst“. 3. Setja sér markmið um að læra eða þroskast í staðinn fyrir afköst Í stað þess að einblína á afkastagetu eða frammistöðu er gott að setja sér markmið sem snúa að því að læra nýja hluti og þróast. Þetta getur verið allt frá því að læra nýtt tungumál, bæta kynningarfærni, auka leiðtogahæfni eða öðlast dýpri skilning á gervigreind. 4. Hrósa fyrir dugnað, ekki hæfileika Hægt er að efla gróskuhugarfar hjá öðrum með því að hrósa þeim fyrir dugnað, ástundun eða þrautseigju frekar en meðfædda hæfileika eða gáfur. Þessi nálgun tryggir að þeir skilgreini sig ekki eingöngu út frá meðfæddum hæfileikum og missa ekki móðinn þegar þeir takast á við áskoranir þar sem þeir skilja að þrautseigja og það að leggja eitthvað á sig leiði til vaxtar og árangurs. 5. Hræðast ekki mistök Að líta á mistök sem óaðskiljanlegan hluta af lærdómsferlinu er lykilatriði í að efla bæði persónulegan og faglegan vöxt. Mistök bjóða upp á tækifæri til innsæis og skilnings á því sem er ekki að virka. Við ættum því að ögra okkur sjálfum með nýjum upplifunum, vera opin fyrir áskorunum og nálgast mistök með spurningunni: „Hvað get ég lært af þessu?“ Gróskuhugarfarið er lykillinn að velgengni Carol S. Dweck hefur opnað augu okkar fyrir því hve mikil áhrif hugarfarið hefur á getu okkar til að læra, aðlaga okkur og vaxa. Gróskuhugarfar hefur sýnt sig vera einn af lyklunum að velgengni í leik og starfi. Það er ótrúlegur kraftur fólginn í þeirri vitneskju og trú að við höfum getu og möguleika til að bæta okkur. Höfundur er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í jákvæðri sálfræði.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun